Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 32

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 32
196 HBIMILISBLAÐIÐ Smávegis um merka menn. »11 Trovatore«, Þessi skemmtilega saga er sögð um Verdi, hið fræga ítalska tónskáld. Þegar hann var að ljúka við tónl,eikinn, »11 Trova- tore«, heimsótti hann góður vinur hans, þekktur hljómlistardómari. Vinurinn fékk leyíi tij að yfirfara nóturnar og lei,ka nokk- uð af leiknum á píanó. »Nú, hvernig finnst þér hann þá?« spurði Verdi,. »Alveg ómögulegur!« sagði sá skynbæri. Verdi kristi saman höndunum, glotti og lék síðan sjálfur kafla úr leiknum. »Nú, og þetta?« spurði hann. »Ömögulegt!« sagði hinn og kveikti sér í vindlingi. Verdi kreisti saman höndunum, glotti og í óviðráðanlegri gleði. »Hvað á þetta að þýða?« spurði vinur- inn undrandi. »Kæri vinu,r«, hrópaði Verdi, »ég vildi semja tónleik, sem öllum geðjaðist að, aö undanteknum hinum f áu vandlátu. Ef þév "hefði geðjast að leiknum, hefði engum öðr- um geðjast að honum. Nú er ég viss um góðan árangur. Eftir nokkra mánuöi verð- ur »11 Trovatore« sungið, flautað og leikið á lírukassa yfir alla Italíu«. Og þannig varð það. Hrokinn hefnir gín. Danska kýmniskáldið, Wessel, var einu sinni á gangi í grennd við skemmtistað r.á- lægt Kaupmannahöfn, og vegna þess aó hann var orðinn þreyttur, settist hann á bekk einn við hliðina á hávöxnum manni og merkilegum á svip. Pöt Wessels voru öll rykug, og fóru ekki sem bezt. Hávaxna manninum þótti óvirðing að þessum félagskap; hann ræskti sig nokkr- um sinnum, leit á WesseL ræskti, sig enn einu, sinni, og spurði því næst yf irlætislega: »Hvaða maður er þetta, sem sezt svona við .hliðina á mér, án þess að spyrja um leyfi?« Wessel leit upp og tók ofan hattinn. »Ég er nautakaupmaður«, svaraði hann. »Nautakaupmaður«, át hinn eftir honum, og spratt upp af bekknum. »0g slíkur mað- ur dirfist að setjast, við hliðina á mér!« »Sitjið þér bara i'ólegur, góðurinn minn«, mælti Wessel hlæjandi. »Ég hefi svei, mér engan nug á að kaupa yður«. Maðurinn ætlaði að svara einhverju; en í sama bili gengu einhverjir fram hjá, og hedsuðu Wessel með nafni, og kaus hann þá heldur að fjarlægja sig, en að verða fyrir fleiri skeytum skáldsins. Bernhard Shaw bjó fyrir all-mörgum árum í húsi, þar sem honum þótti of lítið um hrein hand- klæði. Réð hann því af að flytja þaðan. Þegar hann fór, sagði hann húsráðanda að handklæðaskorturinn hefði rekið sig burt. Húsráðandi, varð gramur yfir því, að hann skyldi ekki hafa kvartað um það fyrr og sagði: »Nú, þér hafið þó tungu í höfði!« »Já«, avaraði Shaw undir eins, »en ég er enginn köttur«. Henry Ward Beecher, frægur amerískur ræðuskörungui', var eitthvert kvöld að halda hrífandi ræðu. Einn af áheyröndunum ætlaði sér að gera honum óleik og galaði skyndilega eins og hani. Hann galaði. ágætlega; mörgum varð ósjélfiátt að hlæja, og vinir ræðumanns- ins fóru að verða smeykir u,m, að áhrif hinnar snjöllu ræðu hans myndu öll fara út u.m þúfur. Hann þagnaði, hlustaði þang- að til galinu var lokið, og tók svo upp úr- ið sitt með miklum undrunarvip. »Það er þá kominn morgunn!« sagði hann, klukkan mín er ekki nema tíu. En það getur ekki verið um að villast; eðlis- hvatir óæðri dýranna eru óskeikular«.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.