Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 26

Heimilisblaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 26
158 HEÍMILISBLAÐIÐ öllum brotunum úr honum; og aldrei gat ég fengið hann til að Ijóma í allri sinni dýrð eins og áður. Nú fór ég að vita, hvað Korpus Júris liði; hann var einmitt að fara í kjólinn: púpan var að verða aS fiðrildi. Það er n. I. ekki hægt að hugsa sér meiri breytingu á manni en Korpus Júris, þegar hann fer úr hversdagsfötunum og fer í sparifötin. Hvert tangur og tetur a.f lögfræðingnum er rokið út í Veður og vind, en eftir er sam- kvæmismaðurinn í allri sinni konunglegu dýrð. Ef menn ætla sér að þekkja Korpus Júris frá sinni glæsilegustu hlið, þá ættu þeir að kynnast honum í kvennahóp — og því fleiri stúlkur, því betra. Hann stendur þá, með aðra hendina. í barminum, en hinni vingsar hann til og frá og talar og talar — og engin stúlkan er eftir skilin — og orð- in fljóta af vörum hans, eins og hunang. Þá er ég vanur að standa fyrir aftan hann og hlusta hugfanginn, eins og lærisveinn- inn, sem hlustar á meistara. sinn. Þegar Korpus Júris var búinn að tygja sig, urðum við samferöa ínn til Gamlá, ti! þess að vita, hvernig honum liði. Hann var altygjaður; hann sat á istól og var að hugsa. Þegar við komum inn, lyfti hann höfðinu, og — herra minn trúr! En sá hnútur, sem hann hafði bundið á brjóstinu á sér! Ef Gamla hefði dottið í hug að hengja sig, þá hefði honum tæplega tekist að reyra fast- ara að hnútnum, en hann hafði gert! Korpus Júris fór óðara að leysa hnútinn og að því búnu að binda annan hnút, og tók Gamli því öllu með stakri þolinmæði. Gamli er gagnólíkur Korpus Júris, að morgu leyti, en þó fáu eiris og því, að hann um- skapast ekkert við það, að fara í spari- fötin ¦— hann er alltaf eins. »Nú, ég held að þær séu líka menn« — og meinar kven- fólkið; — »og því ætti ég að ta'la öðru vísi við þær, en aðrar skynsemi gæddar ver- ur?« Þetta er hann vanur að segja, þegar ég tala við hann um þessi málefni. Og það geri ég oft. En hann er svo einþykkur, að hann lætur trauðlega af því, sem hann hefir einu sinni ætlað sér að gera.. Einu sinni á dansleik í haust, var mér þó nóg boðið: Hann var víst í einn hálfan tíma að skýra fyrir einni stúlkunni, hvaö nicænoconstinapölitcmska symbólið væri. Ég sá, að aumingja stúlkunni dauð leiddist. Seinaaa talaði ég um þetta við hann< »Hvernig getur þér komið til hugar, að fara að tala um þetta við unga stúlku? Þíi hlauzt þó að vita, að hún mundi ekki hafa gaman af því«. »Jú, jú«, svaraði Gamli, »en mér þótti gaman að því. Og það er þó betra^ að annar aðili hafi skemmtun af samræðunum, en hvorugur. Og venjulega leiðist báðum aðilum þessar venjulegu dansleikja. samræður«. Nei, Gamli kann alls ekki að haga sér, eins og vera ber, þeg- ar kvenfólk á í hlut. »Hefir þú nú hanzkana þína í lagi, Niko- laj?« spurði Korpus Júris. »Hanzkana!« hrópaði ég. »Mér hafa ekki dottið hanzkar í hug!« »Jæja, hví hefir þú ekki hugsað um þá?« spurði hann aftur. »Hvernig átti ég að vita, að hér yrði hafinn dansleikur — en það er þér að kenna, Friðrik — því varstu ekki búinn að segja mér það? — Þú hefir þó vafalaust vitað um þetta. Nú eru engin önnur ráð, en að þií veix5ur að lána mér annan þinn hanzka«. »Hvað ætlar þú að gera með einn ha,nzka?« »Ég ætla að halda á honum í hendinni. og þá getur þó fólk séð, að ég hefi hanzka. Ég ætla — ég ætla — æ, ég veit ekki hvað ég ætla«, hrópaði ég alveg utan við mig, því að til hvers var allur sá hátíðabragur, sem á mér var, ef ég var hanzkalaus? I þessum miklu vandræðum, mínum, var það þó Gamli, sem varð frelsari minn og hjálparhella. »Hérna eru hanzkar, Niko- laj«, sagði hann allt- í einu og dró hanzka upp úr vasa sínum. »Ö, Kristófer!« varð mér að orði; »þú ert sá lang-lang-lang-bezti maður, sem til

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.