Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 27

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 27
HEIMILISBLADIÐ 191 leiða þig, og þá vona ég að sorg- þín hverfi, á braut — fyrr en varir«. Síðan bauð hann méi góða nótt og ég sneri af tur til herberg- ia míns. En ég botnaði ekkert í því, hvers vegna Gamli hafði ekki haldið yfir mér prédikun, eins og hann var vanur. En ég var engu bættari með ráðleggingu Gamla, og þess vegna ákvað ég að fara inn til Korpus Júris og gera hann að trúnaðar- manni mínum. Eg gat auðvitað búist við, að hann færi að hlæja að mér og myndi jafnvel næstu daga stríða mér, en ég vildi allt til vinna, til þess að fá samvizkufrið. Og svo opnaði ég hurðina. En væri dimmt inni hjá Gamla, þá var allt glóbjart inni hjá Korpua Júris. Tvö Ijós stóðu fyr- ir framan spegilinn og þriðja ljósið var á borðinu. Korpus Júris gekk um gólf í ákafa. Hann hélt á rauðum borða í annari. hendinni, en með hinni pataði hann út í loftið hingað og þangað — alveg eins og hann væri að æfa sig, áður en hann færi að haída ræðu. »Hvað viltu?« spurði hann. Ég settist á stól og fór að segja honum sögu mína, en Korpusi Júris hélt áfram að ganga um gólf. »Jæja — hvað heldur þú annars um þetta allt saman.?« spurði ég, þegar ég var búinn með söguna, og hann hélt áfram að mæla gólfið með fótunum. »Um hvað?« spurði. Korpus Júris, um leið og hann hætti að ganga um gólf og stanzaði, frammi fyrir mér. »Nú — um það, sem ég var að segja þér«. »Þú fyi irgefur. En ég var svo sokkinn niður í mínar eigin hugsanir, að ég heyrði alls ekkert af því, sem þú varst að segja mér«. Ég varð því að byrja aftur, og nú tók hann eftir sögu minni. En ég var varla bú- inn -að sleppa síðasta orðinu, þegar hann fleygði sér í stól við hliðina á mér og fór að skellihlæja. »Ha — ha — ha — ha! Nei, það er dæma- laust! Ha — ha — ha — ha! Nei, Nikolaj! f>ú ert alveg ágætur! Ha — ha — ha!« Ég varð hálf-hvumsa við þetta, og leiddi honum fyrir sjóni.r, að það væri ekki fal- lega gert, að fara að hlæja, eins og vit- firringur: þegar ég kæmi til hans, segði honum öll mín leyndarmál og óskaði ráða hans. »Pú mátt ekki, reiðast mér, NikoIa.j«, svaraði hann; »en þetta er allt of kátlegt Ég get ekki sagt þér meira núna; en ég er viss um, að þú hlærð ekki minna að þv. sjálfur síðar meir, en ég núna. Góða nótt! og sofðu vel!« Og aftur labbaði, ég ínn í herbergi mitt og fór enn að hugsa málið. Ég hafði þó ekki farið algera fýluför. Eg varð miklu rólegri vegna þess, að hvorugur bræðra mi.nna hafði veitt mér ákúrur. Máske hafði ég farið rétt að ráði mínu. Hvað var þetta? Eg heyrði mannamál inni hjá Korpus Júris. Skyldi það vera hann sjálfur, að tala upp úr svefninum? Nei — ég heyrði tvær raddir. Um hvað skyldu þeir vera að skeggræða, bræður mím'r? Nei, þetta, var ekki röddin hans Gamla — og hvað var nú þetta? Það var engu iíkara en kossi. Hvað í ósköpunum skyldi Korpus Júris vera að gera? hugsaði ég og hlustaði nákvæmlega. Það var ómögu- legt, að hann væri að kyssa sjálfan sig. Það þóttist ég þó vita fyrir víst. En nú varð allt hljótt þar inni, Þar á móti fór ég nú að heyra eitthvert, skrjáf frammi á ganginum, Ég mátti til að grennslast eft- ir því. Og ég á sprettinum fram á gang- inn. Þar var koldimmt; en nú heyrði ég léttilegt tif niður tröppurnar. Eg fram á stigabrún. f sama bili og ég kom þangað, sá ég eitthvað hvítt hverfa á bak við horn niðri. »Hver er þar?« hrópaði ég, svo hátt sem ég gat — en fékk auðvi.tað ekkert svar. Þar á móti stakk Korpus Júris höfðinu út í dyragætti,nni á sínu herbergi og kallaði: »0 — o — Nikolaj! Hvaða gauragangur er i þér? Þú vekur allt fólkið á prestsetr- inu«, .

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.