Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Síða 41

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Síða 41
HEIMILISBLAÐIÐ 205 gleraugun sátu jafnvel á nefinu á honum, svo hann fór óðara að hlaða byssuna sína að nýju og brunaði af stað á eftir hinni særðu ljónynju. »Snúðu aftur!« hrópaði höfuðamaður og' hélt. á efti,r honum. »Aldrei skal það verða!« öskraði Higgs svo hátt, sem hann gat. »Ef þið haldið að ég láti annað eins illdýri leggjast ofan á núg fyrir ekkert, þá skjátlast ykkur skammarlega, piltar!« Pegar komið var upp á næstu brekku- brún, náði, Orme honum; en það var ekki á nokkurs manns valdi að fá hann til aö snúa aftur. Og hann var alveg óskaddað- ur, að undantekinni lítilsháttar rispu a nefinu. En hann þóttist hafa orðið svo illa undir í viðureigninni við ljónynjuna, aö ekkert tjáði að biðja hann að láta s,ér lynda frægð þá, sem hann hefði getið sér sem veiðimaður. »En hvers vegna?« spurði hann. »Adams varð fyrri tij að særa dýrið. Þar að auki vil ég heldur skjóta tvö ljón en eitt, einlí- anlega vegna þess, að ég á einum tuttugu ljónum grátt að gjalda.. En, ef þið eruð hræddir, piltar, þá gerið svoi vel og snúið aftur!« Ég játa, að mig langaði mest, tij fyrir mitt leyti að verða við áskorun hans. En Orme svaraði, því að hann var orðinn dá- lítið ergilegur. »Komdu þá. Við getum látið þetta í okk- ur. Ég hygg, að þú hafir fengið aðkenning af heilahristingi, Higgs, annars segðir þú þetta ekki. Sjáðu, hérna er ferillipn allur blóði drifinn. Jæja, förum og höldum okk- ur við áttina. Við hljótum að rekast ein- hversstaðar á illdýrið. En reyndu ekkj framar að skjóta á löngu færi. Þú hittir ekki eipu sinni ljón á 250 metra færi«. »Jæja«, sagði Higgs. »Vertu nú ekki svona þykkjuþungur. Fyrir mér vakti ekki neitt, annað en það, að ég vildi kenna þessu óargadýri að f inna muninn á Jrvítum manni og hólmara«. Og svo hófum við gönguna og rökturn blóðferilinn upp og niður sandhólana. Þeg- ar við höfðum gengið hálftíma, þá urðum við hressari í bragði, því að við sáum ljón- ið í einni hólbrekkunni, svo sem 500 metrii frá okkur. Og í sörnu svifurn náöu okkur nokkrir hólmarar og urðu okkur samferða án þess að ætla, sér nokkuð sérstakt að gera. En nú var liðið svo langt frani á dag- inn, að hitinn var orðinn feiknamikill. Þaó var eins og loftið glóðheitt dansaði yfir sandliólunum, eips og mýflugnasveimur í milljónatali, og þó var sólin hulin eins og af nokkurskoinar þoku. Undarleg kyrrð var yfir öllu og jafnvel óvenjuleg í sjálfri eyðh mörkinni, og hvíldi, yfir lofti og láði. Við gátum heyrt. sandkornin skríða niður eft- ir brekkununr. Hólmararnir virtust. vera milli vc.nar og' ótta. Þeir bentu ýmist fram eða aftur í áttina til hólmans, sem þeir gátu nú ekki lengur komið auga á. Skömmu síðar laum- uðust. þeir burtu. Nú hefði mig sárlangaö til að fara með þeim, af því að ég þóttist skijja. að þeir hefðu einhverja gilda ástæðu. til að vera ófúsir á að halda lengra áfram. En Higgs aftók að fara með þeim, og Orme yppti bara öxlum og mælti ekki orð; það virtist vera þykkja í honum enn, út af þvi sem Higgs sagði, »Lofum þeim svörtu að fara«, hrópaði prófessorinn, og þurrkaði af gleraugunum og neri vitund framan úr sér. »Þetta er mesti skríll. Sjá, þarna er ljónynjan á ferð inni — hún er að mjaka sér til vinstri handar. Og ef við hlaupum í kringum sand- hólinn, þá mætum við henni«. Og við af stað kringum sandhólipn; en ekkert ljón varð á vegi okkar, þó að við fyndum blóðferilinn eftir langa leit og svo röktum við hann marga, kílómetra ýmist í þessa áttina eða hina. Bæði Orrne og ég tókurn að furða okkur á einþykkni cg þoi- gæði Higgs. En loks er hann var líka far- inn að verða vonlítill, þá komum við auga á ljónið í laut nokkurri. Við sendum þvi nokkur skot meðan það haltraði, yfir aó

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.