Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Qupperneq 26

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Qupperneq 26
190 HEIMILISBLAÐIÐ Farið þér nú að hátta, og svo sendir mamma, yður te-bolla í rúmið í fyrramál- ið, tij þess, að hressa yður; svo komið þér inn tdl mín og' lesið dálítið í »handbók handa prestum«, sem þér haldið svo mik- ið upp á; og' þá munuð þér sanna, að yður líður vel á eftir. Góða nótt, Nikolaj, og' góðan bata;« Pegar presturinn va.r faripn ákvað ég' að laumast til herbergis míns, án þess, að bjóða nokkuru af hinu fólkinu góða nótt. Mig langaði ekki til að fá aðra eins ræðu aftur. Eg komst líka inn í herbergið, án þess, að nokkur tæki, eftir mér; kveikti ég síðan og læsti báðum hurðunum. Mig langaði bara til að vera einn saman. Síð- an opnaði ég gluggann og fór að stara út í náttmyrkrið. Ka.lt næturloftið strauk um vanga mína og svalaði mér. Mynd hennar stóð fyrir hugarsjónum mínum. Ég hugs- aði aðeins um hana og enga aðra. Hvenær skyldi ég fá að sjá hana aftur? Hve nær skyldum við mætast aftur? — Nú var ásetningur minn fastur og stöðugur — all- ar efasemdir mínar voru, horfnar — hún átti það að verða og engin önnur. Það var forsjónin sjálf, sem hafði, leitt vegi okk- ar saman, einmitt á því augnabliki, þeg- ar ég' hafði verið að hugsa. um, að binda mig um tíma og eilífð. Það var eins og for- sjónin hefði.sagt við mig: »Líttu. nú á, Niko- laj! Þetta hefir þér verið ætlað, ef þú hef- ir eirð í þér til þess að bíða«. En þó var nú svona samt, að á bak við hennar björtu mynd, gægðust tvær aðrar myndir; og það voru myndirnar af Emmu og Andreu Margréti. Það var eips og þær segðu: »Þú talaðir fyrst við okkur og nú ertu búinn að yfirgefa, okkur«. En, ég svar- aði: »Ég' yfirgaf ykkur ekki; það voruð þið, sem yfirgáfuð mig«. »Það er ekki svo«, sögðu þær; en við vildum bara, að þú vær- ir dálítið stilltari en þú varst; en þú ert hverfull, eins og veðrið og vindurinn«. Ég fór að verða efasamur aftur um það, hvort ásetningur minn væri nú alveg' rétt- ur, Því að ef ég nú væði í villu og svíma, og systurnar hefðu nú, þrátt fyrir allt, felt hug ti,l mín. Ég minntist, þess, hve hissa Andrea Margrét. varð, þegar ég’ vildi ekki dansa við hana, og' hafði spurt mig, hvort ég' væri nokkuð reiður við sig. Ef þetta var nú í raun. og veru svona —- þá var það ekki, aðe'ns lítilmannlegt, heldur líka tudda- leg’t., fyrst að vekja vonir og óskir og hörfa svo frá, þegar ég sá, að henni var alvara. Þá hafði presturinn líka haft rétt fyrir sér, þegar hann kallaði mig átján ára Don Ju- an. En aftur á hinu leytdnu var þetta: Gat ég haldið áfram, eips og ég hafði byrjað, þegar hjarta mitt var eign annarar? Örósemi mín varð loks svo mikil, að ég mátti tii að úthella hjarta. mínu fyrir ein- hverjum. Og ég ákvað að fara inn til Gamla og' tala við hann. Hann er ætíð ráðgjafi minn, þegar mikið liggur við. Ég vissi reyndar, að Gamli myndi ekki, láta mig deyja í syndum mínum. En þótt hann ætl- aði, að prédika yfir mér tdl morguns, þá vildi ég þao heldur, en kveljast svona, eins og ég gerði. Og svo fór ég inn til Gamla,. Það var dimmt inni. svo ég hélt að hann væri ekki kominn upp enn þá. En þá tók ég eftir því, að ei,tthvað stóð við opinn gluggann. Mér datt eiginlega ekki. í hug, að það væri Gamli. Það var ólíkt honum, að glápa út í náttmyrkriö við opinn glugga, og það um nýjársleytið. En þegar ég kom nær, sá ég að þetta var þó hann sjálfur. Þarna stóð hann með spenntar greipar og starði upp til blikandi .stjarnanna. Hann var mjög fölur og varirnar bærðust lítið eitt. Tvisv- ar varð ég að tala tdl hans, áður en hann yrði min var. Ég sagði honum nú allt af létta, ei,ns glöggt og greinilega og ég gat. Gamli hlustaði á mig með mestu ró- serni, en undarlegt bros lék um varir hans. Þegar ég var búinn að skrifta fyrir hon- um, lagði hann aðra, höndina á höfuð mér, stra.uk hárið frá ennipu og sagði: »Jæja, Nikolaj minn! Vandræði þín eru ekki eins háskaleg og þú hyggur. Treystu Drottni og gefðu vel gætur að því, hvernig hann vill

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.