Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 32

Heimilisblaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 32
164 HEIMILISBLAÐIÐ Fyrir liúsiiiæðiu* Rabarbar. Nú, þegar sveskjur, rúsínur og aörir þurrkaðir ávextir eru ófáanlegir er rabarbarinn mjog nauð- synlegur. Það má. geyma rabarbara á mar'gan hátt, t. d. búa til úr honum sultutau eða saft, ei.ns má geyma hann 1 vatni og búa. svo til úr hpnum smám saman yfir veturinn grauta o. fl. Hér fylgja á eftir nokkrar uppskriftir: Rabarbar í vatni. Rabarbar, soðíð kalt vatn. Rabarbarstiikarnir eru þvegnir og skornir í snní bita og þeir látnir í hálsylðar flöskur, köldu soðnu vatni helt yfir svo fljóti yfir bitana, síðan er tappi látinn I og lakkað yfir stútinn. i stað tappa má nota sellofanpappír, hann er þá fyrst vætv- ur og iátinn yfir stútinn og bundið yfir. Flögkurnar, sem notaðar eru, verða að vera vel þvegnar, fyrst iir sódavatni, s.íðan úr hreinu, heitu vatni og hvolfa. þeim i eitthvert ílát svo það geti runnið úr þeim. Það getur einnig veriö go-tt að skola fiöskurnar úr atamon eða einhverj- um vínanda áður en látið er i þœr. Galopkaka með rabarbar. Y2 kg. hreiti, 125 g. sin.jorl., 125 g". sykur, 2 tesk. lyt'tiduít, M I. m.iðlk, 2 tsk. eg-g', rabarbar, sykur. Lyftiduftinu er blandað saman við hveitið, amjörlíkið mulið saman við, siðan eru eggin, syk- urinn og mjólkin hrærð saman við og hrært vel saman. Deigið er breitt út ;' vel smurða skúffu eða plötu. Nýr rabarbari eða rabarbari, sem geymdur hefir verið í vatni er raðað ofan á deig- ið og sykri stráð yfir, bakað við góðan hita þar til kakan er ljósbrún. Kakan er skorin heit í smá tigla. Sé notaður rabarbari sem geymdur hefir verið í vatni, þá verður að láta vatn'ið renua vel af bitunum áður en hann er notaður. Rabarbarkaka. 750 g'. rabarbari, 250 g'. tvíböku- mjlsiia, 100 s. sm.lörlíki, 225 g. syk- ur^ 3 dl, þeytirjómi. í þessa köku má nota ra.barbara sem geymd- ur hefir verið í vatni, hann er þá soðinn í mauk i svolitlu vatni og nokkuð af sykrinum látið í það. Smjörið er brætt á pcnnu og það sem eftir Var af sykrinum er blandað við ivíbökumylsnuna og þetta bakað á pönnunni þar til komið er a*f þvi bökunarlykt, hrært stöðugt í, látið kólna. Þetta er síðaai látið í glerskál, eitt lag af rabar- barmauki látiö neðst í skálina, svo- eitt lag af tvíbökumylsnu, síðan rabarbarmauk og tvíböku- mylsna, þessu þrýst vel saman i skálina. Þegar þetta er orðið vel kalt, er þeyttur rjómi látinn ofan á. Rabarbarköku má nota sem desert eða með kaffi. Hrísgrjónagrautur með rabarbara, 13/4 1. vatn, 275 g. lirísgi''ón, 1 tesk. salt, 1 matsk. sýkur, rábarbar, sykur. Hrisgrjónin eru þvegi,n vel og spðin með vatn- inu í 3/4 klst., þá er saltið og sykurinn látið í. Rabarbarinn er skorinn i bita, eða bitar f,em leg- ið hafa i vatni má einnig nota, þeir eru soðnir i dálitlu vatni en ekki. svo mikið, að þeir fari I mauk. Sykur látinn í eftir smekk. Rabarbaj-inn er borinn með grautnum pg þá er fallegast að bera hann fram í glerskái, sykur og mjólk borin með. Rabarbarmauk með engifer. 2 kg. rabarbar, 2 kg. svkur, 1 bolll vatn, 2 tesk. i'iigifer. Rabarbarstilliarnir eru skornir i smá bita, eijis má nota rabarbara, sem geymdur hefir verið í vatni, Bitarnir eru soðnir í vatninu þar til þeir eru meirir, þá er saft siuð frá og hún soðin meb sykrinum og engifernum þar til hún er orðin nokkuð þykk. þá er henni helt yfir rabarmarbit- ana. Þetta er geymt á smá krukkum pg er golt með smurðu biauði. Orðsendingar. 1 vpr sendi ég út tilkynningu til allra þeirra kaupenda Heimilisblaðsins, sem ég taldi að skuld- uðu fyrir liðin ár, eitt eða flei'ri. — Margir hafa svarað, en þeir eru líka margir, sem ekki hafa svarað. iMú er ekki lengur hægt að senda blaðið þannig í óvissu, og verður þetta. því siðasta blað- ið, sem sent verður til þeirra, sem skulda tvö eða fleiri ír En strax, er greiðsla kemur, verður þéim sent blaðið aftur. Ef langvarandi atvinnuleysi eða veikindi orsaka að þér ekki getið borgað, þá skrifið til útgef. um það. Styrkið Heiíuilisblaðið nu'ð því, að standa í skilum mcð aiuivirðið! titvegið lleiinllisblaðimi nýja kaupoiulur! Tilkynnið bústaðaskifti í síma 4200 PHENTSMIfiJA JóNS HELGASONAR

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.