Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 25

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 25
HEIMILISBLAÐIÐ 189 — o •— það var alvég dásamlega dæma- laust þetta kvöld. • ö, þú ófreskjan leiða — þú argvítuga tröll -- þú sem með gulgrænum augum starir á allt og alla — þangað til það hverf- 'ur —¦ þú, sem með ormsmognum tönnum nagar allt, þangað til þess staður sést ekki framar -- þú, sem heitir hverfulleiki og ert hverfulleiki — þú læddist nær og na^r mér; og í þetta skifti komstu og þreifst frá mér þetta ljómandi kvöld, án þess að hirða minnstu vitund um bænir mínar og beizku kvöl! Þegar klukkan sló tólf, gekk presturinn um þveran salinn og söng: »H16 vökumaður! Klukkan er búin að kalla tólf og kominn er sá tími, að alli.r fara að hátta og hypja sig í bólið«. Árangurslausar voru allar mínar bænir og allar mínar röksemdir. Árangurslaust bað ég um eirin einasta dans enn þá — aðeins pínulítinn dans — hann skyldi ekki standa yfir nema eijin stundarfjórðung — tíu minútur — fimm mínútur — allt til einskis! Presturinn var ósveigjanlegur. »1 dag«, sagði hann, »hefi ég, eins og konungur Spartverja, látið lögin sofa; en ef nú verður haldið áfram að dansa, fram á næsta dag, þá verða lögin látin sofa í tvo daga; og hver veit — máske þau sofn- uðu þá svo fast, að þau vöknuðu ekki, aft- ur«. — Svo komu vag'narnir að dyrunum, hver á fætur öðrum. Presturinn sjálfur, hjálpaði gestunum í ferðafötin, til þess, aö allt gengi sem greiðlegast og bað þá að koma fljótt aftur. Og ég hjálpaði þeirri ljós-bláeygu í ferðafötin; og hún kvaddi mig, og ég kvaddi hana — og hún settist upp í vagninn og vagninn valt af stað, og — ég varð aleinn eftir. Já — ég varð aleinn eftir. I fyrsta skifti á æfinni, fann ég hvað það var, að vera aleinn. Allt það líf og allt það fjör, sem fyrir örlítilli stundu spriklaði, í mér, svo nærri lá við, að það gerði út af við mig ¦— var horfið á einu, augnabliki — alveg eins og einhver árans púki hefði slegið mig töfrasprota. ffig gekk inn í stóra salinn; en þar va,i allt autt og tómt; stólarnir voru á ringulrei,ð, hingað og þangað; ljósin blöktu á skörum i ljósakrónunum; þykkt ryklag huldi borð og bekki. Og hún — hún er ekki lengur hérna! Þetta bergmálaði al- staðar að: Þarna hjá ofninum hafði ég síð- ast taiað við hana. — Þarna hjá dyrunum sat ég, þegar hún rétti mér borðann, og þarna í gluggakistunni sátum við lengi og vorum að masa saman — og nú var allt búið að vera. — allt horfið — auðn — tóm- leiki — myrkur og dauði hvar sem litið var. Eg settist á einn stólinn og byrgði ajid- litið í höndum mér. Ég gat ekki lengur horft á alla þá viðurstyggð, sem alstaðar blasti við mér. ¦ »Hvað ætli það sé, sem húkir þarna á stólnum?« Ég stökk á fætur, og þá stóð presturijin fast hjá mér. »Það er ég«, sagði ég stuttaralega. »Er það nú áreiðanlegt, að þetta sé Niko- laj, —¦ hinn ráðagóði Nikolaj, sem situr hér? Já, ef þér ekki segðuð það sjálfur, ætti ég bágt með að trúa því, að sami mað- urinn, sem^fyrir stuttri stundu hrópaði og kallaði hérna inni, svo hátt, að ég var dauð- hræddur um þakið á prestsetrinu — að hann sæti hérna, dimmur og dökkur að yfirbragði, eins og svipur Hanníbals, á rústum Kartagóborgar«. Eg anzaði. engu; ég sat bara kyrr og var að fitla. við festina mína. »En ég veit, hvað að yður gengur«, hélt presturinn áfram, »því að ég get séð beint í gegnum hjartað á yður. Og vitið þér hvernig þetta hjarta lítur út? Það lítur út alveg eins og skotspónn á æfingarstao, þegar búi,ð er að skjóta í hann heilan dag«. »Jæja«, sagði ég, til að segja eitthvað. »En þér skuluð ekki taka yður það nærri.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.