Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1939, Qupperneq 20

Heimilisblaðið - 01.08.1939, Qupperneq 20
152 HEIMI LISBLAÐIÐ KÍKVERMR AÐ FJALLÁBAKl Chictng Kai Shek-hjónin. Eftir því sem Japanir sækja meira og- víðar á, í innrás sinni i Kína, eyðileggja fleiri, stórborgir og loka höfnum með her- skipaíiota sínum á allri austurströnd lands- ins, þeim mun lengra fara Kínverjar á undanhaldi sínu vestur á bóginn, yfir fjÖll og firnindi, og hafa þar þannig á síðustu tveimur árum stórkostlegri, fólksflutningar átt sér stað, en ef til vil.1 nokkru sinni fyrr í sögu heimsins. Hundruð þúsunda eða öllu heldur milljónir manna. flæmast þannig burtu frá fornum stöðvum sínum og stofna til nýs landnáms vestan fjalla og búa þar um sig, ákveðnir í því að verjast ágangi, Japana, og yfirráðum, hvað sem tautar, og sannfærðir um, að þeir muni að lokum geta rekið óvinina af höndum sér, enda segir kinverskur prófessor og stjórnmála- maður, sem um þessa.r mundir er á ferö í Kanada og Bandaríkjunum, að þeir hafi aldrei, síðan stríðið byrjaði, staðið betur að vígi en nú, að þeir hafi eina milljón manna undir vopnum og margar þúsundir annara, er til megi grípa þegar við þurfi. Eins og kunnugt er, hefir hið afar-víð- lenda, og fólksmarga Kínaveldi verið háð voldugum flokksfor- ingjum og yfirgangs- seggjum, sem farið hafa um hin, ýmsu fylki landsins með fylgifiskum sínum og’ ruplað og rænt eins og fornaldar-víkingar — á síðari árum í anda kommúnista, að Stœrð Kína (10 fylki) er 3.704000 ferkm. FóIUsfjöldi er um 450.000.000. Kortið sýnir hvernig íbúarnir skiftust á hérudin fyrir stríðið. Hver maður táknar fimm millj. íbúa og hálfur maður táknar tvœr og hálfa millj.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.