Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 24
188 HEIMILISBLAÐIÐ »Getið þér sagt mér, Emma, hver hefir ort það?« spurði ég aftur. Hún svaraði ekki heldur; hún leit á mig sem allra snöggvast og benti á Kristófer. »Nei,, Kristófer! En. er það áreiðanlega -----'« sagði ég; en í sama bili heyrði ég að sagt var: »Gættu að þér, Nikolaj, svo þú veltir ekki um koll vínflöskunni þarna«. Jú, þarna var minn gamli Gamli kom- inn aftur — nú þekkti ég hann aftur. Ég flýtti mér til borðkonu minnar, og sag’ði henni, að sá, sem hefði ort kvæðið væri hvorki meira né minna en bróði.r minn, og væri hann elztur okkar allra. »En hve marga bræður eigið þér ann- ars?« spurði hún forviða; »þér megið ti] að kynna mig honum«. »Já, ég skal gera það seinna«, svaraðí ég. Eg mundi eftir viðtökunum, sem ég hafði fengið hjá Korpus Júris, og gat ég búist við, að Gamli yrði ekki betri í bæinn sinn, en hann. Mér datt því í hug, að það myndi ekki vera neitt verra, að hún kynntist væntanlegum mágum sínum, svona í dáiítilli fjarlægð fyrst — nánari kynni gæti svo allt af orðið seinna. Eg fór nú að hugsa um, að nú væri röð- in komin að mér, að segja eitthvað, því að nú höfðu báði.r bræður mínir gert sína skyldu. Ég' gat mælt fyrir minni. kvenna, því að það hafði enginn gert enn þá; og í þeirri ræðu gat ég talað til þeirrar Ijós- bláeygu. einnar, án þess að nokkur annar skildi, hvað ég væri, að fara; — en hún myndi skilja það. Ég hafði reyndar aldrei haldið ræðu fyrr, en úí því að Korpus Júr- is tókst svona vel, þá gat ég líka gert mér von um, að mér tekist ekki miður. Ég veit þó ekki hverjum töfrum ég var beittur; en í hvert skifti sem ég ætlaði að standa upp og slá í g'lasið mitt, þá var eins, og ein- hver ósýni.leg' hönd, héldi hönd minni fastri og þrýsti rnér niður á stólinn. Þrisvar sinn- um reyndi ég að standa upp, og þrisvar sinnum varð ég' að hætta við það; mér var ómögulegt að hreyfa mig. Þá sagði sú ljós- bláeyga; »Ætíið þér nú ekki líka að halda ræðu?« »Ornen acci,pio« (góðs viti), sagði ég við sjálfan mig, og til þess að gera enda á ölh um efasemdum stóð ég upp og skaut stóln- um aftur undan mér, en með svo miklum krafti að hann datt um koll. Og án þess að slá í gjasið mitt, eða gefa, til kynna með öðru móti, .að ég ætlaði að fara að halda ræðu, hóf ég mál mitt á þessa lei,ð: »Heiðruðu konur og karlar! Eða til þess að tala á blómamálinu: Rósir mínar og þyrnar ---------« Lengra komst ég' ekki, því að á sama augnabliki, stóðu allir á fætur, og nú varð slíkur gauragangur, að ekki heyrðist mannsins mál. Seinna frétti ég, að þegar ég stóð svona hranalega upp og velti stóln- um, þá höfðu allir haldið, að nú væri, borð- haldinu lokið, — nú ættu allir að standa upp. Ég var auðvitað gramur yfir þessu; en það var þó bót, í máli, að sú ljós-blá- eyga harmaði það mjög, að ég hefði ekki getað haldið áfram; og hún sagöist strax hafa heyrt það á byrjuninni, að ræðan myndi. verða ágæt. Þetta sætti mig við það sem orðið var, því að þar sem ræðan átti í raun og veru að vera stíluð til hennar einnar og hún var ánægð með byrjunijia, þá hafði ég eiginlega. náð tilgangi mínum. Og svo fórum við aftur að dansa. Og við dönsuöum Cotillon, og hún gaf mér sinn borða og ég gaf henni minn borða og ég var í sjöunda himni —• og ég fór loks að syngja af fullum hálsi: »Siglum hægt út á svið, siglum hægt út á svið« — þangað til Gamli kom til mín og sagði, að ég mætti ekki. vera með þenna hávaða — alveg eins og þegar við vorum að Iesa saman heima á Vesturgötu, og ég fór að syngja. Andrea Margrét gaf mér borða og ég dansaði við hana — og Emma kom og gaf mér borða, og' ég dansaði við hana, því að nú var ég ekki lengur reiður við þær. — Ég var ekki reiöur við nokkurn mann — ég hefði get- að kysst allt fólkið — og ég dansaði og — dansaði og dansaði — og ég skemmti mér -— skemmti mér — skemmti mér —o

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.