Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Side 33

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Side 33
HEIMILISBLAÐIÐ 197 t Ári Hólfdanarson. Hi,nn 26. apríl síðastl. andaðist að heijn- ili sínu, Fagurhólsmýri í öræfum, bænda- öldungurinn Ari Hálfdánarson. Heimilisbl. flytur nú mynd af þessum mæta manni; og nokkur minningarorð; en hann var útsölumaður blaðsins frá því blað- ið hóf göngu sína í ársbyrjun 1912 og til dauðadags. I 59. tbl Tímans s. 1. ár, er Ara minnst í mjög ýtarlegri grein, og eru hér tekin úr henni nokkur helztu æfiatriði hans: Ari var fæddur í Odda. á Mýrum 19. sept. 1851. Þar bjuggu foreldrar hans. Sú jörð var þá talin ein með betri, jörðum í Mýrahreppi, en hefir síðan eyðst af jok- ulhlaupum og er nú í eyði. Flest bernskuár sín var Ari í Mýra- hreppi, en fór þó sex ára gamall austur að Byggðarholti í Lóni með konu, er fóstr- aði hann að nokkru. leyti, og var þar um stund. Og öll æskuár sín vann hann að bú- störfum hjá foreldrum sínum. En vorið 1880 flutti hann búferlum að Kvískerjum, í Öræfum til Sigurðar hreppstjóra Ingi- mundarsonar, þáverandi bónda þar. Ári síðar gekk Ari að eiga Guðrúnu dóttur Sigurðar. Ari var á Kvískerjum þangað til haust- ið 1882. Veturinn 1882—83 dvöldu þau hjón á Hnappavöllum, en vorið 1883 fluttu þao að Fagurhólsmýri og reistu bú þar, og þar átti Ari heima alla æfi upp frá því. Sam- búð þeirra hjóna var löng og farsæl. Guo- rún andaðist síðla vetrar 1924. Þeim hjón- um varð átta barna auðið, en eitt þeirra andaðist í bernsku. Þau, sem á lífi eru, eru þessi; Sigurður, oddviti á Fagurhóls- mýri, giftur Halldóru. frændkonu sinni frá Flatey; Helgi, raffræðingur á Fagurhóls- mýri; Hálfdán bóndi á Bakka á Mýrum, giftur Guðnýju Einarsdóttur hreppstjóra á Brunnhól; Þrúður húsfreyja á Kvískerj- um, gift Bimi, Pálssyni; Guðrún Ijósmóðir, gift Guðjóni Eyjólfssyni Djúpavogi; lng- unn á Fagurhólsmýri og Guðný húsfreyja á Fagurhólsmýri, gift Jóni Jónssyni. Ari var heilsuhraustur nálega alla æfi. Þótt hann yrði að vísu fyrir nokkrum áföll- um á elliárum, jafnaði hann sig furðu vel eftir það. Auðvitað var ellin farin að beygja hann hin síðari ár, en hann hafði, fótavist fram yfir miðjan siðastliðinn vetur og hélt fullu ráði og rænu til hins síðasta. Ari hafði hlotið í vöggugjöf mþkla hæfi- leika bæði líkamlega og andlega og hann notaði þá vel. Hann var vel verki farinn og ötull verkmaður. Hann hafði og góða hæfileika til bóklegs náms, en hann ólst ekki, upp á neinni skólaöld. Á uppvaxtar- árum hans var latínuskólinn nær eini skól- inn í landinu, engin almenn fræðsla barna og unglinga, nema undirbúningur i kristn- um fræðum undir ferminguna, blöð fá og fátækleg, bókakostur allur lítill cg fáskrúð- ugur, pappír og ritföng ekki til nema á sumum heimijum og alls staðar mjög tak- markað. Af þessum ástæðum voru eðlilega margir af jafnöldrum Ara í alþýðustétt lítt eða ekki skrifandi. En hann náði því að skrifa skýra og formfasta rithönd cg lærði öll frumatriði reiknings, þau er mest þarf á að halda í daglegu lífi, Fyrir sér-

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.