Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Síða 6

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Síða 6
foringi hersins í nýrri baráttu. Engu skal spáð um lok þeirrar baráttu, en Smigly veit, að Pólland á sína Maginotlínu. Hún er ekki gerð af steypu né stáli. Það er náttúrufar landsins, sem hana befir gert. Haustið í Póllandi er viður- kent fyrir fegurð. En því lýkur í október byrjun. Þá verða skjót umskipti. Allt landið verður ófært yfirferðar vegna leðju. Þeir, sem enn hafa síðustu styrjöld í minni, muna, hvernig Austuriíkismenn reyndu árangurslaust að brjótast áfram gegnum Austur-Galizíu í okt. 1914. En menn og skepnur, vagnar og farangur allt sat fast í leðjunni. Stríðið í Póllandi getur orðið langvinnt ef Þjóðverjum tekst ekki að brjóta land- ið undir sig fyrir septemberlok. Úrslitin á þessu sviði liggja í höndum þýzka hershöfðingans Walther von Brau- chitsch, aðalforingja þýská hersins, Sá maður er af gamalli hermannaætt, sem hefir veitt Þýzkalandi heilan hóp framúrskarandi hermanna. Faðir hans, sem var hershöfðingi, kom drengnum í franska skólann í Berlín, með þeim ár- angri að Waltlier talar frönsku, eins og innfæddur rnaður og elur mikla aðdáun í brjósti gagnvart franska hernum, ekki sízt frönskum liðsforingjum. Von Brauchitsch er því gagnstætt Smig- ly fæddur til þess að verða hermaður. Hin pólitíska þróun Þýzkalands hefir það líka í för með sér, að hann stendur jafnfætis hinum pólska starfshróður sín- um, minnsta kosti á einu þýðingarmiklu sviði. Hann liefir haft mikil ítök í þýzkum stjórnmálum yfir höfuð að tala. Hann má heita jafn hermálaráðgjafa að metorð- um. Von Brancliitsch tekur þátt í öllum þýzkum ráðkerrafuudum og hefir sama atkvæðisrétt og aðrir ráðherrar, einnig viðkomandi þeim málum, sem liggja utan vettvangs hermálanna. Hið nýja þýzka ríki byggir þetta óvenjulega fyrirkomulag á því, að í algeru liernaðarríki liggi ekk- ert svið þjóðmálanna þannig, að verndar- vald hersins snerti það ekki heint eða óbeint. Það er sérkenni von Brauchitsch, hve vel honum tekst að rækja þessa hlið verkefna sinna. Hann er raunar sannur hermaður í anda hinnar gömlu, prúss- nesku hermanna, en hann hefir vakandi áhuga fyrir öllu nýju, hámenntaður, ótrú- lega lesinn, og það er ekki undarlegt, þegar þess er gætt, að hann er vísindalega menntaður þjóðhagfræðingur og viður- kennt stórmenni í utanríkismálum og stjórnmálasögu. Til þess að heyja stríð, þarf auðvitað ýmislegt annað, sérstaklega þekkingu á hernaðartækninni. Hvað það snertir hefir von Brauchitsch ekki feng- ið tækifæri til að sýna hæfileikana. Raun- ar hefir hann tekið þátt í heimsstyrjöld- inni, en ekki eins og Smigly, stjórnað her á þýðingarmiklum úrslitastundum. En þó er hernaðarþekking lians svo full- komin, sem þýzk hernaðartækni er við- urkennd að vera. Eftir nokkurra ára dvöl í franska skólanum gekk hann sömu braut og allir þýzkir liðsforingar: gegn- um hermanna eða liðþjálfaskólann í Berlín. Úr þessum skóla fór hann beint í herþjónustu árið 1900. Hann var þá 19 ára og er því 48 ára gamall. Fimm árum eldri en Smigly. Það eru því tiltölulega ungir hershöfðingjar, sem nú standa hver andspænis öðrum. Hinn ungi hermaður jók menntun sína á fleiri sviðum hernaðartækninnar, og var sendur í þjónustu liins mikla herforingja- ráðs, mörgum árum fyrir heimstyrjöld- ina. Hann lagði þó aftur stund á verklega herþjónustu og hafði sérstakan áhugafyrir stórskotaliðsútbúnaði og stærðfræðilegri hernaðarstjórn yfirhöfuð. Þegar heimstyrjöldiu brauzt út 1914 var von Brauchitsch settur í Metz-kastala og bráðlega sýndi hann svo framúrskar- andi hæfileika, að hann var tekinn í herforingjaráðið. í allri styrjöldinni vann hann sem liðs-

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.