Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Síða 39

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Síða 39
HEIMILISBLAÐIÐ 203 og það var nú hræðilegt. »Guð Israels verndi ykkur fyrir ljónunum. Munið það, herrar mínir, að þegar úlfaldarnir eru bún- ir að fá næga hvíld, þá verður ferðinni haldið áfram á þriðja degi hér frá, ef veð- ur leyfir. Bresti á bylur í sandhólunum, þá er úti, um okkur«. Og í því er hann kvaddi akkur með handabandi virti, hann skýin nákvæmlega fyrir s,ér, sneri sér síð- an við tautandi og hvarf á bak við kofana. Meðan á þessu stóð, var Kvik önnum kafinn við að þvo upp eftir morgunmatinn og svo leif út, sem honum kæmi þetta allt alls ekki við. Þegar Orme kallaði til hans koim hann óðara, til mín, og stóð svo og beið- boðanna. Ég man, hve hann var skringi- legur í þessu umhverfi. Þarna stóð hann, hár og slöttólfslegur, klæddur til hálfs að hermannavísu, andlitið óbifanlegt, eins og það væri úr tré, alveg nauðrakaður, hárið stálgrátt og skipt í miðju og strokið niður eftir höfðinu með einskonar hársmyrslum, en litlu, hvössu grísaaugun hans hvíldu á öllu. »Farið þér með akkur, Kvik?<c spurði Orrne. »Ekki, nema ég sé skipaður til þess, herra höfuðsmaður. Mér væri ekki fjarri skapi að bregða mér á dýraveiðar lítilsháttar, eins og aðrir, en ef allir þrír herforingj- arnir skyldu hverfa úr sögunni, þá gæti eiphver látið greipar sópa um forða vorn og flutning. Ég hugsa því, að það sé bezt, að ég sé eftir og hann Faraó, hundurinn okkar. Orme hafði fyrir skömmu fengið sér þennan hund. »Jæja, vera má að þú hafir rétt að mæla, Kvik. En bind þú Faraó, annars fer hann með okkur. Nú, hvað er það svo, sem þú vilt segja? Ot með það!« »Það er bara þetta, höfuðsmaður, að þótt ég hafi tekið þátt í þremur herferðum gegn þessum Aröbum« — Kvik kallaði, allar þjóð- ir Araba, sem voru norðan miðjarðarlínu, en Svertingja þá, sem bjuggu sunnan henn- ar — »þá tala ég ekki arabisku, nema í tæpu meðallagi. En samt sem áður fann ég, að snáða þeim, sem við köllum »Kött- inn«, var ekki meira en svo um þessar dýraveiðar. Og — afsakið að ég er aó blanda mér í það, en hvað svo sem má um Kvik segja, þá er hann ekki heimskur«. »Það stoðar nú ekki, Kvik. Við getum ekki látið undan þesskonar hugsunum nú«. »Það er satt, hr. höfuðsmaður. Ef fán- inn er nú annars dreginn að hún, þá hlýt- ur það að gilda. Og þar að auki komið þið víst allir aftur heilir á húfi, ef svo á að fara«. Þegar hann var nú búinn að létta af sér með þessum ummælum, þá leit hann yfir útbúnað vorn, hvort við hefðum gleymt nokkru ag fullvissað sig um, að allar byss- ur væru í lagi, og þar sem hann hafði ekk- ert við það að athuga, þá gekk hann aft- ur að uppþvottinum. Lítið óraði okkur þá fyrir því, undir hvaða kringumstæðum við myndum sjá hann aftur næst. — Þegar við vorum komnir út úr þorpinu og höfðum gengið hér um bil kílómetra út yfir hólmann eða gróðureyjuna, og með okkur hélt hópur af hólmabúum, sem vopn- aðir varu spjótum og bogum, þá bar þar að veslings harmþrungna höfðingjann til að vísa okkur veg út í sandauðnina, eins og hann væri sporhundurinn okkar. Eyði- mörkinni var hér allt öðru vísi háttað, en annarsstaðar á leið vorri. Hún var eintóm- ir háir og þverbrattir sandhólar; vai’u sum- ir þeirra allt að þrjú hundruð fet á hæð og milli þeirra voru djúpir dalir. Sá sand- hóllinn, sem lá svo nærri hólmanum, að hinn hráslagalegi, blær frá hólmanum náði þangað, var vaxinn ýmiskonar gróðri. En skammt. var þess að bíða að við kæmum út í sjálfa eyðimörkina, og þar urðum við að klífa upp og niður brattar brekkur, þangað til foringi okkar sýndi okkur af einni brekkubrúninni, hvar dalur einn lá mýrlendur, vaxinn grænu sefi. Sýndi hann þá með margskonar táknmáli, að þar niðri ættu ljónin heima. Nú klifum við niður bratta brekku og’ tókum okkur svo stöðu. Ég var efstur, en

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.