Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 24
156 HEIMILISBLAÐIÐ Þar aem 2/3 hlutar kínverskra verk- smiðju-staða hafa verið eyðilagðir af Jap- önum, eða eru komnir í þeirra hendur, hef- ir orðið að flytja inn frá Japan jafnvel efni, í klæðnað kínversku hermannanna. Til þess að losast úr þeirri kyrkingsgreip hefir nú verið komið á 'fót nýjum verk- smiðjum á ýmsum stöðum. Meðal flóttafólksina að austan eru marg- ir handverksmenn. Sumir hafa flutt með sér verkfæri sín og aðrir njóta góðs af þeirri fyrirhyggju stjórnarinnar, að koma undan og flytja vestur sem mest af vél- um og öðrum áhöldum úr verksmiðjum á stríðssvæðunum. Það er algengt að sjá langa.r lestir af flutningsbílum og asna- kerrum, hlaðnar vélum. og öðrum áhöldum, brjótast áfram eftir erfiðum leiðum yfi.r fjöll og firnindi, og marga menn með þunga bagga á baki fylgja á eftir lestunum, ásamt konum og börnum. Gufuskip og alls- konar fLutningabátar flytja einnig full- fermi af vélum upp eftir fljótinu. og kem- ur mest af flutningi þessum frá Hankow. Frú Chiang Kai Shek sá einnig um það, að 30,000 konur og stúlkur, er unnið böfðu í myllunum eystra, voru, fluttar vestur í nýja landnámið. Mönnum hefir komið saman um, að hag- anlegast væri að koma upp smá-verkstæð- um viðsvegar um landi,ð, og það einnig óhultast gegn loftárásum. Peninga til þess- ara framkvæmda leggur stjórnin til að parti, er til þess og safnað gjafafé. Kín- verjar búast við að stofna um 30,000 sam- vinnufélög til þessa verksmiðjustarfs og annara framtaka. Mörg slíkra eru þegar tekin til starfs,. Þau súta. leður, by'ggja báta, vefa og spinna, grafa til kola, fram- leiða járn, búa til brennisteins&ýru, mala korn. Þetta eru allt gamlar athafnir, sem nýtízku verkstæðin höfðu hrifsað til sín úr höndum almennings, eða samvinnufé- laganna. I norðvestur hluta »nýlendunnar« starfa og samvinnufélög að framleiðslu alkóhols til eldsneytis, við að byggja rafljósastöðv- ar í smábæjum, og starfrækja prjónavél- ar, auk annara. áður nefndra athafna. I suðvestur hlutanum starfa samvinnufélög- in að þurkudúka-vefnaði, sokkagerð o. fl. Sykurgerð, ni,ðursuða matvæla og vindl- ingagerð er stunduð í suðaustur hluta landsins. Aðalþróttur Kínverja lá áður fyrri í hinum dreifðu framleiðslustöðvum þeirra. Nú eru þeir aftur að grípa til hins gamla fyrirkomulags, og þaö er þeirra bezta vörn — eða öllu heldur framsókn — gegn ágangi Japansmanna, sem hugðust aö ná undir sig allri verzlun í Kína og nátt- úrufríðindum landsins. Án þesaa verður þeim tangarhaldið á hinum stóru og mörgu bæjum við austurströndina einskis virði, Hinar víðfeðmu sveitir landsins, þar sem var hið upphaflega heimkynni Kínverjans í miðju landi, og sem enn eru all gamal- dags að ýmsu leyti/eru nú að tæmast fyr- ir burtflutning fólksins. Um all langt skeið hefir hin nýja menning verið að grafa um sig meðal fólks þessa, fyrir áhríf náms- manna, er fengnir voru til að leiðbeina þvi menningarlega, bæði hvað snerti nýtízku þægindi og skemmtanalíf stórborganna, sem auðvitað vakti löngun þess eftir slíku. En nú neyðist unga kynslóðin til að hverfa aftur til frumstöðva þjóðarinnar í vestri, Við það mun gamla Kína taka stakkaskipt- um fyrir áhrif ungu kynslóðarinnar, en gamla lagið mun einnig breyta viðhorfi »innflytjendanna«. Gegn yfirburðum Japansmanna í ný- tízku vopnaburði og tækni, hafa Kínverj- ar einna helzt til varnar hina mi.klu víð- áttu lands síns og fólksmergðina, er með ónógum hernaðartækjum verst af áhuga fyrir heimili sínu og frelsi. Stjórn landsins, sem um langt skeið hefir vanist þv: að reiða sig á bankana og tekjurnar frá Shanghai, verður nú að treysta á upp- sveitafólkið, vekja það til varnar, koma skipulagi á athafnir þess og fá því vopn í hönd, eigi stríðið að vinnast. Fólksimergð, sem fyri> slíkri vakning hefir orðið, mun láta til sín taka, ekki að-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.