Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1939, Page 23

Heimilisblaðið - 01.08.1939, Page 23
HEIMILISBLAÐIÐ 155 hópaðist kringum þær, þrátt fyrir aðvar- anir, svo að slys hlutust af all-oft. Eina nýtízku áhaldið þarna, þar borinn, sem dínamít-holurnar voru grafnar með, hitt allt. voru einfdld verkfæri með tvd þúsund ára gömlu lagi mörg hver. Höfuðsmenn allra þorpa, þar sem dvelja ýmiskonar kynflokkar og ekki eru af kín- verskum stofni og búa í átta göngudaga fjarlægð frá vegagerðinni, voru, skyldaðir til að senda vissa tölu, og þeir, sem kosnir voru, til þessa urðu að fara, nema þeir væri nógu efnaðir tij að borga staðgöngu- mönnum. Engum var borgað fyrir vinnuna, og mótmæli voru ekki tekin til greina, þvi vegagerðin var talip stríðsnauðsyn. Braut,- argerð þessi er ein af heimsins mestu fram- kvæmdum í verkiega átt. Viðgerða- og lækningastöðvar eru stofnsettar á vissu milliþiii með fram brautunum og til ferða- laga og flutnings, notuð hin ólíkustu áhöld, svo sem hreyfivagnar og uxakerrur, en undir þær er reynt að fá gömul bifreiðar- hjól, allt verður að nota. — Fyrsti mað- urinn til að aka um brautipa frá Chung- king til Rangoon, var Nelson T. Johnson, sendiherra Bandaríkjanna. Til þesiS nú að spilla fyrir árangri af samgöngubótum þessum, reyna Japanir að æsa Burma-fólkið tij mótmæla og að hrópa: »Burma fyrir Burmverja!<<, sem leiddi jafnvel til blóðsúthellinga. Einnig eru Japan- ir að reyna að vopna kynflokkana í Yunnan og æsa þá til að eyðileggja lestaferðiy og brýr. Kínverska stjórn- in leggur allt kapp á að auka matar- forðann fyrir hin- a,r aðkomandi milj. Bankarnir leggja fram milljónir dollara til bændalána, fyr- ir endurbætt útsæðiskorn, áburð og ávei.tu- fyrirtæki. Land, sem áður hefir verið not- að til að framleiða svefngras (poppy) og vi,ssa teg. hrísgrjóna til víngerðar, verður framvegis sáð korni og öðrum jarðargróða til manneldis og dýraræktar. Á þessum stöðvum er, auk mikilla jarð- ræktar-möguleika, um stórkostlegan náma- auð að ræða, og hafa rannsóknarsveitir fundið þar olíulindir meðal annars. Járn er nú unnið þar úr jörðu, sem ajlt. til þessa, var flutt að á dýru, verði. Og tinlögin í Yun- nan eru sögð meðal heimsins mestu tiniaga í jörðu. Efri hluti Yangtze-fljótsins hefir um margar ajdir verið nefndur »Gullsands- áin«. Og á mörgum stöðum þar um kring kvað vera gnægð gulls í jörðu. Á milLi. Szechwan og Yunnan er hið ný- myndaða Sikong-fylki, og var hin fyrsta stjórn þess sett á laggir 1. janúar 1939. Þótt þetta sé aðallega fjallaland, eru þar þó afar víðfeðmar graslendur, eins og til dæmis í Kanada, Gull og aðrir málmar eru þar víða, í jörðu og timburlendur miklar. Járnbraut frá Burma myndi veita auðvelda leið að auðsuppsprettum þessum í jörðu og á; en slík braut yrði að leggjast um tor- færur á borð við KLettafjöllin í Kanada. Japanir nota hunda í áhlaupum sínum.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.