Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 29

Heimilisblaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 29
HEIMILISBLAÐIÐ 161 sleppti hönd hennar og stamaði við: »Eru5 það — eruð það áreiða.nlega þér?« »Já, — hver önnur skyldi það svo sem vera?« spurði hún og brosti svo yndislega, að það er ekki hægt að hugsa sér fegurra bros. »En ég hélt, að þér væruð búinn að gleyma, mér«. »Ó, þér verðið að fyrirgefa mér; en ég er-----------« og nú varð ég að einu orða- flóði, og nenni ég ekki að endurtaka allt það buU. Sg ætla heldur ekki að ri,ta nið- ur þaö, sem hún, sagði. Bæði er það, að ég man það ekki orði til orðs, og svo er ekki hálft gagn að því, fyrst ekki er hægt að heyra hana sjálfa segja það. — En ég var allt í einu, orðinn að nýjum manni. Það var eins og allt í mér syngi og klingdi af f ögnuði. Ég masaði og ég hló og ég dans- aði og ég dansaði og ég hló og ég masaði — allt af við þá ljós-bláeygu. Það er haft eftir einum heimspekingi. okkar, að til þess að skemmta sér reglu- lega vel á dansleik, þurfi sá, sem hlut á að máli, sjálfur að vera ástfanginn af ein- hverri dansmeynni. Hann hefir alveg á réttu að standa, sá blessaði, maður; það varð ég fyllilega var við þetta kvöld. Eng- inn, nema sá, sem reynir, getur gert sér í hugarlund alla þá slægð og alla þá ósvífni, sem þarf að hafa í frammi, til þess að geta bægt öllum meðbiðlum frá ástmeynní og til þess að geta dansað við hana einn — aleinn. Ég dansaði, við þá ljós-bláeygu alla þá dansa, Siem- ég hafði beðið hana um, og alla þá dansa, sem ég hafði ekki beðið hana um. Og ef einhver annar kom, og sagðist eiga heimtingu á þessum eða þess- um dansinum, þá sagði ég, að hún væri fyrir löngu búin að lofa mér þessum dansi; og hún — ja — hún sagðist ekki almenni- lega muna, hvorum okkar hún hefði lofao dansinum, og svo tók ég í hönd hennar og burt í dansinn svifum við; það voru auðvitað ónotaorð, sem fylgdu mér af stað; en um slíka smámuni hirti ég ekki baun. Ö — já —• ég skemmti mér aðdáanlega þetta kvöld. Bæn og lofgerð. Ö, minn Jesú, elsku blíði, aldrei vík þú bwft frá mér; þá mig beygir kvöl og kvíði krýp ég upp að brjósti þér, þar er sætust svölun mín, signuð kfeíiieiks höndin þín máir tár af mæddum hvörmum, mér er vært í þínum örmum. Eg fœ uppgjöf sekta og synda, sonur Guðs, við brjóstið þitt. Æ mig virstu iná þig binda, að værðar njóti hjarta mitt. Alla fyrir ást og náð, allt þitt fyrir lijálpar ráð ég vil Guði' um aldir alda eilift lof og þakkir gjalda. G. P. Á meðal annars sagði hún mér, að faðir sinn væri jústitsráð; og hún sagðist eiga bróður, sem væri, stúdent, eins og ég. Og ég hét því með sjálfum mér; að þótt þessi bróðir hennar væri sá óskemmtilegasti og leiðinlegasti, maður, sem til væri, þá skyldi hann samt verða stallbróðir minn — Jóna- tan minn, vinur minn elskulegur. Andrea Margrét kom til mín og s.purði. hvenær ég ætlaði að dansa við hana — ég sagði, að ég væri, búinn að festa alla mína dansa. Emma kom^ og spurði mig um það sama — ég gaf henni sömu svör. Ég þóttist sjá, að þeim mislíkaði báðum, en gleði min varð að meiri. Áður voru það þær, sem höfðu hæstu spi,l á hendi, en nú var það ég, sem hafði hjartaásinn, og gat snúið spilinu, eins og ég vildi.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.