Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Page 11

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Page 11
HEIMILISBLAÐIÐ 175 að beyg-ja kné fyrir höfðingja heijnsins er þó ekki óþekkt hér. En illgresið á líka að ná fullum þroska og þó að Guð hafi ekki til þess sáð, þá er það þó eigi að síður á valdi hans að lokum. Líking.'n af vínþrúgunum er víðar í Guðs orði notuð um þá, sem óhlýðnast Guði, og Jóhannes sér hér í hræðilegri sýn, afdrif þeirra á hinum mikla. uppskerudegi. Það er óttalegt, að sjá mennina blind- aða. af syndinni, lifa í uppreisn gegn heil- lögum Guði. Þó getur verið ennþá óttalegra, að sjá ekki þessa alvarlegu staðreynd, en láta berast með straumnum á flótta frá augliti Guðs, því að lokum fær enginn und- an því komist, að mæta, fyrir dóms.tóli Drottins. Jóhannes sér, að engillinn, sem hefi'r vald yfir eldinum gefur fyrirskipun um, að bregða sigðinni, en hann sér líka, að samfara hinum mikla dómi Guðs, er úthellt blóði um gjörvalla jörðina. Engi,nn getur horft á þessa sýn og sagt: Þetta kemur mér ekki við. Ég er öruggur. Þessari sýn er ekki, heldur haldið að okk- ur til þess, að hræða okkur, heldur til þess, að við nemum staðar til að átta okkur á hvar við erum stödd. Upphaf fceðiingarliríðanna? Saga hinna fyrstu bræðra, sem lifðu á þessari jörð, er saga um bróðurmorð og síðan hefir ferill mannanna um jörðina, verið óslitinn blóðferill. En af öllu því blóði, sem úthellt hefir hefir verið á þessari jörð, er í Guðs augum dýrmætast. blóðið hans, sem af höndum syndugra manna þoldi krossdauðann á Golgata. Þvi það óttaleg- asta í augum Guðs er ekki, það, að menn- irnir deyja, heldur það ef þeir deyja í synd, án samfélags við hann, sem ann. þeim með öllum kærleika sínum. Þess vegna hlýtur sá dagur að koma, þegar mennirnir hafa fyllt mælj synda sinna. Þá er- uppskeru- tíminn kominn og hjnni spilltu uppskeru kastað í reiðivínþröng Guðs. Þetta er óskiljanlega óttalegt! Já, að vísu, en því óskiljanlegra er það náðarundur Guðs, að hann hefir varpað sínum eigin syni í rejðivínþröng sína, þeg- ar Jesús, gekk undir reiðidóm hins heilaga »utan við borgina« á Golgata. En þaðan rennur líkafc ætíð síðan lindin, sem ein get- ur hreinsað hjörtu þeirra, sem í trú á Krist þiggja náð Guðs, því blóð Jesú Krists Guðs sonar hreinsar oss af ajlri synd«. Hvílíkt undur kærleika Guðs! Ö, að við fengjum »þekkt hann og kraft upprisu hans, og samfélag písla ha.ns« (Fil. 3, 10). Þannig stöndum við nú á mjög alvarleg- um tímamótum. Margt er okkur hulið a.í því, sem fólgið er í skauti, nýbyrjaðs vetr- ar, en af því, sem við vitum, skulum við festa okkur þetta, í minni: Guð vakir yfir öllu því, sem gerist og langlyndi hans við synduga menn er enn ekki þrotið. Enn þá biður Jesús fyrir hinu ófrjósama tré, ef það skyldi bera ávöxt, »en verði það ekki, þá liöggur þú það upp«. Dómur Guðs hvílir yfir mönnunum og e. t. v. verður honum fullnægt áður en varir. En á rneðan náðartímjnn varir er tími fyrir söfnuð Guðs til að þakka fyrir gjaf- ir liðins tíma, og til að biðja og starfa. Og fyrir þá, sem standa fyrir utan, til að taka það sæti, sem frelsarinn hefjr fyrir- búið þeim í helgidómi sínum. Sumurin með birtu, sinni og yl dreifa mönnunum. Þá er einveran mörgum kær þegar daglegum störfum er lokið. En þegar veturijm kemur með kulda sinn og myrkur, þá hjúfra mennirnir sig hver að öðrum. Þá er þess vegna hentugur tírni til að sá hinu andlega sæði. Og það er víst, að á þeim vetrarkvöldum, sem Guð nú kann að gefa mönnunum, verður sáðmannsstarf- ið unnið. Enn sendir Guð út verkamenn sína til að sá. Ö, að vjð mættum vera í hópi þeirra, sem hann s.endir og sem með trúmennsku vinna verk hans. Því hinu illa sæði verður einnig sáð áfram.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.