Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 8
172 HEIMILISBLAÐIÐ Læknir börnin litur, lítt þó megi sinna, klappar kollum minnstu, kinkar létt til hinna. Hengir jakka og húfu, hvítt af freðna snjónura lætur vetti í vasa, varpar hlífðarskónum. Hljóður inn sér hraðar. »Hvernig ætli líði?« Móðurskelfing skilur, skín úr augum kvíði; sína eigin orku ei hún sparað hefur, enn að beru brjósti, barnið unga sefur. III. Læknirinn sér að logar und, leggur á barnsins höfuð yfir fer ennið bjarta, fmund- talar við móður stutta stund, styrkir og hressir veika lund' vekjandi von í hjarta. Læknisins hönd er hlý og stillt, hreyfir við sjúku æðaslags tímann telur. [barni milt, Brátt er á forna brík sér tylt, búið til lyf ogsmáglas fyll* verkið á vonum elur. Læknirinn segir: »Miss ei móð, máttug hönd stjórnar hér þó sé hart að lostið. [lífsins sjóð- Pabbi og systkin hlusta hljóð, hugfangin mamma barnshjartað er ei brcstið. [skilur ljóð Læknirinn skrifar Iínu á blað, ljúflega i éttir föður það hlýtt þrýstir hendi móður, veifar til barna, býst á stað, brátt verður autt og hrörlegi bærinn hljóður. [þögult hlað. IV. Nú eru börnin háttuð og sofnuð sætt og rótt, þau saman þétt sig kúra, þessa ömurlegu nótt. A bænum dynur hríðin og lemur gætt og glugga, það gefur inn um karmana rakakennd mugga. Nú vakir mamma alein, með veika barnið sitt, hún vefur það í teppi, sem er alla vega litt. »Ég gaf því áðan dropana úr glasinu sínu, þá gat það loksins sefast og hvílst í fangi mínu«. Hún getur ekki lagt það, því líðnr eigi vel. Hún Iítur fram til dyra. — »0, Guð minn! þér ég fel að vernda þá, sem úti í ófærðinni verjast og ötulir við hríðina og froststorminn berjast. Hún starir út í bláinn, og hugur líður hljótt til hennar, sem á manninn sinn úti þessa nótt. Hún vakir sjálfsagt líka, en veit ei hvert þeir náðu um vegleysur, er byljirnir fönn í sporin stráðu. Nú falla tár um hvarma, þá opnast augum sýn: Hve undraskært er Ijósið, sem gegnum myrkrið skín, það geislar út á veginn með svo voldugu bliki, að villtir finna leiðina og burtrýma hiki. V. I stofu, þar sem blómstur ilma, anga, og ýmiskonar myndir standa, hanga, þar munir eru rósadúkum reifðir, um rafljós kögrað flökta skuggar dreifðir, Þar situr kona, ein, og aftrar tárum, en yfirbragðið lýsir kvíða sárum. Hún getur ekki háttað, eins og hinar, því hugur kýs að bíða elskaðs vinar. Hún hlustar stund: »Mér heyrðist einhver kalla, — ég heyri gjálfur þungt að ströndu ialla«. Hún stendur upp og leggur hönd að hjarta: »0, himna Guð, ég skelf, — en vil ei kvarta«. Hún gengur út að glugga, lyftir tjöldum, en getur ekkert séð í byljum köldum; sem nelgd við gólf hún stendur þó og starir, og strýkur rúðu, ber að henni varir. »Ó Guð minn, Guð minn! Láttu veðri linna, og lít í náð til veikra baina þinna. — Þeir eru kannski um vegleysur að villast og verða úti. — — Lát þann kvíða ei fyllast. »0! Send þeim ljós, er lýsi veginn rétta, en lát mig eigi dauðans hörmung frétta Og gefðu honum styrk í starfi sínu, sem stendur næst, er kærstur hjarta iiiíiui. »Æ, Gefðu kraft, er lækna störfin kalla um langan veg, þó sjáist ei til fjalla, og veittu öruggt lið við líknar yerkin, Þar HÍ8 og dauða varla greinast merkin. »Ó faðir! Lát ei litla barnið deyja, en líkna þeim, er stríð við þrautir heyja, og sendu geisla gegn um myrkrið svarta að gleðja, styrkja, lækna kramið hjarta«. VI. Þá læknirinn kemur, er kyrrt um þar heima og konuna sólstafi farið að dreyma. Hún liggur á bekknum — en lyft hefir tjöldum, svo ljósflóðið streymir að smárúðum köldum, sem hún hefir þýtt upp með þrautseigju kjörum — með þolgóðri hendi og bænheitum vörum. Og þegar svo bóndinn í baðslofu gengur, er brunnið út kertið. — Hún vakir ei lengur, en hvílist og blundar með barnið í fangi. Á burtu er vonleysis-svipurinn strangi, en kominn í staðinn hinn kyrrláti friður, er kveðið fær bölsýni lífsþreytu niður. VII. Þeir sögðu báðir frá, að vegar villtir þeir verið hefðu, en rólegir og stilltir, pá brá í svip upp björtu ljósi og skæru, sem benti þeim, hve langt frá slóð þeir færu og lýsti, unz þeir leiðir réttar fundu — — þá lægði veðrið eftir litla stundu. Þeir sögðust bjarta hafa litið hendi, sem hélt á blysi, er Ijósstraum frá sér sendi. Þeim kom í hug — og kváðnst ei því gleyma, að konur þeirra flyttu bænir heima. — — Er göfgir hugir góðra vina mætast, slær geisla á braut, og dýrar vonir rætast, María Rögnvaldsdóttir,

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.