Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 20
184 HEIMILISBLAÐIÐ Huga hvílir, hressing lér ■ heióa blíði svalinn; loks á enda leiðin er Lundarreykjadalinn. A »Uxahryggjvm«. I óbyggðum mín liggur leið um sinn, ieikur fjallablærinn mér um kiyin, það er svo ljúft í helgum heiðasal, að hugsa í næði, skoða hæð og dal. Það er svo ljúft að hjala hestinn við, að heyra náttúrunnar þögn og klið, að sjá í fjarska heiðarvötnin hrei,n, háa tinda, mosavaxinn stein. Séð austur af. . Allt af lit og lögun breytir, land með heiðardal og tind. Yzt í norðri Okið skreytir aftangeislans tignarlind. 1 austri milli hnjúka og heiða hug og auga mynd er sýnd, þar er hraunabungan. breiða*) x böðuð ljóma, snævi krýnd. Hann, sem fögur kveða kunni, kraftaljóð á fyrri öld verður í huga mér og munni mjög, er sé ég þenna skjöld. Vakti ljóðið tungutama, traust og ást. á þjóðarhörg, umgjörðin er enn hin sama, Ármannsfeil og Hrafnabjörg. Mörg eru sporin myrkri falin, margir fóru þessa leið, kappar riðu Kaldadalinn, knáir hestar runnu skeið. Fákar vilja fegnir drekka, fjallalind við brattan stig, hér er grösug Biskupsbrekka, bezt mun vera að hvíla sig. Við Biskupsbrekku. Mér gefur sýn í löngu, liðna tíö, lít ég trúarhetju dauðastríð, mér finnst, ég heyra bænaorðin bljúg, en björt er heimvon fyrir náð og trú. Yfir beðnurn bjartur geisli skín, bjart er kringum nafnið Vídalín, enn þá lifa. leifturskeytin hans, landsins kirkju, mesta ræðumanns. Á TröUahálsi Tölt er niður Tröilaháls, tekin eru sporin frjáls, styttist leið ti.l byggða brátt, blæs all-hvasst af norðanátt, Ömurleg er auðnin hér, ekkert líf né gróður er, ekkert grasstrá, engi„ lind, állt er sandur, dauðans mynd. Lifnar hugur, lýkur raun lít ég skógi vaxið hraun, iít ég hús og »helgan völl«, Hengilinn og Grafnmgsfjöil. Á Þingvöllum. Ég hvíli mig á helgum reit, og horfi allt, um kring, ég sé í anda sagnaspjald, ég sé ið forna þing. Ég sé hér Geitskó ganga um og gæta mörgu að, og eftir glögga athugun, hér eignast þingfð stað. Ég heyri Olfljót lesa lög, og lögin gildi fá, og þar með stofnað þjóðfélag, er þroska skyldi ná. Ég heyri segja sæmdar þul*), er sjónmið urðu tvenn: »Með lögum byggja land vort skal« — það lögmál gifdir enn. *) Skjaldbreiður. *) Njáll.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.