Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 13
HEIMILISBLAÐIÐ 177 Frumsetning spekingsins Pyþógorusar og lærisveina lians var þar á móti sú, að sólin væri miðstöð alheimsins og jörðin gengi kringum hana. Nicetas og Heraklid kváðu jörðina vera miðstöðina en hugðu þó, að liún snerist um sjálfa sig og af því kæmi skipti dags og nætur og sömuleiðis það, að himin- hvelfingin með öllum sólstjörnunum sýnd- ist hverfast um jörðina, svo að stjörnurnar koma ýmist upp eða ganga undir. Philalaos stjörnufræðingur flutti jörðina úr miðju stjörnukerfis síns og kvað hana eigi aðeins snúast um sjálfa sig, heldur gengi hún líka kringum sólina á ári hverju, öllum óháð. — Út úr þessum margvíslegu og ruglings- legu hugmyndum fyrri kennara sinna fékk Kópernik efni í trausta og stórfelda byggingu — sólkerfið nýja, sem við hann er kent. Kerfi þetta setur hann fram í bók sinni á]latínu: De Orbium Cœlestium Revólutionibus, Libri VI. (Um göngu himinhnattanna). Að þessari bók vann hann á árunum 1507-1530. Niðurstaða Kóperniks var í fæstum orðum á þessa leið: Yztí himingeiminum er liimin sólstjarnanna, er allar standa kyrr. ar; þar iyrir innan liggja brautir jarð- stjarnanna 1 þessari röð: Satúrnus, Júpiter? Marz, jörðin (með tungli sínu), Venus og Merkúríus; í miðjunni stóð svo sólin hreyfingarlaus. — Öll himintunglin eru hnettir, enda er kúlan hin fullkomnasta mynd lilutanna. En honum skjátlaðist í því, að liann fylgdi liinum fornu spek- ingum í peirri ætlun, að brautir jarð- stjarnanna væru réttir kringir, af því að hringurinn væri fullkomnasta og eðli- legasta flatarmyndin, sökum þess að hún væri einföldust og aðrar inyndir væru eigi samboðnar stjörnunum, en kúla og hringur. Sömuleiðs fór hann villt í því, að það væri eigi sólin, sem réði hreyfingu (göngu) jarðstjarnanna. Kópernik frestaði árum saman að láta þessa bók sína koma fyrir almennings- sjónir. Lét hann sér vel líka, að því væri frestað, að skoðanir lians væri birtar al- menningi, því að liann vissi, að þar sem það væri sannindi, áður ókunn meðal vísindamanna, og með þeim mótmælti hann trúarsetningum þeirra tíma, sem þá voru í lieiðri hafðar, þá hlyti hann að verða illa úti. En þó lét hann undan þráheiðni vina sinna og lærisveina og og leyfði að bókin væri gefin út. En hann tók það til bragðs að tileinka bók- ina Páli páfa hinum III. til þess, eins og hann segir, að hann yrði eigi sakaður um, að hann væri að skjóta sér undan dómi upplýstra manna, og að vald hans heilagleika, ef hann samþykkti bókina, mætti vernda sig, frá liinni skaðlegu tönn rógburðar vondra manna. Bókin var prentuð í Niirnberg árið 1543 undir yfirsýn Rhetikusar, eins af læri- sveinum lians. En rétt í því er bókin var fullprentuð, tók Kópernik, sem verið hafði heilsuhraustur alla æfi skyndilega blóðsótt og varð samtímis lami hægra megin og missti minni og rænu. Hann tórði þó um hríð og á dánardegi hans, fám stundum fyrir andlátið, sendi Rhe- tikus honum prentað eintak af bókinni. Hann fór liöndum um hókina og virtist ráða hvað það væri; en er hann hafði virt hana fyrir sér litla stund, féll hann í dá, er endaði með dauða hans, 24. maí 1543. Leiði hans var ekki að neinu greint frá leiðum annara kanoka í Frauenburg þá í svipinn, en árið 1584 lét Cranmer biskup skreyta leiðið með áletrun á latínu. En sjálfur setti hann sér þetta grafletur: *Ég bið ekki um þá miklu náð, sem Páli var veitt né þá fyrirgefningu, sem Pétur öðlaðist, en ég sárhið um náðina, sem þú veittir ræningjanum á krossinum*. En það var aldrei sett. Þessi grafskrift var vissulega í anda þessa mikilmennis. Það er að minsta kosti víst að hann vildi gera Guð dýrðlegan með vísindum sínum með því að benda

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.