Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 40

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 40
204 HEIMILISBLAÐIÐ Higgs og' Orme spölkorn neðar sitt hvoru megin við mýrardældina. Að því búnu send- um við hólma-búa og létum þá marka af staðinn fyrir okkur. Sefið óx þar þétt fram með mýrardraginu, en það var ekk'i nema 400 metrar á lengd. óðara en fylgdarlið okkar var komið nið- ur að sefinu, þá sáum við að þeir voru dauð- skelkaðir, því að allt af drógust fleiri og fleiri aftur úr; vissum við ekki fyrri, til en rekið var upp hávært vein í allri kyrrð- inni; þóttumst við þá vita, að eitthvað væri á seiði. Fám mínútum síðar sáum við tvo koma, og báru eitthvað á milli sín; kom þá í ljós, að það var lemstraður líkaminn af syni höfðingjans, sem ljónin hofðu hremmt, Og rétt í þessu sáum við líka, eitthvað annað. Niðri í mýrardraginu brauzt hrika- stórt karl-ljón út úr fylgsni sínu og tók að læðast í áttina til sandhólanna. Það var á að gizka 200 metra frá Higgs, sem aí' hendingu var þá næstur. Eins og hver sannur veiðimaður veit, þá var það langt fyrir utan skotfæri. En nú var prófess- orinn allsendis óvanur þessum og öðrum íþróttum, en var hins vegar næsta þyrst- ur í blóð, eins og aðrir viðvaningar; hann hleypti hugdjarfur af, eins og hér hefði verið um héra að ræða en ekki ljón. Og af furðulegri tilviljun, hafði hann miðað svo vel, að kúlan kom í bak ljónipu og þvert í gegnum hjartað. Þarna lá ljónið eins og sveskja. Higgs. hrópaði, þá upp, og réð sér ekki fyrir gleði: »Það veit, Guð! Sjáið þið nú ljónið, vinir míni,r?« Og hann gaf sér ekki einu sinni tíma til að hlaða byssuna aftur, en hljóp af stað, eins og' fætur toguðu, þangað sem Ijónið lá, og við Orme á hælum honum og hlupum svo hart, sem undrunip leyfði, sem á okkur var. Vi,ð hlupum mýrardragið á enda og er Higgs hafði hlaupið hér um bil 100 metra, þá sá hann ljón í sefinu háa, eða réttara, sagt. ljónynju, sem renndi sér beint á hann. Higgs veik sér við, hratt eins og elding, og hleypti, af kúlunni, sem hann hafði í byssunni, upp á von og óvon; en kúlan kom hvergi nærri hamslausri skepnunni. Og á næsta augnabliki sáum við okkur til skelf- ipgar, að Higgs, lá upp í loft og ljónynjan ofan á honum. Hún lamdi rófunni í jörð- i,na og öskraði. Við æptum eins og við framast gátum á hlaupunum. Hið sama. gerðu þeir hólm- arar, en gerðu ekki minnstu tilraun til aö hjálpa. En ópin í okkur báru þann árang- ur að fát kom á ljónið og það tók að velta vöngum sitt á hvað, í stað þess að rífa, Higgs í tætlur. En nú var ég, sem var góð- an spöl á undan Orme, svo nærri, að ég var í bezta skotfæri, eitthvað 30 metra álengdar. En ég þorði ekki að hleypa af af ótta fyrir því, að ég myndi hi,tta vin minn. I sama bili var ljónynjan búin aö ná sér aftur og bjóst nú til að bíta Higgs um þvert höfuð, því að þó að hann væri að reyna að berja hana frá sér með hnef- unum, þá beygði hún sig niður að honum augsýnijega í þeim tilgangi að bíta hann. Nú vissi, ég, að ef ég biði sekúndu leng- ur, þá væri úti um Higgs. Ljónynjan var miklu lengri en Higgs, því að hann var heldur lítill vexti, en breiðvaxipn, svo að bakhlutinn á henni lá fyrir neðan fætu.: hans. Ég miðaði þá á hana í skyndi og óð- ara en ég hafði hleypt af, þá heyrði, ég kúluna þjóta, gegnum húðina á þessari voðaskepnu. Hún spratt upp öskrandi með annan afturfótinn dinglandi á eftir sér. Eftir augnablikshik rann hún á flótta upp á sandhólana. Nú skaut. Orme líka. á hana, sem stóð að baki mér, svo að þyrlaðist upp undir kviðnum á ljónynjunni. En áður en hanr. og ég gætum skotið einu skoti til, hvarf hún á bak við sandhól. Við létum hana þá eiga sig, en hlupum til Higgs, sem við bjuggumst við að hitta annað hvort dauð- ann eða hræðilega illa útleikinn. En okk- ur til hinnar mestu undrunar spratt hann á fætur og allt var í lagi með hann. Bláu

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.