Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 31

Heimilisblaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 31
HEIMILISBLAÐIÐ 163 f agnaðinum var lokið og allir gestir brottu, sat hún þar um stund og hvíldi sig hjá forstöðukonunni. Forstöðukonan tók hana nú tali. Varð það til þess, að þessi armædda kona opn- aði hjarta sitt og sagði henni alla sína hagi. H.ún sagði henni frá þessu hörraunga- ástandi með ábyrgðina og nauðungasöl- una og um strok sitt af heimilinu. Nú myndi enginn lifandi maður vita, hvar hún væri. niður komin, og sjálf hefði hún enga hugmynd um, hvar hún ætti nú höfði sínu að halla. Forstöðukonan, eða »systirin«, eins og hún var nefnd, hlustaði með hluttekningu á frásögn hinnar raunamæddu húsfreyju. Þegar hún hafði lokið máli sínu, varð syst- urinni einungis að orði: »En þér hafið samt ekki minnst á það versta og hörmulegasta í þessu máli«. »Það versta, hvað ætti það svo sem að vera? Eins og það s,é ekki allt hábölvað?« mælti húsfreyja. »AUt er þetta erfitt og átakanlegt«, mælti systiri.n, »en verst af öllu er það, að þér þjáist af voðalegum sjúkdómk. »Ja, nú dámar mér«, mælti húsfreyja, »ég ætti að vera veik, ég, sem einu sinni finn ekki minnstu vitund til gigtar«. »Jú«, mælti. systirin, »ég sé, að þér er- Uð alvarlega veik í hnjáliðunum«. Nú gat húsfreyja ekki stillt sig um ao skellihlæja. »Ég ætti að vera stirð í hnjá* liðunum, ég sem hefi hlaupið 15 kílómetra í dag«. Og hún fór að vinda hnjáliðina af óðakappi á alla vegu. »Jæja þá«, mælti systirin, »hvað oft haf- ið þér kropið á hnjánum frammi fyrir Drottni, sem einn getur hjálpað í allri neyð og beðið þessa bæn: ^Drottinn, hjálpaðu mér«?« Húsfreyja Varð niðurlút. Hún hafði aldr* ei beðist fyrir. »0g öamt segið þér, að þér séuð ekki stirð í hnjánum«í Loks varð húsfreyja að játa, að þessi væri sjúkdómurinn, grunsamlegur stirð- ..... EFTIR RUDYÁRD KIPLIHG Ef ráð þú kant, er útsjón aðra þrýtur og öll sin slys þeir vilja kenna þér. Ef sjáifstraust átt, og boðorð hinna brýtuv, í bróðurhug þá gegnum efann sér. Ef biðlund hefir, þolinmæði ei þrjóti. Ef þú ert rægður, trútt við sannleik hald. Ef hatri mætir, hata ekki á móti, en hafóu jafnt á orði og gjörðum vald. Ef þú átt draum — en draum ei lætur blekkja. Ef dýrmæt rök — en breytir ei um hug. Ef Sigurgleði og Sorg þér viljai hnekkja, á sama hátt skalt vísa þeim á bug. Ef heyrt þú getur sannleij<, er þú sagðir í sölum þræla gildru fyrir þý. Ef rifian sér þann lífsgrunn, er þú lagðir með lúnum kröftum reist hann við á ný. Ef eins þú getur aleigunni þinni í einu teningskasti fleygt á spi), og bvrjað svo að nýju á byrjuninni með bros á vcr, sem allt þér gangi 1 vi.1. Ef vaknar hjarta og vöðvar tauga kreptil' til verks með þrotið fjör og elli-halt og starfs á ný, þótt ekkert sýnist eftir, utan sá vilji er býður: »Fram þú skalt!« Ef mælt þú getur máli þess, sem leiðir og minnst við kóng: haf traust á sjðlfum þér. Ef hvorki vin né óvin átt, Sfim meiðir og alla metur rétt, sem vera ber. Ef vinnur, meðan vísir tímans bærist, hver vinnustund þér mesta gleði ljæi". Er jörðin þín, og allt sem er og hrærist. Pú ert þá líka maður, sonur kær. »Lögberg«. S. E. Björnsson. leiki i hnjáliðunum. Endirinn varð sá, að þær krupu báðar þarna í salnum. Systir- in leiðbeindi húsfreyju í bæninni. Og Drottinn hjálpaði svo, aðl betur rætt- ist úr, en á horfðist. Það gerir það ætíð, þegar hann er beðinn. En bezt af öllu var þaðt, að húsfreyju batnaði stirðleikinn í hnjáliöunum. Nú gerðist hún heimakomin við náðarstólinn hjá Jesú, fyrst og fremst til þess, að fá úrbót ög lækning andlegra meina, og beygja kné öín fyrir augiiti DrottinSi (Or sænsku), Amtsbókasafnið á Akureyri ¦ I ¦ I ¦¦¦¦¦¦¦ t I Hlh>l_. ¦¦¦ '

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.