Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 22

Heimilisblaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 22
154 HEIMILISBLAÐIÐ »n.ýja Iandnámi«. Að þessu vinna auk hinna ýmsu stjórnardeilda, mörg líknar- og mannúðarfclög, svo sem Kristilegt fé- lag ungra manna og kvenna, sem safna fólkinu í deifdir og flokka., til að kenna því að lesa og útvega því atvinnu. Hið sama gera og hinar útlendu trúboðsstöðvar. Flóttafólkinu er jafnað niður á hinar ýmsu sveitir, og voru til dæmis héruðin í Hupeh- fylki.nu, 48 að tölu, beðin að taka að sér 5000 aðkomufólks hvert um sig. Stjórnarsetrið Chungking er 1400 mílur vestur frá hafi, að baki hárra fjallgarða og vestan við gljúfragöng þau, sem Yangtze-fljótið fellur um; þangað ná því ekki Japansmenn með hersnekkjur sínar, er þangað talin of mikij fjarlægð til þess að mjög hættuleg aðsókn úr lofti geti átt sér stað. Umhverfis þetta nýja höfuðbói hyggjasc Kínverjar nú að geta hreiðrað sig til frambúðar. Er þarna afar mikið landflæmi,, og strjálbyggt. Eitt fylkið, Szechwan, er um 155 þús. ferhyrningsmíl- ur að stærð. Þar er mjög frjósamt akur- lendi, sem all.t til þessa hefir lítt orðið að notum, vegna ráðríkis herskárra jarla og yfirgangsseggja. Á síðustu fimm árum hef ir þó þarna verið komið upp margskoner verksmiðjum og' mikið unnið að vegabðt- um. Fyrir stríðið va,r fólksfjöldinn í Chung- king liðug hálf milljón að tölu, en hefir nú stórum aukist. Þar eð höfnunum á austurströnd lands- ins er nú lokað af Japansmönnum, vinna Kínverjar að því dag og nótt að grei,ða sér veg »út um bakdyrnar«, eins, og þeir nefna það, í áttina til Evrópu, gegnum hafnar- staðina við Indlandshafið- Og á síðastliðn- um sex mánuðum hafa verið ruddir vegir, er að lengd jafnast. á við Vs slíks verks tíu árin næstu á undan. I tvær áttir sér- staklega, hefir kappsamlega verið unnið að vegagerði.nni, þeirra er »10.000 li-vegir« eru nefndii. Stefnir annar þeirra suðvest- ur til Burma við Indlandshaf, en hinn norð- vestur til rússnesku Turkestan. Þá er og lögð stund á a.ð ná með járnbrautar-sam- bandi að landamærum Indo-Kína, en þang- að er búist við að Bretar leggi, braut frá Burma. Til dæmis um dugnaðinn við aám- göngubæturnar, þarf ekki annað en nefna það, að vegabótin frá Chungking til Rang- oon, í tvc þúsuncl mílna fjarlægð, var gei'ð á minna en tólf mánuðum, og það með mjög gamaldags áhöldum. Þetta er leiðin, sem hinn frægi Marco Polo fór forðum daga. Að þessu unnu, karlar, konur og ja.fnvel. börn., í flokkum, sem hver um sig sá um að draga að efni til ákveðins brautar- hluta, sem bar svo nafn mannflokks- ins, sem verkið framkvæmdp Margt af fólk- inu, sem að þessu vann, kom frá af- skektum lands- hlutum og hafði aldrei séð »gas- vagn« og dínamít var því áður ó- þekkt. Það hafði gaman af hávaðan- um, er sprenging- unum fylgdu, og

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.