Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Page 17

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Page 17
HETtaILISBLAÐIÐ 181 Hugleiðingar á ferðalagi Eftir E i n a r Voi'i.ð 3939 ferðaðist ég frá ]ðu í Biskupstung- um vestur að Breiðabólsstað á Skógaströnd, alla leið á hestum. Veður félck ég gott, og gott næði er á slíku ferðalagi til að virða fyrir sér lands- lagið, sen- er mjög margbreytt og víða mjög fag- urt. Eftirfarandi stef urðu til í þessari ferð. I. Ao heiman. Eg legg af stað í langa ferð, þútt lítt sé kunnug braut. Eg bið þig faðir, fylg þú mér, og forða vanda’ og þraut. Ég bið þig vísa veginn mér og vernda slysum frá og leiða aftur heilan heim; þig, herra, treysti’ ég á. .Seð til Þingvalla. Hrauns af breiðri bungu er bjarta í vesturátt; Hugur hrærir tungu, hví er allt svo blátt? Mun himinblámann bjarta svo binda vatnsins djúp, að landsins helga hjarta fær hulist slíkum hjúp. Eg horfi’ á háu fjöllin halda tryggan vörð, þar lágan lít ég völjinn og Lögbergs grýttan svörð, þar sé ég fossinn falla með flaum í djúpa gjá vjð bjargsins breiða stalla, þar birtist öxará. Blaðrík björkin fríða á brunahraunum grær. I gjánum lækir líða, og lindin spegiltær. Hamraveggir háir fn helgu binda vé. Hér eitt og annað tjáir auðlegð hulin sé. Sigurfinnsson I kveldsins kyrrð og næði, á kreiki er vætta fjöld. Ég heyri fornhelg fræði, og fágæt lít ég tjöld Sjást hér sveitir glæstar sækja’ að allt um kring, heyrast raddir hæstar, er helgar goðinn þing. Hér háðu drengir dóma og dáðverk unnu merk og hryggðar heyri’ ég óma um harmleiks unnin verk; þannig skin og skuggar skiftast heimi í, eitt grætir, annað huggar, æ skulum gæta’ að því. Á Leggjabrját. Leiður er Leggjabrjótur, langt mun enn byggða til, Klungur og klettagjótur, kann ég vart greina skil á því hvar leiðin liggur, þó ljós sé júlínótt. Fákurinn fetar tryggur, fimur, með geðið rótt. Þoka á tindum tefur, tign þeij’ra dylja fer. Blíðviðrið blessað gefur bikar unaðar mér. Fjallveg ógreiðan fer ég, fylgir mér Di’ottinn kær, einn í óbyggðum er ég inni. og vinum fjær. 1 Botnsdal. Allt. af ný opnast skörðin, ailt af er nýtt að sjá. Nú sé í fagran fjörðinn,*) fénao og býli smá. *) Hvalfjörður.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.