Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1939, Qupperneq 21

Heimilisblaðið - 01.08.1939, Qupperneq 21
HEIMI LISBLAÐIÐ því er sagt var, og telja Japanir það aðal orsök til hernaðar síns á hendur Kínverj- um, að það hefði verið óhjákvæmileg skylda sín, að »frelsa« kínversku þjcðina frá kom- múnista-yfirganginum og friða landið og sameina undir sinni yfirumsjón. Um að- ferð Japana við það »líknarstarf« er öllurn kunnugt, og »frelsið« hafa þeir fært millj- ónunum með líkum hætti, og óaldarflokk- arnir áður, með því að deyða alla þá, sam þeir hafa náð til með vítisvélum sínum úr lofti og á láði. En um sameiningar-áhrif þeirra fór á annan veg, en þeir höfðu til ætlast, því fólkið tekur nú á undanhald- i,nu æ meir og meir höndum saman til varn- ar og nýrra framkvæmda í menningarátt, undir aðalleiðsögn hinna frægu hjóna, her- foringjans Chiang Kai Shek og konu hans, ásamt. annara ágætra þjóðræknisvina og stjórnarinnar, sem nú hefir aðsetur sitt í borginni Chung-king, vestan fjalla, þar sem hún hyggst að geta varist og komið sér fyrir til frambúðar. Af eftirfarandi útdrætti úr nýlegri rit- gerð um þessa miklu fólksflutninga í Kína og samtök miljónanna, sem áöur voru all- mjög sundurleitai, sannast v:ssulega máls- hátturinn »neyðia kt'mir naktri konu að spinna«. Með öllum þeim glundroða, sem hinum miklu fólks- flutningum og fiótta að sjálfsögðu er samfara, færast vesturlandinu margvisleg vanda- mál til úrlausnar, en einnig starfs- þróttur og andleg úrlausnarhyggja til framsóknar og úrræða í hvívetna. Þegar Kínverjar sáu, að þeir yrði, að yfirgefa fyrr- verandi höfuðborg eða stjórnarsetur sitt, Nanking, fór brott- förin fram samkv. fyrirhuguðum herstjórn- arreglum. Allt var flutt, skólar jafnt sem verksmiðjur, að byggingum auðvitað undan Sikildum. Háskólinn þarna, til dænn's, flutti sig vestur með fljótinu, ellefu hundruð stúdenta, kennara og kennslutæki, og sett- ist að í Chungking; þar voru þá engar byggingar fáanlegar fyrir skólann, en á 40 dögum komu þeir sér upp 24 bráða- birgðaskýlum, sem sýnir, að nú var ekki setið auðum höndum. Slíka sögu er að segja frá öðrum borgum og bæjum á flóttasvæð unum, er fólk sá, hvað verða vildi. Nankai- háskólinn í Tientsin fór jafnvel fyrir þremur árum að koma sér upp húsum vest- ur í Chungking og Yunnanfu til undirbún- ings þess. sem nú er komið á daginn. Þeg- ar Japansmenn tóku að skjóta sprengjum á háskólann til þess að eyðileggja hann, var allt þar komið þúsundir mílna vestur í land. Bráðabirgðaskólarnir, sem stofnað- ir voru í Sian, eru að smáfæra sig, og halda uppi stöðugri kennslu á »gönguför« sinni, og eru enda sumir komnir vestur að landamærum við Tibet. Unnið er að því sleitulaust að koma. á skipulagi. meðal miljónanna, sem að austan koma, og útvega þeim verustaði í hinu KínversJiir hermenn.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.