Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 34

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 34
198 HEIMILISBLADID stakan áhuga og árvekni tókst honum meó sjálfsnámi í tómstundum, sínum á æsku- árunurn, að afla sér þeirrar þekkingar pg færni í lestri. skrift og reikningi, að hann varð á því sviði einum ættlið á undan sín- um tíma. , Sökum hinna miklu hæfileika hlaut Ari. að skipa hin helztu sæti í sveit sinni. Jafn- framt bústörfunum gegndi hann mörgum trúnaðarstörfum, cítast fyrir litla eða enga þóknun. Flestum þótti sjálfsagt að fela Ara það, er vandasamast var. Hann stóð öðr- um jafnöldrum sínum framar. Ara var treyst til alls, Hann var hreppsnefndarodd- viti, í öræfum rúm 20 ár (1885—1907) og hreppstjóri sveitarinnar 45 ár (1891—- 1936). Um tíu ára skeið var hann fulltrúi sveitar sinnar á sýslufundi (1903—1913), Bréfhirðingu hafði hann á hendi, meira en hálfa öld (1887—1939). Hann var formað- ur sóknarnefndar fulla fjóra áratugi og gegndi meðhjálparastörfum við messugerð- ir í Hofskirkju um nálega 20 ára skeið. Auk þess Jeysti Ari af hendi, ýmis önn- ur störf í þarfir sveitar sinnar. Öll störf rækti hann með fullri reglusemi. Heimilisblaðið þakkar alla vináttuna og tryggðina, og persónulega þakka ég öll góðu bréfin, sem ég um 28 ára skeið, fékk ár- lega frá Ara. Guð blessi minningu hans. J. H. PERSHESKA TEPPIÐ. Framh. af bls. 180- bölvun[,var ekkert á við þær bölbænir, sem Persarnir fölsuðu létu út úr sér, þegar þeir sáu, að úr umbúðunum kom gamalt og slitið Axminsterteppi með heljarmiklum blekbletti í miðjunni. Þeir æptu svo svívirðilegum orðum, að kráreigandinn lét innan stundar fleygja þeim út úr dyrunum. •Brjáluðu útlendingar!» rumdi hann. En það var nú ekki rétt hjá þeim góða manni. Hagnús 3ónsson F. 9. ág. 1875. — D. 28. febr. 1939. Hinzta kveðja frá systur hans. Lag: Jesús, þín minning mjög sæt er. Á loftsins vegum fregn sú flaug, er fast að mínu hjarta smaug er andlát þitt að eyrum bar, þó er þar margt til huggunar. ' Hin hlýja glaða góðvildin sem gladdi oft barnahópinn minn, þér fylgdi jafnan út og inn og allan prýddi veginn þinn. Ég hefði eflaust óskað mér, að eiga saman stund með þér, við hinzta banabeðinn þinn, því bægði okkur fjarlægðin. Þér hefði' ég viljað vera hjá og veika mína hjálp þér ljá er skildu lífsins leiðirnar, að létta þrautastundinar. Þín mæta og góða minningin sem marg oft gleður huga minn í sorg og gleði sífelt skín, og að síðustu léttir sporin mín. Og nú frá okkur er þú fer til ástvinanna kveðju ber, sem gengu á undan okkur þar, til æðra starfs, þá kallað var. Já, vertu sæll, og sofðu rótt, ég segi að lokum: Góða nótt og kem svo eftir stutta stund til starfa míns, á ykkar fund. B. E. En sagan sýnir, að varlega skyldu menn verzla við kvenfólk. Engan getur grunað, hvað þær taka sér fyrir hendur. Endirinn verður alltaf sá, að karlmenn- irnir eru hafðir að ginningarfíflum.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.