Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Qupperneq 16

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Qupperneq 16
180 HEIMILISBLAÐIÐ nafni. Hann óf ábreiður. Og þrátt fyrir árvekni varðanna, sem gættu Zenara fór svo, að AIi Abdul fékk að sjá kana. Þau urðu strax ástfangin bvort í öðru. En hamingja þeirra varð skammlíf, því að leyndarmála var illa gætt í höll Suleimans. Að viku liðinni var Ali Abdul og Zenara dregin fram fyrir soldáninn. Þau féllu á kné fyrir honum. Zenara grét, Ali bað. Soldáninn hlustaði á þau bæði. Hann hugsaði sig um. Svo brosti hann og sagði: »Ég vil setja þér kosti Ali Abdul. Þú skalt vefa lianda mér framúrskarandi fagurt teppi. Það skal taka fram öllu öðru 1 ríki mínu. Getir þú gjört þetta, skaltu fáZenara«. Persinn leit nú á frú Milford, eins og hann væri að hugsa sig um hvort hann ætti að segja meira. »Haldið þér áffam«, sagði hún áköf. »f þrjú ár vann Ali Abdul að teppinu. Alla fegurstu drauma sína óf hann í það Loks var því lokið. Enginn hafði séð neitt þvílíkt jafnvel ekki í Persíu, sem þó er fremra öllum löndum í teppavefnaði. Hinar fegurstu myndir, páfuglaslöngur og austurlenzk blóm voru ofin á listræn- an hátt í fagurgult efni*. »Fagurgult«, endurtók frúin undrandi. »Fagurgult«, sagði Persinn um leið og hann leit á purpurarauða teppið, sem var breitt út við fætur hans. »Dag nokkurn kom Ali inn til Soldáns með teppið. Suleiman leit á það og brosti. »Fögur vinna, Ali«, sagði hann, »krjúptu á kné, og þú munt fá laun þín«, Ali kraup í auðsveipni niður á teppið. Nú bjóst hann við að mega faðma Zenara að sér. En Suleiman svarti gaf merki. Vörð- ur með bogsverð læddist fram. Augna- bliki síðar valt höfuð Ali yfir tiglum skreytta gólfið í höllinni*. Frú Milford rak upp lágt hræðsluóp, þegar hún lieyrði þetta. »Á næsta augnabliki lá annað Jík við lilið Alis*, hélt austurlandamaðurinn á- fram miskunarlaust. Zenara hafði falið sig bak við súlu og séð alt saman. Nú tók hún gimsteinum settann rýting og rak liann í hjartastað. Heiðraða frú, horfið á teppið. Rauði liturinn er blóð, hjartablóð Alis og Zen- ara hinnar fögru». Persinn hreyfði sig, eins og fyrir ofur- magni sorgarinnar. • Mörgum árum seinna,« hélt hann á- fram, »var teppið flutt í Moské Shah-Iz- rah. Þaðan var því stolið. Nú eru tutt- ugu ár síðan. Heiðraða frú, ég ætla ekki að hræða yður, en ég verð að segja yður, að yfij þessu teppi hvílir bölvun, tvöföld bölvun. Og sú bölvun hittir hvern, sem stígur fæti sínum á hið rauða gólfteppi Shah-Izrah. Nokkru síðar sátu báðir austurlanda- mennirnir í krá nokkurri í útjaðri Lund- únaborgar. Böggull lá á gólfinu við fæt- ur annars þeirra. Þeir töluðu saman, og af ýmsu var unz að heyra, að ef þeir voru frá austri, var það hæzta lagi frá austurhluta Lund- únaborgar. »Heyrðu, lagsi«, sagði annar þeirra •Þetta var svei mér vel af sér vikið, al- veg dásamlega sniðugt, þú liefðir átt að sjá, hvernig liún svelgdi í sig lygasöguna mína. Hún gleypti hana með húð og hári. Eg þurfti ekki einu sinni að biðja um teppið. Hún bjó um það sjálf, svo að eg gæti tekið það með«. »Eg var nú viss um, að þetta gat ekki brugðist. Teppið var áreiðanlega tvö liundruð króna virði, svo að hver ein- asta kerling er reiðubúin að borga það með hundrað krónum. En drekktu nú í hotn, Alfred, við getum notað bragðið tvisvar ennþá á þessum degi« • Bíddu dálítið«, sagði Alfred, »eg held þú ættir að taka blaðið utan af. Það er miklu glæsilegra að hafa það i fellingum yfir arminum«. Jæja, vel getur verið að tvöföld bölv- un hafi hvílt á teppi Shah-Izrah, en sú Framhald á síðu 198

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.