Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Side 22

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Side 22
186 HEIMILISBLAÐIÐ Jóladagur á Hnetubú§pre§t§§eíri Efiir TVikoIaj 18 ára(Próf. Henrik Sharling) Hún varð auðvitað borðkonan mín. Við annað borð, dálítið frá okkur, sátu þau Gamli oa Emma og Korpus. Júris og And- * rea Margrét. En nú öfundaði ég þá ekki lengur, því að ég hafði fengið mér borð- konu, sem var miklu betri en bæði Emma og Andrea Margrét, því að hún gat kapp- rætt hvert mál sem var, en það gátu þær ekki. Andrea Margrét reyndi sem mest, að koma sér hjá kappræðum og Emma kapp- ræddi með allt of mikilli alvöru og aðeins til að komast að ^annleikanum í hverju einu. Mér var alveg sama, hvort ég hafði rétt mál eða rangt að verja. Ég kappræddi aðeins ti.I að kappræða. Og sú Ijós-bláeyga kappræddi nærri því betur en ég; en þeg- ar á allt er litið var það ekkert óeðlilegt, því að á meðan hún talaði, horfði ég allt af í augu hennar, og svo gleymdi ég alveg því, sem ég hafði ætlað að segja, þangað til hún þagnaði; þá var ég' neyddur til að segja eitthvað, aðeins til að heyra hana tala aftur. Og svona héldum við áfram, þangað til ég tók eftir því allt í einu, að allir í kringum okkur voru þagnaðir, og við vorum þau einu, sem mösuðum. Ég sneri mér við og sá, að Korpus Júris var stað- inn upp og ætlaði að fara aö halda ræðu. Ég varð ákaflega smeykur við þessa sjón, því að ég hafði aldrei fyrr heyrt Korpus Júris halda ræðu. Og ég þekki ekkert öm- urlegra en það, þegar einh\rer ætlar að fara að haida. ræðu og allt hleypur í baklás fyr- ir honum, þegar minnst varir. Ég varð reglulega, feiminn hans vegna. og mig lang- aði helzt til að skríða undir minn eigin stól og fela mig. Og svo þegar það bætist við, að sá, sem talar, er minn eigin bróðir; og svo þegar hún snýr sér að mér og spyr: »Hvaða vesalings aumingi er þetta?« — að þurfa þá að svara: »í>að er bróðir minn!« — Það er voðalegt. Og mér sýndist ekki betur, en Korpus Júris ætlaði að hætta við ræðuna, áður en hann byrjaði, því hann hvarflaði augunum feimnislega allt um kring, eins og hann væri að leita að ein- hverju — • og sjáðu, hvernig hann kreistir hendina utan um handdúkinn sinn, eins og maður, sem er að drukkna, grípur eftir hálmstrái. Og þó — ég held það ætli að lagast, því nú lyftir hann höfðinu djarfmannlega og horfir hvasst og einbeitt á prestinn, sem stendur í dyrunum; svo byrjar hann með rólegri og ákveðinni rödd. Og öll hræðsla og angist hvarf mér á svipstundu, því að á fyrstu orðunum heyrði ég strax, að hann myndi ekki láta standa. í séf. Og það fór svo, sem mig grunaði: Korp- us Júris hélt ágæta ræðu um húsálfa og náttúruanda, sem sækti oft að híbýlum mannanna. Þetta væri í raun og veru beztu verur, eí vel væri tekið á móti þeim af hús- bændunum. En, þar á móti, ef húsbænd- urnir vildi úthýsa þeim, þá væru þeir vísir til alls liins versta ■— til að hefna sín. Um Jycer viðtökur ætlaði hann ekki að tala — j það kæmi ekki þessu máli við; heldur ætl- aði hann að taia um þá staði, þar sem vel væri tekið á móti þeim, eins og t. d. á þes.su heimili, sem við öll værum stödd á. Hér hefðu hinar góðu verur sannarlega tekið séi- bólfestu. Það sýndi meðal svo margs ann- ars allur heimilisbragur á þessu prestsetri; og engir myndu þeir vera, sem eitthvað þekktu hér til, að þeir hefðu eigi notið ein- hvers góðs frá heimilinu. Og hann endaði ræðu sína á þessa leið: »En sá sem hefir tekið á móti rniklu honum ber líka skylda til þess, að þakka fyrir mikið; og þess vegna leyfi ég mér að nota tækifærið til þess, í nafni allra þeirra, sem eru samankomnir hér, að þakka hinum ágæta presti og hans elskuleg'u eiginkonu fyrir það, að þau út- hýstu ekki álfunum og náttúruöndunum, heldur veittu þeim hér griðastað og fylgdu

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.