Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 14
178 HEIMILISBLAÐIÐ RSNESKATEPPIÐ SÁGÁ EFTIR KESTON CLARK Ég hefi þá sannfæringu, að enginn ætti að hafa viðskifti við konur. Sé maður heiðarlegur gagnvart konu, féflettir hún, en sé reynt að beita hana brögðum, kem- ur hún svo heiðarlega fram, að afleiðing- in verður féfletting eftir sem áður. Til að sanna þessa fullyrðingu ætla ég að segja frá viðskiftum tveggja vina minna- Þeir hafa áreiðanlega ekkert á móti því, að ég segi frá atburðunum, því að nú sitja þeir og teygja lopann í öðrum til- gangi. Þetta voru raunar skrambi eniðug viðskifti, svo að segja heiðarleg. En nú hefst frásögnin. Frú Milford var gift kona, með kringl- ótt og brosleitt andlit. Hún bjó á Villa- vej, Akasiugötu, einhversstaðar í London. Einn góðan veðurdag stóð hún í dag- stofunni sinni horfði á gólfteppið og hristi höfuðið. »Þaðerákveðið», andvarpaði hún, »þess- um andstyggilega blekbletti næ ég aldrei burtu. Raunar er það orðið svo gauð- slitið, að naumast er hægt að vera þekkt- ur fyrir að nota það lengur. Ég þarf að útvega mér annað nýtt«. Nokkrum stundum síðar sama daginn var hringt við aðaldyrnar. Frú Milford lauk upp. TJti fyrir stóð hár maður brúnn á hör- und. Hann hafði túrban á höfði og bar eitthvað þykkt og þungt j fellingum á handleggjunum. »Ég vil ekkert kaupa«, sagði frú Mil- ford. •Já, en frú — —« »Eg kaupi aldrei af fólki sem flakkar á milli húsa«. Dökkleiti maðurinn rétti sig upp lítið eitt móðgaður. »Ég er ekki venjulegur sölumaður«, sagði bann virðulega. »Ég er Persi og sel dýrmætar ábreiður fyrir litið verð. Lofið mér að sýna yður«. Við orðið ábreiður fór frú Milford að sperra eyrun. Hún horfði á, þegar Pers- inn rakti sundur teppið sitt og lagði það að fótum hennar. Teppið var ekki sérlega stórt, en það var þykkt og aðalliturinn var dökk pur- puragulur. Inn í það var ofið á leyndardómsfullan mannkyninu á stórvirki hins almáttuga og algóða Guðs. Hann segir það sjálfur og bætir svo við þessum orðum: »Hver mun eigi er hann íhugar hið dýrðlega skipulag alheimsbyggingarinnar, sem guðdómleg speki stjórnar, leiðast til að dásama hinn almáttuga byggingar- meistara alheimsins, hann, sem hin æðsta sæla er í fólgin og alt það, sem gott er, fullkomnast í. Því að ekki mundi sálma- skáldið, innblásinn af Guði, segja hugs- unarlítið: »Eg fagna yfir handaverkum þínum (Sálm. 92, 56), ef vér ekki fyrir þau bærumst eins og á vængjum upp á við til að hugleiða hin æðstu gæði«. Þetta getur enginn sagt, nema sá, sem í lotningu lyftir augum sínum upp til Guðs. 011 hin gömlu kerfi stjörnufræðing- anna féllu úr gildi, er kerfi Kóperniks kom fram. En ekki fann það þó náð fyrir augum páfa. Árið 1822 var Koper- nik reistur minnisvarði með þessari til- hlýðilegu áletrun á latínu: »Sta sol, ne moveare!« (Sól, stattu kyrr!) * og annar minnisvarði í Thorn 1853. Al- bert Torvaldsen gerði stórfelda höggmynd af honum (1829) sem stendur í Kasimir- höllinni í Farsjava, höfuðborg Póllands. Pólverjar telja Kópernik til sona sinna, þeirra sem frægastir eru.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.