Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 27

Heimilisblaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 27
HEIMILISBLAÐIÐ 159 er! — að hugsa svona ds&fialaust vel um mig!« »Nei, það er nú ekki beinlínis því aö heilsa. Ég fann þá af tilviljun í vasa mín- um. Pað er víst langt síðan ég hefi, stungið þeim þar«, svaraði hann. Hanzkarnir voru nýir og féllu svo vel að fingrunum, — alveg eins og þéir hefðu ver- ið saumaðir handa mér. »A11 right!« sagði ég við sjálfan mig. Nú gat ég byrjað bar- dagann, þegar hver vildi. • Síðan fórum við inn. í dagstofuna. Þar voru prestshjónin og dætur þeirra, og biðu gestanna. Emma og Andrea Margrét voru hvítklæddar, og hafði Emma hvítt perlu- band fléttað í sitt svarta hár, en Andrea Margrét hafði rósasveig um höfuðið. Prest- urinn stóð á miðju gólfi, kjólklæddur, meö hvítt hálslín og hvítt handlín. Andrea Mar- grét var að laga hálsbindið á honum; hafði hann auðsjáanlega hnýtt það eins ram- byggilega eins og Gamh. »Hana.^ nú — hana nú; þetta er nú orðið ágætt! Ég er orðinn nógu fallegur! Sjáið þið bara. hvað hann Nikolaj glápir á.mig! Eg held, að hann þekki mig varla«. Já, það var satt, að allur þessi hátíða- skrúði átti tæplega við hversdagiega og al- úðlega framkomu hans. »Já, hvað gera menn. ekki fyrir konu og börn«, sagði presturinn, um leið og ha.nn togaði i handlínin; »mér finnst nú, satt að segja, að gestirnir ættu að fara að koma«. »Þú mátt ekki vera svona óþolinmóður«, sagði Andrea Margrét; »klukkan er ekki nema hálf fimm; en gestirni'r áttu, að koma klukkan fimm«. »Jæja«, sagði presturinn; >hvers vegna hafið þið þá skrýtt mig svona snemma. Nú eyði ég tímanum, bara til ónýtis. Komið þér yfir um með mér, Nikolaj; við skulum fá okkur í pípu«. En það vildi Andrea Margrét ekki heyra nefnt, því að þá myndum við flytja tóbaks- lyktina með okkur aftur, inn í herbergin. Já, hún átti fullt í fangi með að gera föð- ur sinn rólegan. Pegar honum var bannað að reykja, fór hann að maula smátvíbökur, sem þar voru á diski, og bauð mér að boix)a sér tij samlætist. >Nei, pabbi minn. Þetta máttu ómögu- lega gera. Hvað ætlí að gestirnir segi, ef þeir sjá, að við erum byrjuð að borða, áður en þeir koma!« »Ja —¦ hvað á ég þá að taka til bragðs? Parna sjáið þér, Nikolaj, hvernig farið er með mig. Pað er hvergi flóafriður. Svona er að vera eiginmaður og húsbóndi. Nei. þér skuluð aldrei gifta yður — ekki einu sinni önnu gömlu — þér munuð annars j(8r- ast og það um seinan«. Til allrar lukku heyrðist nú til fyrsta vagnains, og svo komu þeir, hver á fætur öðrum, Smámsaman fór stofan að fyllast af fólki, og allt var það mér ókunnugt. Ég kannaðist ekki við eitt euiasta a.ndlit. En mér stóð þetta að mestu leyti á sama. Ég leit varla við kvenfólkinu. Ég ætlaði bara að dansa við tvær — Emmu og Andreu Margréti. En við hvora þeirra átti ég að dansa. fyrst'Pað var sú hin mikla spurri- ing, sem öll mín ókomna æfi átti að byggj- ast á. Því að nú hafði ég fasitákveðið, að ég ætlaði statt og stöðugt að biðla til þeirr-- ar, sem ég dansaði fyrst við. Ég hugsaði og hugsaði, ákvað og hætti við, játaði og neitaði; en eftir því sem ég hugsaði leng- ur, eftir því varð ég ruglaðri og ruglaðri. Þegar ég var ákveðinn í því að ganga til Andreu Margrétar, var eins og einhver innri rödd hvíslaði að mér: »Nei, þú skalt fara til Emmu«. Og þegar ég ætlaði að fara til Emmu, þá hvíslaði önnur rödd: >Nei, þú skalt fara tij Andreu Margrétar«. Andrea Margrct var önnum kafin viö að taka á móti gestunum. En al.lt í einu stanz- aði hún beint fyrir framan mig og sagði: »Hvað er að yður, Nikolaj? Þér eruð þó víst ekki veikur? Þér eruð svo laslegur«. »Þetta er bending foiiaganna«, hugsaði. ég; og án þess að svara spurningum henn- ar, sagði ég: »Þér dans,ið líklega fyrsta dansinn. við mig?«

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.