Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 19

Heimilisblaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 19
HEIMILISBLAÐIÐ 151 ég segi eins og er, þá finn ég með sjálf- um mér, að ég er líka töluvert hafinn yfir þess háttar. Svo að því er mig snertir, þurf- um við heldur ekki að hugleiða yndisleik þessarar svörtu hefðarkonu«. »Verið þér nú ekki of rogginn, Orme. Góði, verið þér ekki, of rogginn«, sagði Kvik í hálfum hljóðum og dapurlega. »Konan er einmitt hið eina, sem enginn getur nokk- urn tíma. verið óhultur um sig fyrir. 1 dag er hún eitur hjarta voru, en hunang ú morgun. Guð einn og Loftslagið veit, hvern- ig á því stendur. Nei, verið þér ekki of hreykinn. Það getur átt fyrir oss að liggja að sjá þig knékrjúpa þessari konu, ein- mitt her.ni, og sjá hann gleraugnaglámúin dragast á eftir sömu leiðina, og hver veit nema Samúel Kvik hangi þar aftan í, hann, sem hatar alla kvenþjóðina. Freistið ham- ingjunnar, ef þér svo viljið, Orme; en freist' ið ekki konunnar, svo að hún snúi sér ekki við og freisti yðar, sem þá yrði gert í fyrsta skiptk. »Hættið nú öllum þessum þvættingi og sækið vagn«, skipaði Orme kuldalega. En Higga tók að hlæja á sinn óheflaða hátt, og ég, sem mundi, hvernig »rósknappur rósanna« var yfirlitum, er hún sló slæð- unni tii hliðar og rifjaði upp fyrir mér miLda, alvarlega. rcminn hennar, sökkti mér niður í hugsanir mínar. Hvað skyldi þessi ungi maður hugsa, ef það ætti fyrir honum að Liggja, að virða fyrir sér hió" yndislega. laðandi augnatillit hennar? Mér virtist Kvik undirforingi allg ekki svo heimskur sem húsbóndi hans hugði hann vera. Orme var einmitt rétti maður- inn tij að taka þátt í leiðangri mínum. En samt hefði ég getað óskað mér, að hann hefði verið nokkuð eldri, maður, eða stúLlí- an, sem hann trúlofaðist, hefði ekki ónýtt trúlofun sína einmitt núna. Pegar um flókna og hættusama hluti er að ræða, þá er það reynsLa mín, að heppilegast sé að útiloka öll. ástarævintýr, ekki sízt í Aust- urlöndum. Framh. Svo er þá lokið að sinni samveru okkar. Margs gæti verið að minnast og margt til að þakka. Létt er mér eigi um Ijóðin, — ég lœt það því bíða. Máske með vaknandi vori verði þau fleiri. Veiztu hve vorið ég þrái, vina mín kœra? Veiztu hve eldheitt ég elska yngjandi kraftinn, — suðrœna, sólhýra blœinn, sönginn og niðinn, — allt sem ber einkenni lífsins, allt, sem fœr þroskast? Veit ég, að frostnepjur nœða um nýsprottinn gróður. Því er mitt helgasta hlutverk að hlúa því unga. Vígja mig vori til hjálpar, til varnar gegn kulda, — Ijá mig sem lifandi efni í limgirðing vorsins. — Síðasti sólargeislinn kveður svipmikla tindinn. Mál er að láta því lokið Ijóðkveðju sinni. Heitustu hamingjuóskir af hjarta ég flyt þér. Verndi þig vœttirnar góðul Vertu svo blessuð!

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.