Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 7
H E T M I L I S B L A ÐI Ð 171 foringi í ráðinu og var gerður major í júlí 1918. Eftir stríðið liafði stjórnin mikil not af hinuin snjöllu skipulagshæfileikum hans. Arið 1928 varð hann deildarstjóri í landvarnaráðuneytinu og þá var leiðin opin að æðstu embættum hersins. Arið 1931 var hann gerður umsjónarmaður stórskotaliðsins. Þegar nazistar komust til valda 1933 og Blomherg varð landvarna- ráðherra, var Brauehitsch í sambandi við hið nýja skipulag hersins, gerður að fyr- irliða 1. herdeildar, sem frá því í gamla- daga hafði haft aðsetur í Königsberg. Hér hafði hann fyrirtaks færi á að kynna sér fyrirfram þá herferð til Pól- lands, sem hann stjórnar nú. Það var undir hans stjórn að byrjað var að gera vígin í Austur-Prússlandi árin 1933 —1935. Eins hefir hann nú síðustu daga stjórnað at- lögunni á hendur Pólverjum, samkvæmt þeirri reynzlu, sem hann þá ávann sér á þessum slóðum. Hann var ákafur forvígísmaður þeirrar hernaðarstefnu, sem gerði Þýzkaland jafn- vel á friðartímum að hreyfaniegum her- húðum það er algerlega rangt að nokkur átök hafi orðið með honum og nazista- flokknum, en álit hans er eigi að síður, að hið þýzka landvarnarvald sé ríki í ríkinu, og t. d. nær verksvið Göhhels útbreiðslumálaráðherra ekki inn fyrir hlið hermannaskálanna. Að síðustu má fullyrða að von Brau- chitscli hefir framúrskarandi hernaðar- gáfur. Nú hefur hann fengið tækifæri til þess að sýna það á alvörustund. Takmark sitt hefir hann ákveðið í ræðu, sem hann flutti fyrir ungum þýzkum liðsforingum í Tannenbergí júlí síðastliðu- um. Hann aðvaraði þá Pólverja með hvössum orðum gegn *þeim misgripum, sem hermaður rekur naumast af sér með orðum*. Nú eru það vopnin sem tala. Pólland er 390 þús ferkílóm. að stærð. Tii sam- anburðar skal þess getið að án Austurrík- LÆKNISFERÐ SMÁSÁGÁ í L3ÓÐUM. Tileinkað hjónunum Jónasi lækni Kristjánssyni og i’rú Hansínu Benediktsdóttur, við líurtför þeirra úr Skagafirði haustið 1938. INNGAN GSORÐ. Ég keni og varpa vinarkveðju lilýrri á vegu ykkar, göfgu læknishjón. Ég veit, að aðrir velja myndir dýrri og vildi fegin liafa greypt þær skýrri, því ljóðið mitt er svipur einn hjá sjón. En gjarnan flyt ég kveðju mína og minna og inömmu — og þakka fyrir unnin störf. — Svo lifið heil. — Þið bafið nógu að sinna, því hrausta og sjúka alstaðar má finna, sem hafa fyrir leiðarljósin þörf. Með vinsamlegri kveðju. Höf. I. I haðstofunni litlu, þar lágt er undir súð og léleg veggjaklæðning, og fátt un myndaskrúð, í fátæklegri rekkju, við yl-lítinn arn, ein aðþrengd hnýpir móðir, með sárveikt kjöltubarn. »0, harnið mitt, þú svitnar og andar ótt og títt hve opnar skrælna varir og liörund bleikju-hvítt. þinn svipur verður daufur en augun undra skær, á enni standa dropar, og hjartað órótt slær«. »Þó fönnin liggi í sköflum og frostið híti kinn, þá fór hann pabbi í morgun að sækja læknirinn. Þó úti geysi hríðin svo ægilega dimm, þeir ættu að fara að koma, því senn er klukkan fimm. O, lífið mitt, þú titrar, og kveinkar, kippist til, nú kólnar litla hendin og fótinn skortir yl. Æ, Guð minn! Það er dauðinn, nú lokast — lokast hrá og litla hlessað hjartað er nærri hætt að slá«. II. Hófadynur heyrist, hnegg og spark og læti, upp er hrundið hurðu, hratt, og stappað fæti. Börn, sem hrygg í huga, hafa framrni kveðið, lirópa: »Hann er kominn, hans er ei lengur heðið« is og Bæheims er Þýzkaland 470 þús. fer.km. að stærð. Það hefir verið getið um Maginot-línu Póllands. Hvaða þýðingu hún hefir, getur enginn sagt í dag, ekki einu sinni þessir tveir menn, sem leiða nú saman heri sína, og njóta báðir trausts þjóða sinna.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.