Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Page 29

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Page 29
HEIMILISBLAÐIÐ 193 deijd væri að spígspora, inni hjá honum. Og urn það var nú ekki að tala framar. að ég gæti sökkt, mér niður í hugsani.r mín- ar. Korpus Júris sá um það. Ég lauk því við að klæða mig, og fór niður. Öll fjölskyldan sat í kringum te-borðio eins og vant. var. »Góðan daginn, Nikolaj!« sagði prest- konan. »Góða,n daginn«, ansaði ég utan við mig. »Góðan daginn, Nikolaj!« sögóu þau Gamli. og Emma. »Góðan daginn,«, sagði ég, viðutan eins og áður. »Góðan daginn, Nikolaj!« sagði prestur- inn með þrumandi rödd. »Góðan daginn«, sagði ég, og komst nú að fullu til sjálfsi mín. »Góðan daginn, mágur!« sagði Andrea Margrét og rétti mér tebolla, »Hva — hva — hvað?« — og ég missti bollann, og hann datt niður á gólf og mcl- brotnaði. Korpus Júris hélt, í höndina á Andreu Margréti, og Gamli sat í legubekknum hjá Emmu og hélt í höndina á henni. Ég glápti frá einum á annan og frá þessum á hinn, og vissi tæplega mitt rjúkandi ráð. »En. er þetta nú — er það nú áreióan- lega satt?« sagði ég loksins. »Nei — það er nú öðru nær«, sagði prest- urinn. »Þér skuluð ekki trúa, einu einasta orði af því sem þau eru að segja,. Það er allt saman jólaleikur og nýjársbreliur, eins og í fyrradag, á miili yðar og Andreu Mar- grétar. Við umturnum því öllu á morgum . En ég sá greinilega á bræðrum mínum, að hér voru engar brellur á ferðinni, »Ertu nú enn þá reiður við mig, út a,f því; að ég hfó svona mikið að þér í gær- kvöldi?« spurði Korpus Júris. »Ég — ég reiður?« — — Og ég stökk á þau og faðmaði, þau og þrýsti þeim að mér, eins og ég hefði ekki séð þau í mörg ár. »En segið þið mér — hvenær vildi þetta til?« En það vildi enginn segja mér það. Gamli sagði, að það væri ekkert augnabliksverk; það kæmi svona smám saman. Og kynn- ingin yrði oftast áður en orðin væri töl- uð, svo að í raun og veru trúlofaðist. fólk löngu áður en það trúlofaðist. Þetta virtist mér nú í raun og veru, í meira lagi ósamrýmanlegt heilbrigðri skyn- semi. En það var ekki hægt að taka orð Gamla alveg bókstaflega þann daginn. Ég vildi þá fá að vita, hvort ekkert merki- legt hefði viljað til, í Hróarskelduförinni frægu; en það vildu þau heldur ekki segja mér. Andrea Margrét sagði, að það væri alveg sama. hvort þetta, hefði, skeð í gær eða fyrradag, eða einhverntíma þar áður. Það væri nú einu sinni skeð og yrði ekki aftur tekið. Mér duttu í hug ártölin óski]janl,egu, úr dómkirkjunni, og frá veginum — og þá vissi ég líka — ja — ég sleppi að útskýra þetta frekar. Sá, sem ekki rennir grun í, hverskonar ártöl þetta voru — hann þarf heldur ekkert um það að vita. »En hvaú eigum við nú að gera við Niko- la,j?« sagði presturinn; »því að, eins og all- ir vi.ta, þá á ég ekki nema tvær dætur. En bíðum við: Ef þér viljið taka önnu gömlu að yður, þá skal ég með glöðu geði lána yð- ur þessa tuttugu. dali, vaxtalaust, þangað til á brúðkaupsidaginn yðar«. En eg vildi, hvorki fá gömlu önnu, n»: höltu önnu, því að nú voru all.ar trúlofun- arhugsanir horfnar. Ég var nú búinn að eignast tvær mágkonur, og það aðrar eins perlur og Emmu og Andreu Margréti. ★ — Ja.-------Nú er sa.ga mín í raun og veru á enda — sagan um hina stórmerki- legu viðburði á Hnetubúsprestsetri —• því að ég man ekki meira. — Við löbbuðum um, eins og í draumi — það man ég þó — og við horfðum hvert á annað og töluð- um hvert við annað og hlóum hvert fram- an í annað; — en um hvað við töluðum og að hverju vjð hlóum — nei — það man ég ekki.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.