Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 38

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 38
202 HEIMILISBLAÐIÐ höfðingjans. Og það var líkið hennar, sem lá. á hurðinni. En. auk þess. höfðu ljónin líka haft son hennar á burt með sér. Og nú kom höfðinginn til að sárbiðja hina hvítu menn, sem höfðu byssur, að hefna þeirra á ljónunum. Annars myndu þessi ljón, er þau væru búiji að fá bragð af mannakjöti, koma aftur og drepa miklu fleiri. — Við urðum að hafa; túlk, því að ekki einu sinni Higgs skildi mállýzkuna, sem þeir tö'luðu þarna í Zeu. Hann sagði, frá þvi með æsingi og sundurlausum orðum ad ljónin hefðu legið upp á milli sandhólanna skammt þaðan, þar sem vitund af grænu sefi spratt í kringum litla uppsprettulind. Nú spyr hann, hvort við vildum ekki, leggja af stað og drepa ljónin og leiða svo yfir sig blessun Zeu-búa? Eg fyrir mitt leyti svaraði engu um þetta. Ég hafði svo miklu mikijvægara er- indi að reka, svo að mér var ekki um, að nokkur okkar væri tafinn með þessu, svo gaman sem ég annars hafði af veiðum. Það er tími til að fara á veiðar og tími til að gera það ekki. Og mér virtist á þessari för minni gætum við ekki farið á veiðar, nema til að afla oss matar. En eins og ég bjóst við, þá happaði Orme bókstaflega upp, er hann hugsaði til ljónaveiða. Hið sama gerði Higgs, enda hafði hann síðasta kastið ver- ið að æfa, sig í að skjóta og nú gerði hann sér í hugarlund, að hann væri orðinn mesti veiðigarpur. Hann lýsti því yfir skýrt og skilmerkilega, að hann vissi, ekkert sem sér væri meiri ánægja, einkum ef hann kæm- ist að fullri vissu um, að ljónin væru í ra,un og veru mestu heiglar, og mikið meira ger't úr þeim, en þau ættu skilið. Upp frá þeirri stundu fann ég á mér, að slys myndi að hendi, bera. En allt um það lofaði ég að vera með í förinni. Sum- part af þvi, að ég hafði ekki langa lengi skotið á ljón, og átti gamla skuld að gjalda einu því óargadýri, því að það var nærri búið að drepa mig á einu f jallinu í grennd við Múr, og sumpart af því, að ég þekkti betur bæði eyðimörkina og þá Zeu-búana en bæði prófessorinn og Orme, svo að ég hugsaði, að ég kynni að geta, orðið þei,m þarfur til fylgdar. Síðan sóttum við kúlubyssur okkar og skotstikla, höfðum tvær stórar floskur af vatni með okkur og átum undirstöðumat að morgni. Pegar við vorum ferðbúnir, kom Sjadrak, foringi úlfaldarekanna í Abatí, með örin í ásjónunni, og viðurnefnið »Kött' urinn«. Hann gekk að mér og spurði, hvert við ætluðum. að fara. Og er ég hafði sagt honum það, mælti hann: »Hvað eruð þér að skipta yður af þess- um villimönnum og sorgum þeirra? Ef ein- hver þeirra verður drepinn, þá er ekki hundrað í hættunni, En eins og þú veizt, göfugi doktor, þá er enginn hörgull á Ijón- um í landi því, er þér ætlið til, ef yður skyldi fýsa að fara á Ijónaveiðar. Ljónið er nefnilega heilagt dýr, hjá sumum, og eru þau því aldrei drepin. En eyðimörkin í kringum Zeu er hættuleg og þar gætuð þér komist í hann krappann. »Farðu þá með okkur«, sagði prófessor- inn, »því auðvitað væri okkur borgið, ef þú værir með okkur«. »'Nei, nei«, svaraði hann. »Ég og mínu* menn hvílum okkur nú, það eru tómir aul- ar, sem fara að elta arðlaus villidýr, þeg- ar þeir geta tekið sér hvíld. Erum við ekki hvort sem er búnir að f á nóg af eyðimörk- inni og öllum háskasemdunum þar? Ef þér vissuð allt, sem ég veit um ljón, þá létuð þið þau í friði«. »Já, við erum búnir að fá nóg af eyði- mörkinni, en af veiðum barla lítið«, sagði höfuðsmaðurinn á arabisku, sem hann kunni vel. »Liggið þið og sofið. Við leggj- um af stað til að drepa ljónin; það er skylda okkar að hjálpa þessu fólki, sem hefir tek- ið svo vinsamlega á móti okkur«. »Jæja, gott og vel, gerið þið það«, sagði Sjadrak og brosti. En það fann ég fljótt, að bros, hans, var vonzku blandið. »Pað var ljón sem gerði þetta«, sagði hann og benti á þrefalda örið í ásjónu sinni, eins

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.