Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 5
HEIMILISBLAÐIÐ 169 Maður þessi var Smigly, sem sat nú dag eftir dag með mörgum hundruðum annara ungra Pólverja við fætur meistarans. Þeir litu til hans, ekki einungis sem hernaðar- ráðgjafa, heldur einnig sem stjórnmála- leiðtoga. Þrátt fyrir reistan gálga tókst Pilsudski að mynda úrvalsflokk undir- liðsforinga, sem var reiðubúinn, hvenær sem Rússland skærist í leikinn í Evrópu- styrjöld, ogopnaðileiðfyrir lausn Póllands. En á þessu tímabili fær sálarlíf Smiglys alveg ákveðin blæ. Hann er ekki einungis gáfaðasti nemandinn, heldur tryggja hæfi- leikar hans, siðferðisþróttur og hernaðar- leikni honum fyrsta sæti meðal hersveit- anna. Tala þeirra óx, jafnvel eftir að Balkan- deilurnar höfðu ekki uppfylt vonir þeirra. Þeir voru ódrepandi, þrungnir blindri örlagatrú. Smigly vinnur í stöðugri lífs- hættu, óþreytandi. Svo kom heimstyrjöldin. Skömmu eftir að hún hófst, fara pólsku hersveitirnar yfir landamærin. Foringi 3. fylkingar í 1. herdeild er Eduard Smigly. Það eru harðskeyttar og banvænar orust- ur, sem þessir illa búnu hermenn há við Rússa. En þeir unnu sér virðingu þýzk- austurrísku bandamannanna og valda rússnesku óvinunum ótta. Árið 1915 varð Smigly major, árið eft- ir ofursti og nokkru síðar æðstráðandi 1. herdeildar, sem seinna lagði grundvöll hins nýja Póllands. Því meðan Pilsudski var kyrsettur af hinu þýska herveldi í Magdeburg, hafði Smigly framkvæmdaváld hins pólska fót- gönguliðs á hendi. Hann flutti herinn til Varsjá. Þar hóf hann tafarlaust viðreisn pólska ríkisins, eftir að friður var saminn. Hann verður fyrsti hermálaráðgjafi hins nýja Póllands og undirbýr marskálki sín- um glæsilegar móttökur, þegar Pilsudski kom til Varsjá 11. nóv. Barátta fyrir frelsi Póllands er nú svo að segja á enda, hin aldalanga kúgun að baki. Nú á að mynda nýja ríkið. Það er Smigly, sem tekur Vilna með áhlaupi í apríl 1919, og þegar rauði herinn stend- ur við hlið Varsjár, skundar hann að og hrindir honum af höndum sér, það er afrek, sem meðal pólsku þjóðarinnar lifir sem »undrið við Weichsel«. En ekki nóg með það. Enn einu sinni stendur Smigly við hlið marskálks síns, Pilsudski, á úrslitastund. Ásamt nokkr- um vinum sínum kemur hann í hinn kyrláta bústað, þar sem Pilsudski hafði dregið sig afsíðis fullur sorgar og gremju yfir hinum skammsýnu verfeðrungum, sem hann svo nefndi, sem ógna með að eyðileggja árangur frelsisbaráttunnar með sundrungu, sem stafar af flokka og stétta hatri, ogsegir: «Vita skaltu, marskálkur, að vér erum ekki hingað komnir til þess að skiptast á kurteisis eða hirðsiðakveðj- um. Auk hjartna vorra færum vér þér sverðin*. þessi tími er aðdragandi, úrslita- orustunnar, sem háð var nokkrum mán- uðum síðar á Poniatowski-brúnni um tilveru hins nýja Póllands. Einnig hér er það Smigly, sem næst Pilsudski ákveður stjórnmálalega þróun lands síns. Þrem árum síðar er hann enn þá fremstur í flokki, þegar hann sem formælandi pólskra liðsfoiingja skorar á þingið í Varsjá að kveða upp hið endanlega annaðhvort eða. — — Að síðustu eftir að Pilsudski var látinn, stöðvaði Smigly þessa þróun, af því að hann áleit það nauðsynlegt, ef pólska ríkið ætti að standast í straumi tímans. Frelsi þessa ríkis var nefnilega ekki þjóðinni að þakka, heldur var það árangur harðrar baráttu og sterkrar forustu, þess- vegna þurfti að stjórna með einveldi að mestu, að hans áliti. Hann dáir ekki stóryrði eða ytri ljóma. Að þessu leyti líkist hann einnig kennara sínum. Rydz-Smigly er maður fram- kvæmda og festu. Það hefir hann sannað með baráttunni fyrir frelsi þjóðarinnar, og þessvegna á hann nú á ófriðartímum óskipt traust hennar. Rydz-Smigly er nú

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.