Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 42

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 42
206 HEIMILISBLAÐIÐ næst.a sandhól. Ein kúlan hitti, því ljón- ynjan valt um, brölti svo aftur öskrandi á fætur. Pað var auðvitað höfuðsmaður- inn, sem sendi henni kúluna; en eins og flestar viðvaningsskyttur, hélt Higgs því hiklaust fram, að hann 'nefði sent henni kúluna, því að hann var fullur af sjálfs- trausti, eins og veiðimenn á hans reki eru. — Okkur þótti ekki ómaksins vert. að antí- mæla honum, heldur þrömmuðum aftur af stað. og hi.ttum Ijónynjuna aftur hinu- megin við sandhólinn. Hún sat á rassin- um, eins og stærðar rakki væri, og var svo alvarlega særð, að hún gat ekki annað en öskrað og sló hrömmunum út í loftið. »Nú er röðin komin að mér, vina mín«, hrópaði, Higgs og sendi henni kúlu úr 5 metra fjarlægð. En næsta skot. tókst bet- ur. Þá valt hún um og var þegar da.uð. »Komið nú hingað«, sagði prófessorinn hreykinn. »Við skulum flá hana þegar i stað. Hún sat á mér, nú er röðin komin að mér að sitja á henni«. Svo tókum við til verka. En ég sem hafði mína eyðimerkur-reynslu og leizt ekki á blikuna,, langaði mest til að láta skepnuna liggja þar sem hún var, og reyna að snúa aftur til hólmans, Úr þessu varð löng saga, þar sem ég var eini maðurinn, sem hafði, nokkra æfingu í því starfi. Þar að auki var það ákaflega óþægilegt í hinum brenn- andi sólarhita. En loks var þó verkinu lokið og er vio vorum búnir að bipda húðina saman, s-vo að tveir af oss gátu borið hana til skiptis á byssunum, þá tókum við drjúgan teig úr vatnsflöskunum. Já, ég komst jafnvel að því að prófessorinn tók vitund af þessum dýra vökva til að þvo blúðið af andliti, sínu og höndum. Síðan lögðum við af stað til hólmans, en það varð ekki til annars en að við kom- umst að raun um, að enginn af okkur hafði minnstu vitneskju um, hvert stefna skyldi, þótt. við værum atlir hárvissir um hvert halda skyldi. I asanum sem á okkur var gleymdum við að hafa áttavita með okk- 8krítlur. Kennari: »Þegar við erum á gangi uti, eigum við að alhuga þ:ð í náttúrurini, sem Guð hefir skapað, t. d. fjöllin, vötnin, fossana —«. Dóri (gripur fram í): »Hann hefir nú ekki skapað alla fossa«. Kennarinn: »Nú? Hverja ekki?« Dóri: »T. d. Öxarárfoss. Fornmenn veittu ánni úr farvegi sínum og niður í gjána og þá mynd- aðist fossinn«. * Kennari nokkur var alveg örvingla.ður yfir því, að hann gat ekki komið hinu minnsta af þekk- ingu inn i koll nemenda sinna. Dag nokkurn sagði hann við þann drengjanna, sem h,a.nn áleit allra heimskastan: »Árni, skrepptu út í lyfjabúðina og kauptu vit fyrir tíu aura«. Árni fór, en kemur aftur a.ð vörmu og segir: »Það hve vera þér, sem hafið það«. Skuldheimtumaður: >;Ég er hérna með 100 króna reikning, sem þér eigið að borga«. Stúdentinn þegir og íæst ekkert heyra. Skuldheimtum.: »Og þessa peninga verð ég að fá núna áður en ég fer«. Stúdentinn les í bók og svarar engu. Skuldh,eimtum.: »Héyrið þér ekki, að óg á að innheimta hjá yður 100 krónur?« Stúdentinn (lítur upp): »Hvernig getið þér bú- ist við að ég heyri nokkuð? Vi.tið þér ekki, að ég er skuldugur upp fyrir eyru?« ur. En venjulega myndi sólin hafa vísað okkur á rétta leið; en eins. og' ég hefi áð- ur sagt, þá var hún hulin kynlegri bliku. Okkur þótt.i því hyggilegast að halda aft- ur tij sandhólsins, þar sem við höfðum drepið ljónið og rekja svo vor eigin spor til baka þaðan. Þetta virtist hægðarleikur, því þarna lá leiðin undan fæti, en er nið- ur var komið, vorum við orðnir all-slæptir, því húðin af ljóninu var þung. Þegar nið- ur var komið sáum við aðeins, að um allt annan hól var að ræða, en þann sem við hugðum vera. Nú sáum við, að okkur hafði skjátlast, og lögðum lei.ð okkar upp á nýjan hól og árangurinn varð nákvæmlega hinn sami. Með öðrum oirðum: Vi,ð höfðum villst í eyðimörkinni.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.