Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 23

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 23
HEIMILISBLAÐIÐ 187 kalli þeirra til alls, sem var gott og heiðar- legt«. Fagnaðaróp kváðu, við um allan salinn og þökkuðu Korpus Júris fyrir hina ágætu ræðu. Ég var bara hissa, á því, að hann skyldi ekk: minnast dætranna með einu orði, jafnframt foreldrunum. Það hefði ég. gert. En það gerði Korpus Júris nú ekki, hefir hann sjálfur bezt vi,tað hvers vegna. »Hver var það, sem hélt þessa ágætu ræðu?« spurði sú ljós-bláeyga. »Það var bróðir minn!« sagði ég og hjarta mitt hoppaði af gleði — allar gamlar vær- ingar voru gleymdar og ég hefði getað vað- ið eld fyrir hann, hefði þess þurft. »Ég hafði ekki hugmynd um, að þér ættuð bróður; þér verðið að kynna okkur«. »Já, sjálfsagt«, svaraði ég. Og ég stóð upp um leið, til að framkvæma það, þvi að það var sjálfsagt, að hún kynntist vænt- anlegum mági sínum sem allra fyrst. Og svo vissi ég, að Korpus Júris var nú í essinu ?ínu, og hann myndi koma fram gagnvart borðkonu minni, eins og kurteis- um ög heimsvönum manni ber aö gera. Þegar ég kom til hans, var hann að klingja glasi við Andreu Margréti. Hann var kaf- rjóður í fráman-og eldur brann úr a.ug- um hans. »Friðri,k!« sagði ég. »Borðkonu mína langar ti.l að þú sért kyntur fyrir henni«. Korpus Júris glápti á 'mig, eins og hann vaknaði af draumi. »0 — það getur beðið þangað tij seinna«. »Er það nú svar, sem þú gefur þessari ungu stúlku! Komdu, undir eins!« Korpus Júris stóð upp og fór með mér; en ég sá það á honum, að hann gerói það með mestu ólund. Hann fór til þeirrar ljós- bláeygu, sagði eitthvað á þá leið, að sín væri, ánægjan, hneigði sig því næst aftur ólundarlega og fór svo í flýti. Jú, þarna var hann lifandi kominn. — Þetta var nú sá bróðirinn, sem ég hafði búist við, að yrði, mér til heiðurs og sóma; ég er viss um, að jafnvel Gamli hefði ekki komið svona klunnalega fram. En hún, blessunin mín — hún sá strax. í hverjum vandræðum ég var, og fór að afsaka Korpus Júris. »Það var heldur ekki rétt af yður að heimta, að hann kæmi hingað strax; hann er líka þreyttur efti.r ræðuhaldið«. »Þreyttur!« hrópaði eg fokvondur. »ÆtIi hann sé ekki uppgefinn, eftir að hafa — — —«. Lengra komst ég ekki, því að til allrar lukku var þá gengið í kring með prentað kvæði, og því var úthlutað á mijlí allra. Þetta var langt kvæði — átta erindi — og sungu það allir fullum rómi. Það var sumarkvæði — um plómur og rósir, og ósk um að hver og einn fyndi sína rós, sína plówvu, því að hverjum einum væri þó ætl- uð ein rós, eða eitthvert annað eitt blóm. Ég var ákaflega hrifinn af kvæðinu. Það lýsti svo nákvæmlega tilfinningum mínum, að ég sjálfur hefði ei getað gert það bet- ur. Ég hafði sjálfur leitað og leitað á meðal margra blóma og ekki fundið. En nú var ég búinn að finna, og nú sat hún við hliðina á mér — rósin allra rósa! »Hver hefir búið til þetta kvæði,?« spurði hún mig. »Það veit ég ekki; en ég skal undir eins fá að vita það« — og ég af stað, og stefndi, beint á Gamla. Hann stóð hjá Emmu, ekkí langt frá sæti mínu,. JÉg ætlaði varla að þekkja hann — var þetta áreiðanlega minn gamli Gamli, með dreymandi augun og álúta höf uðið; var þetta hann — þessi hnar- reisti karimaður, sem stóð þarna? Hann hafði gripið hönd Emmu og hélt svo fast i hana, eins og hann ætlaði aldrei að sleppa henni aftur. Eða hafði Emma haft rétt að mæla, þegar hún sagði, að ég þekkti, ekki Gamla, heldur væri sá Gamli, sem ég þekkti, allt annar maður en sá Gamli, sem hún þekkti og var að tala við. Loksins mundi ég þó eftir erindinu. »Veizt þú, Kristófer, hver hefir ort þetta kvæði?« Kristófer anzaði mér ekki, en hélt áfram að. stara á Emmu — alveg eins og hann væri heillaður.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.