Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 10
174 HEIMILISBLAÐIÐ „Lyptið upp höfðum yðar!" Opinb. 14, 14—20. Við kveðjum nú eitt af hinum fegurstu. sumrum, sem yfir þetta land hefir liðið. Daglega berast fréttir um óvenjulega mikla og góða uppskeru. Tún og engi, garðar og jafnvel kornakrar hafa borið mikinn ávöxt. Og þegar uppskerutíminn kom saf naði þjóð- in liði sínu til að bjarga hinum miklu gjöf- um móðurmoldarinnar undan fargi. vetr- arins. En vegna tækni mannanna er heim- urinn nú orðinn svo HtilJ, að við vitum jafnsnemma um það, sem gerist í fjarlæg- um löndum, eins og það, sem hér á sér stað. Við vitum þá líka, að á meðan okkar þjóð notaði liðstyrk sinn til að bjarga verðmæt- um, þá söfnuðu aðrar þjóðir Iíðí — í sama tilgangi sögðu þær — en í okkar augum aðeins til þess, að leiða eyðilegging og hörm-. ungar yfir meðbræður sína. Pólland er í rústum, og ófriðarbálið log- ar enn. Og það er eitthvað svo geigvæn- legt við þetta stríð. Dag eftir dag er sagt frá ræðum þjóðaleiðtoganna, sem allir und- irstrika friðarvilja sinn og vonzku and- stæðinganna, eins og ekkert annað væri að gerast. Og þó höfum vijo á tilfinning- unni, að eitthvað hræðilegt sé að gerast. Á landamærum Þýzkalands og Frakklands er fórnað fé og mannslífum, en Rússland, sem verið hefir miðstöð hinnar ákveðnu guðleysisstarf semi undanfarinna ára skerð-. ir sjálfstæði hvers smáríkisins á fætur öðru — með »samningum«. Þannig er um- horfs á jörðinni nú, þegar hið undurfagra sumar kveður og veturinn gengur í garð. Uppskeran er mikil hvort heldur, sem lit- ið er á ávóxt moldarinnar, sem vegna veð- urblíðunnar náði svo miklum þroska, eða ávöxt syndarinnar, sem nú hefir náð svo voðalegum þroska. Og því miður er hugur alls þorra manna. svo bundinn við þessa jörð, að þeir sjá ekki annað en það, sem hún gefur þeim eða neit- ar þeim um. Pess vegna dvelja- menn nú á þessum tímamótum við þær framtíðarhorfur, sem blasa við mannlegu auga. Sumir segja sjálfsagt eins og ríkismað- urinn forðum: »Sál mín, þú hefir mikil auð- æfi geymd til. margra ára, hvíl þig nú, et og drekk og ver glöð«. Hinir munu þó^ vera fleiri,, sem með kvíða horfa fram á kom- andi tírna, af ótta við -að byrðarnar mum ekki reynast nægilega miklar. En til okkar berst kall Guðs: »Lyftið upp höfðum yðar því lausn yðar er í nánd«. Horfið upp til hans, sem er herra uppsker- unnar, og ef við ekki fáum séð það sem Jóhannes sá með líkamlegum augum, þá horfum á sýnina með augum trúarinnar og reynum að átta okkur á þeim boðslcap, sem hún flytur okkur frá hinum lifandi Guði. Á hvíta skýinu situr hann, sem er líkur mannssyni, frelsarinn, Drottinn Jes- ús Kristur. Meðan hann gekk um hér á jörðunni og gerði gott, þrýstu mennirnir þyrnikórónu að höfði hans, en nú ber hann kórónu þá, sem enginn fær frá honum tek- ið. »Hann er krýndur sigursveigum, sólin bl knar í haris glans«. Hann mun aftur birt- ast með mætti og mikilli dýrð, »þegar stundin er komin til að uppskera>« og »sáð- land jarðarinnar er ful.lþroskað«. Hann hef- ir nægan tíma, en þegar hans. tími er kom- inn, þá er ekki lengur um neinn frest að ræða. Bftir hverju bíðu<r Guð? Hann bíður þess að bæði hveitið og ill- gresið nái fullum þroska (Matt, 13, 30). Hveitið er söfnuður hans, sem í gegnum miklar þrengingar á að þroskast til upp- skerunnar. Kynslóðirnar, sem lifðu næst á undan okkur, sáu ekki neinar kristin- dómsofsóknir, en nú er það staðreynd, að margir — og það mitt í hinum menntaða, kristna, heimi — verða að líða þjáningar og dauða fyrir trú sína á Krist. Kristindómsofsóknirnar hafa enn ekki náð til okkar, en hatur og fyrirlitning á Guðs orði og þeim, sem vegna orðsins neita

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.