Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 15

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 15
HEIMILISBLAÐIÐ 179 hátt austurlenzkum skrautvefnaði; páfugl- um, slöngum og kynlegum blómum. •Þetta er alveg dásamleg ábreiða, það finnst ekkeit svipað í allri Persíu, já, tæpast í öllum heimi«. >Hvað kostar það?» • Hundrað krónur*. Frú Milford andvarpaði. Hundrað krónur voru miklir peningar. En teppið var hið yndislegasta, sem hún liafði séð. Henni datt í hug slitna teppið í dag- stofunni, því átti að fleygja vegna blek- klessunnar. »Eg tek það inn fyrir, til þess að sjá hvernig það fer á gólfinu», sagði hún. Persinn brosti og hneigði sig. Þegar frúin kom fram aftur, þá hafði hún teppið ekki með, heldur hundrað krónur í höndunum. Dökkleiti maðurinn sýndi tennur sínar í breiðu brosi. • Þökk göfuga frú«, sagði hann. »Verið þér sælar«. »Sælir«, sagði frú Milford. Svo lokaði hún dyrunum gekk inn og horfði með ánægju á nýju ábreiðuna. Hún tók gamla teppið burt, en breiddi hitt út. Það skartaði skínandi vel. Naumast hafði hún lokið þessu, fyrr en hringt var aftur. Það var nú hringing sem um munaði. Hún gekk til dyra. Henni til undrunar stóð þar annar Austurlandamaður. Haun var móður, eins og hann hefði hlaupið. Hann var heldur hærri en sá fyrri og villtari útlits. 1 túrbaninum hans var silf- urstjarna. »Frú,« hvæsti liann, »ég bið auðmjúk- lega afsökunar, en hefir ekki verið hér einn samlanda minna hjá yður að selja ábreiðu?« Frú Milford starði á hann. »Jú, raunar,ég keypti af honum teppi. Hví spyrjið þér«. Útlendingurinn lokaði augunum og skjögraði, eins og hann væri að detta, svo brosti hann sigri hrósandi. • Loksins, loksins«, andvarpaði hann. svo opnaði hann augun og leit biðjandi á konuna. >Frú, ég grátbið yður, Allah, leyfið mér að sjá teppið*. Frúnni þótti þetta vera kynleg bæn, en hún sá að maðurinn var æstur. Það var erfitt að segja nei. Hún gekk á undan inn 1 dagstofuna, en maðurinn á eftir. Þegar hann sá teppið, rak hann upp óp og féll á kué í nánd við það. I nokkrar sekúndur var muldur hans óskiljanlegt. svo brosti hann glaðlega til frú Milford. »Já frú* sagði hann, það er þessi ábreiða, um það er enginn efi. 1 tuttugu ár hefi ég leitað þess. Það er teppi Shah-ízrah«. Gleði og hrifning mannsins var átakan- leg, en frúin skildi raunar ekki, hvað hann talaði um. En allt í einu hóf hann röddina með ógurlegum krafti. »Vei, hinum ógæfusömu, sem hafa numið þessa ábreiðu brott úr musterinu og svívirt heilaga staði«. »Hvað eigið þér við, er teppið stolið?« spurði frúin. Persinn settist á gólfið, og gaf merki með hinni mögru, dökkleitu hönd sinni. »HIustið á frú, þá skal ég segja yður söguna uin ábreiðu Shah Izrah«. Frú Milford settist á stól og hlustaði. Persinn sagði frá: • Fyrir mörgum árum var í borginni Bagdad soldán, sem hét Suleimann hinn svarti. Hann var auðugur og voldugur. Salirnir í höll hans voru fullir dýrgripa frá öllum löndum heims. I kistum hans var gull og fílabein. Lé- barðar rumdu í garði hans. En Suleiman svarti átti einn dýrgrip sem hann mat öllu meira. Það var hin unga og fagra stúlka Zenara, sem bjó í kvennabúri hans. Frú Milford grunaði nú hina raunveru- legu sögu, sem nú myndi koma. Hún starði á mannin með eftirvæntingu. Og hann hélt áfram. »í höll soldáns var ungur og glæsilegur maður Ali Abdul að

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.