Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 18
182 HEIMILISBLAÐIÐ Hestarnir hvíld sér taka hvarnmi grösugum í, sjálfur þó vil ég va,ka, vornótt er björt og hlý. Hvalfjarðarströnd. Skammt er milh fjöru' og fjalls, feikna hárra tinda, skýr eru merki, skriðufalls og skarpra hvirfilvinda. Þarna s,é ég Þyril-tind þungan yfir bránum endurskín hans ógna mynd út í lygnum sjánum. Vi,ð Geirshóim myndin geymist sterk u;m, gæfutjónið sona, og eitt hið mesta afreksverk, sem unnið hefii* kona.* ) Hjá Ferstiklu og Saturbœ. Þarna lifði og ljóðin, söng lands vors æðsti prestur, þó kytran væri köld og þröng, kvekiin stundum dimm og löng, lífsins sá er leifturvi,tinn beztur. / Skorradal. Brattir hálsar, bra.utin hörð, beizla- þreyta -valjnn. Eygló skín á skógarbörð og Skorra- fagran -ddlinn. Hvammar, bæij, björkin fín, brekkur og tindar fjallsins. I vatnsfleti endurskín auður bg fegurð dalsins. Hvanneyri. Hvanneyri með hallir glæstar, héraðsprýði. Hraustir sveinar, svásar hrundir, sækja þangað kennslustundir. Þar er kennt og þar eru numin þarfleg þar skal efla þrótt til þarfa, [fræði, og þrek til mestu heillastarfa. *) Sjá Harðar sögu og Hólmverja. Hér eru mörg og blómleg býli á báðar Hvítá vökvar enn þá engin, . [hendur, afla gefur sumum fenginn. Horfx' ég yf ir breiða byggð og blómgar blikar sól á Borgarfjörðinn, [grundir, björt á svip er fósturjörðin. Hvítárbrú. Mikla brú, á bogum háum, byggð úr malarkornum sraáum. Kraftinn ha,nda og hugvits merki hér má sjá í unnu verki, Þannig tengist sveit við sveit, sameining hvern prýði reit. Borg á Mýrum. Hér bar forðum lík að landi, letrar þar um fræða-blað. Mun ei Kveldúlfs enn þá andi, yfir svífa þessum stað. Heyri' ég sagna hljóminn sterka og hetjusöng um Mýra-torg. Ekki sljór til vígs né verka var sá, fyrst er reisti Borg. Skallagríms ei, skáli lengur skín við sól í þessum reit; margur hefir djarfur drengur dáðir unnið hér um sveit. Enn þá Egils lifa ljóðin, lifir þjóðarsálin sterk. Enn vér eigum sagnasjóðinn, sígild lifa afreksverk. Vestur Mýrar. Fákar renna beina braut um brak og stararflóa, bjarkarhöllin,, blómga laut, belti, kletta, móa. Ár og lækir liðast hér, liprum undir brúnum, báðum megin braut við er bær með slegnum túnum.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.