Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 9
HEIMILISBLAÐIÐ 173 V. SNÆVAR: FLÆ.BC3ÁN Já, hversdagsleg er sagan: Þau sátu hlið við hlið með sólarbros á vörum og hjartað fullt af gleði, þau ræddu margt og mikið, — um fegurð, ást og frið, og fínum orðum deildu sínu geði. Hann sat og greiddi band. Hún saumaði og hló. En samrunnin var hespan, eins og lífsins gáta. Með œskumannsins kappi hann endann til sín dró, en undan harða flækjan vildi ei láta. Og hespan rann í dróma, en mœrin hló og hló, unz handbrögð önnur sveinninn prúði reyndi: Með aðgœlinni varúð hann endann að sér dró. I ástúð mœrin hverja hreyfing greindi. Hvern spotta, sem hann greiddi, í harðan hnykil vatt, og lionum brá í gegnum lykkjur stríðar. Og báðum hló þeim liugur og geðið var svo glatt og glampi vonar lék um kinnar fríðar. Og hespan tók að greiðast og hnykillinn varð stór og hnúta og flœkjur greiddi lag og vitið. Og eftir nokkurn tíma á endanum svo fór, að alt var stafgreitt, — bandið hvergi slitið! Þú, ungi, glaði drengur, þú, æskuglaða mey, svo ættu lífsins flækjur helzt að greiðast: að hvergi slitni bandið og hnútur myndist ei, en harðar snurður megi jafnskjótt greiðast! 0*t «ixrewmw‘mttirt'«mvrtirt*Tri»rnnr i

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.