Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 4
168 HEIMILISBLAÐIÐ öfl. Hægt er að gera ágizkanir, en held- ur ekki meira. En ekki er þessi styrkur nema að litlu leyti háður þeim, er standa sem foringjar þjóðar sinnar á hættutím- um, og stjórna henni í baráttunni. Póiska hernum stjórnar Rydz-Smigly marskálkur. En hvaða skilyrði og hæfi- leika hefir hann, til þess að annast verk- efni sitt? Eins og utanríkismálaráðherra Póllands, Beck ofursti, hefir Rydz-Smig- ly ekki einungis veríð lærisveinn Pils- udskis, heldur er hann einnig veittur pólsku þjóðinni að erfðum af þjóðhetj- unni, hinum mikla viðreisnarmanni. Það undrast enginn í Póllandi að síðasta ósk Pilsudskis var þess efnis að Rydz-Smigly yrði æðsti verndari landsins og nánasti samstarfsmaður forsetans. Pilsudski andaðist 12. maí 1935 í Bel- vedere höllinni í Varsjá, og stuttu síðar var Rydz-Smigly skipaður æð*ti umsjón- armaður pólska hersins. En um leið var hann samkvæmt pólskum stjórnlögum orðinn einn voldugasti maður ríkisins. Samtímis var það ákveðið í Póllandi að veita tign þessari ytra tákn, ekki einungis með því að fela honum á hendur æðstu áhrifavöld ríkisins, heldur einnig með því að sæma hann marskálkstitli og tign. En marskálkur er æðsti stjórnandi hersins. Síðan hefir hann borið einkennisbún- inga pólska hersins, og ásamt Beck ofursta, sem klæddur er óaðfinnanlegum klæðum stjórnspekingsins, mótað örlög lands síns og þjóðar. Það hafði hann ekki dreymt um á yngri árum. Forlög lians bera ósvikinn blæ af margbreytni og stórviðburðum vorra tíma, fyrst og fremst þeim viðburðum, sem ákveða nú sögu Póllands. Edvard Rydz-Smigly er fæddur 11. marz 1886 í litlu þorpi 1 Galizíu. Frá fyrstu æsku lifði Iiann í heimi hinna fögru lista. Jafnvel á menntaskólaárum sínum hneigðist liann mjög að myndlist, og sýndi sérstakar gáfur, til skáldlegra iðkana. Að stúdentsprófi loknu varð hann eðli- lega áhugasamur nemandi við listaháskól- ann í Krakau, en lagði einnig stund á heimspeki. Enn eru í Póllandi málverk til, sem Smigly liefur málað. Rydz er dulnefni, sem hann tók sér upp seinna, er því nafn hans oft ritað Smigly-Rydz. Öll málverk hans bera það með sér, að þau eru gerð af manni sem elskar nátt- úruna, en er jafnframt harður í horn að taka. Sérstaklega er hið síðasta áhrifaríkt, því það sýnir, að sú tilfinning stjórnaði peusli hans, sem ekki einungis var sam- eiginlegt pólskum stúdentum á því tíma- bili, heldur var hún þeirra meginþáttur, af því hún var þeim arfur frá margra ára frelsisbaráttu: Krafan um sjálfstætt pólskt föðurland. Samt sem áður myndi lífsbraut þessa gáfaða listamanns hafa orðið allvenjuleg, ef hann hefði ekki mætt örlögum sínum einn góðan veðurdag 1 líki Josefs Pilsud- ski, sem þá var sundurtættur og ofsótt- ur, pólitískur bardagamaður. Nú þegar um aldamót var Pilsudski álitinn einn liinna þýðingarmestu for- ingja innan hins pólska baráttusviðs. Minnsta kosti tvisvar hafði hann verið í klóm rússnesku leyni-lögreglunnar. En honum hafði tekizt að flýja úr fangelsinu. Og daginn sem Smigly hittir Pilsudski í Krakau, finnur hann strax, hvert stefnir. Listamaðurinn verður að byltingarmanni, hermanni, sem er reiðubúinn að sleppa öllum listamannsdrauinum fyrir frelsi þjóðarinnar og baráttunni fyrir því. Þegar hinn óþreytandi Pilsudski eygði 1908 þá hernaðarlegu flækju, sem ef til vill gæti veitt möguleika tilfrelsis Póllands, ivrðist tími framkvæmdanna nálgast að nýju í lífi lians Nú byrjar hann á að stofna her þann í Galíziu, sem átti að vinna að frelsi Póllands. Þessi vel þekkti lista- maður fer frá listaliáskólanum í hinn leynilega pólska hernaðarháskóla, sem átti að vinna að uppreisnarafrekum.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.