Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Side 2

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Side 2
166 HEIMILISBLAÐIÐ Skuggsjó. Byron. Lengi hefir verið vaii á því, hvprt það var í raun og veru lík Byrons lávarðar, sem ensk freigáta, flutti heim frá Hellas, fyrir 15. árum, og var þá grafið í Hucknall í Nottinghamshire. Sóknarpresturinn, séra Barber, hafði ákveðið að rannsaka þetta. Og nú er það orðið. Séra Barber hafði fengið leyfi 'núverandi Byr- ons lávarðar og innanrlkis-ráðuneytisins, til þess að opna grafhýsi œttarinnar í jarðhúsi kirkjunn- ar, í blýkistu fundust þar síðustu leyfar Byrons. Líkið var smurt, og presturinn gat þekkt and- litsdrætti Byrons, eftir myndum frá h,ans tímum. Frá Batavía á eyjunni Java, er sagt frá afreki miklu, sem maður vann, er hann bjargaði konu sinni frá að verða etin af krókódílum. Þessi geigvænlegi atburður skeði í Kapas, þar sem Evrópukonur baðai sig, þrátt fyrir strangar aðvaranir. Stuttu e'ftir að kona þessi kom út í vatnið, var hún dregin niður i það af krókódíl, sem hafði gripið hana. Maður hennar hafði samt tekið eft- ir þessu hræðilega ástandi h,ennar, og kastaði sér alklæddur I vatnið og kafaði niður á eftir krókó- dílnum. Honum heppnaðist að hræða krókódílinn, svo að hann sleppti bráð sinni, Og hjónin koni- ust bæði heil á húfi til lands.. Reikistjarnan Marz. Vegna þess að reikistjarnan Marz var nær jörð- inni, en hún hefir verið i 15 ár, notuðu nokkrir útvarpssérfræðingar tækifærið, til þess að seyda skeyti til reikistjörnunnar frá Baldwin í Lou- isiana. Tilraunin var gerð með kerfi sameigin- legra útsendinga frá heilum hóp útvarpsstöðva. Margir stjörnufræðingar voru, viðstaddir. útvarpsstarfsmaður sagði Reutersfréttastof- unni, að merkið mundi þurfa 3 mínútur, til þess að komast til Marz og jafn langan tíma til að endurkastast. Svo var beðið í 61 j mínútu, en skeytið kom ekki til baka. Vindhkassi sem bókaskápur. Fyrir skömmu síðan var haldin sýning í Lon- don á minnstu bókum heimsins. Tuttugu og níu bækur í dýrmætu skrautbandi gátu auðveldlega fengið rúm i einum vindlakassa. Meðal þessara bóka var eintak af Galileo, sem er talin minnsta bók á ítölsku. Hún er lo XL úr tommu. Enn undraverðara var eintak af Kóraninum, sem er handri,tað og fannst á sínum tíma í Bagdad. Þessi áttstrenda bók, sem er skrifuð með ind- versku bleki og er með letri, sem vel er hægt að lesa, þótt bókin sé svo lítil, að auðvelt er að hylja hana með enskum hálfkrónupeningi, Meðal stærstu bókanna í þessu safni, er biblía, sem er 1 ýó tm á hæð, og þar næst kemur »Hinn guðdómlegi sjónleikur«, Nýja test.amenti, sem er svo lítið, að stærð þess er fimmti partur úr fertommu, hefir svo greinilegt letur, að unnt er að lesa titilinn án þess að hafa stækkunargler. Bréf Lúthers á uppboði. í Berlín h,afa mjög sjaldgæf bréf verið seld á uppboði. Tvö af þeim eftir Lúther. Þau voru skrif- uð nokkrum árunr fyrir siðabót til öldungs í Augs- burg. Eigandi þei.rra var frá Sudetalandi. Hann fékk samtals 7100 mörk fyrir bréfin. Á uppboð- inu var llka selt eitt bréf til Kristjáns III. frá nánasta samstarfsmanni Lúthers, Melancton. Það komst upp í 600 mörk. Síðasta bréf Melanctor.s skrifað fánr dögum fyrir dauða hans, var selx fyrir 910 nrörk. Merkilegur tvíbwri. Á Covenry sjúkrahúsi befir verið gerður nrerki- legri uppskurður, en aænri, virðast til. Ung móðir konr þangað með 6 vikna, gamla dóttur, senr auð- sjáanlega var veik. Hún var lögð undir rannsókn, því ónrögulegt var að gefa nokkra. sjúkdónrslýs- ingu. Við röntgensrannsókn heppnaðist að sjá, hvað að lrenni var. Röntgensgeislarnir sýndu, a,o innan í litlu stúlkunni var tvíburasystir, sem þurfti að ná brott. Litla stúlkan lifir, en systirin dó, þótt hún væri lifandi áður en uppskurðurinn var gerður. 1 enskmrr læknavrsindunr verður að leita til 1814, til þess að finna nokkuð svipað þessu. Hvirfilbylur tcemir stöðuvatn. i nánd við borgina Kalvaria í Li.thauen bar það við fyrir skömnru, að hvirfilbylur tæmdi stöðu- vatn í nánd við bæinn og fyllti aftur með sandi og nrold. Ekkert svipað hefir skeð i nranna nrinn- unr i Lithauen. Yfirborð Kaspíhafsins hefir lækkað svo, mjög, að það hefir vakið ótta bæði 1 Iran og Rússlandi. Kaspihafið er stærsta vatn heinrs og fær mest af vatnsnragni, sinu frá Volgu. Á síðustu árum hafa Rússar- notað vatnið úr Volgu svo nrjög til áveita og franrræslu, að það hefir valdið breytingunr á yfirborði Kaspí- hafsins. Bæði hin merka oliuhöfn Sovétríkjanna, og iranska höfnin Pa.khevi, senr nreiri hluti allra verzlunarviðskipta Irans fer um, eru x mikilli hættu fyrir þvi að þorna algerlega upp.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.