Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Qupperneq 21

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Qupperneq 21
HBIMILISBLAÐIÐ 185 Þorgeir hér á staðnum stóð, er stórmálið var rætt hann mælti, loks: »Sé lögum skipt, er líka friðnum hætt«. Og lýðurinn við trúnni tók og tryggði friðarhnoss, og yfir rústum hörgs og hofs var helgur reistur kross. Hérna eflist þor og þrek og þroski í hug og sál — hingað þjóðin legg'i leið ef leysa’ á vandamál. Söm er enn, þá vatnsins vídd og virkisbjörgin há, svipur lands er samur enn og' söm er Hrafnagjá. Á Heiðarbrún. Hér af brúnum heiða háum hugur sjón til austurs ber. Þar skarta fjöll í feldi bláum og flest eru þau, kunnug mér; þar sér í fjarska á »skalla« skína und skýjaslæðu jökulsvell, þar sé ég heimahaga mína, rnitt. háa, kæra Vörðufell. Áð á Laugarclalsvöllum. Hér er slétt og grösug gruna, gott að æja litla stund, tindar halda um völljnn vörð, vörð um gróðurríkan svörð. Allt er vafið unaðs ró, öllu nóttin hvíldir bjó; grösugri í gTÓðurlaut gjarða-valur hvíldar naut. AUt er kyrrt og allt er hljótt, yndislega sumarnótt, aftanroðans bjarta blys bráðum kyssir sólar-ris. Laugardalur. I bjarkahlíða svásum sal sér nú yfir Laugardal, skín, á vötnin víð og tær, vellir, hlíð og engi, grær. Þarna gnæfir höll, ein hátt við hlýjan reit mót sólar-átt, tengir handa- og hugar-bands, héraðsskóli Suðurlands. Hingað sæki æskan ör aukna þekking, kraft og fjör, læri, að meta manndóms þrek meir en fánýt tízkubrek. Sveitin mín. »Blessuð sértu, sveitin mín«, sveipuð árdags geislaljóma; fögur eru fjöllin þín, — fegurð þína margir róma. Unaðsrei.ti áttu bjarta, ást ! hverju barns bíns hjarta. Þú átt heiðar, hnjúk og tind, háa fossa’ í þröngum giljum, þú átt víða varma lind og víða fisk í djúpum hyljum, þú átt forna frægðar-staði, og fjölþætt efni’ á sagnablaði, Biskupstungur, bjarta sveit, blessuð sólin við þér skíni; sérhvert barn þitt, bæ og reit, blessun Guðs og náðin krýni. Eflist trú og drengskaps dáðin, dafni kærleiks dýrsta náðin. Heim. Heim! 0, heim! hve hjartað fagnar mitt, Heim! ó, heim! Ég lofa nafnið þitt, sem leiddir mig um langa, farna, braut, og lézt ei mæta villu, slys né þraut. Af öllu góðu er allra bezt þó heima. En elsku Guðs má sízt af öllu gleyma. Einar Sigurfinnsson.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.