Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 17

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 17
HEIMILISBLAÐIÐ 181 Hugleiðingar á ferðalagi Eftir Einar Sigurfinneson Vorið 3939 ferðaðist ég frá ]ðu í Biskupatung- um vestur að Breiðabólsstað á Skógaströnd, alla leið á hestum. Veður fékk ég gott, og gott næði er á slíku ferðalagi til að virða fyrir sér lands- lagið, sem er mjög margbreytt og víða mjög fag- urt. Eftirfarandi stef urðu til 1 þessari ferð. I. Að heiman. Eg legg af stað í langa ferð, ¦þót-t lítt sé kunnug braut. Eg bið þig faðir, fylg þú mér, og forða vanda' og þraut. Ég bið þig vísa veginn mér og vernda slysum frá og ieiða aftur heilan heim; þig, herra, treysti' ég á. Séð til Þingvalla. Hrauns af breiðri bungu er bjarta í vesturátt; Hugur hrærir tungu, hví er allt svo blátt? Mun himinblámann bjarta svo binda vatnsins djúp, að landsins helga hjarta fær hulist slíkum hjúp. Ég horfi' á háu fjöllin halda tryggan vörð, þar lágan lít ég völlinn og Lögbergs grýttan svörð, þar sé ég fossinn falla með flaum í djúpa gjá vijS bjargsins breiða stalla, þar birtist Öxará. Blaðrík bjórkin fríða á brunahraunum grær. I gjánum lækir líða og lindin spegiltær. Hamraveggir háir íxí helgu binda vé. Hér eitt og annað tjáir auðlegð hulin sé. I kvelclsins kyrrð og næði, á kreiki er vætta fjöld. Ég heyri fornhelg fræði, og fágæt lít ég tjöld Sjást hér sveitir glæstar sækja' að allt um kring, heyrast raddir hæstar, er helgar goðinn þing. Hér háðu drengir dóma og dáðverk unnu merk og hryggðar heyri' ég óma um harmleiks unnin verk; þannig skin og skuggar skiftast heimi í, eitt grætir, annað huggar, æ skulum gæta' að því. Á Leggjabrjót. Leiður er Leggjabrjótur, langt mun enn byggða til, Klungur og klettagjótur, kann ég vart greina skil á því hvar leiðin hggur, þó ljós sé júlínótt. Fákurinn fetar tryggur, fimur, með geðið rótt. Þoka á tindum tefur, tign þeirra dylja fer. Blíðviðrið blessað gefur bikar unaðar mér. Fjallveg ógreiðan fer ég, fylgir mér Drottinn kær, einn í óbyggðum er ég inni, og vinum f jær. I Botnsdal. Allt af ný opnast skörðin, ailt af er nýtt að sjá. Nú sé í fagran fjörðinn,*) fénað og býlj smá. *) Hvalfjörður.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.