Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Side 43

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Side 43
HEIMILISBLAÐIÐ 207 HANKWISSI'ÁLLT Smósaga eftir W. E. Weldin »Fjárinn taki þann bjána«, muldraði Wil- kinson, sem var þekktur í Lonclon undir nafninu Napóleon fjármálanna. Venjulega var hann ekki svona æst-ur, en honum var að verða óþolandi að sjá þenna ofangreinda mann. Hann hafði elt hann á skemmtigöngu um morguninn og haidið sig í á að gizka 20 metra fjarlægð að bakí fjár- málamannsins. Þegar hann neytti morg- unverðar í Monte Carlo höllinni hafði þessi óþekkti maður setið við hlið hans. Allt. síðdegið hafði maðurinn lacðst kring- um samkomuhúsið. Hvað eftir annað rakst Wilkinson á hann, og nú er hann sat á knæpunni og hafði pantað madeira, kom þéssi leyndardómsfulla persóna enn einu sinni í ljós. Væri þetta gaman, var það frekar óþægi- legt! Wilkinson skotraði til hans augunum. Svo leit út sem föt hans hefðu átt betri daga. Þetta, var ómyndarlegur maður, en augu hans voru grá og stingandi. Hann renndi þeim aftur og aftur til Wilkinsons, Fjármálamaðurinn stóð svo skjótlega upp að glasið hans valt um koll, og þjónninn kom strax til þess þurrka upp. Þá kastaði Wilkinson aurum á borðið all-skjálfhentur og flýtti sér til dyra. En áður en hann kæm- ist þangað var hönd lögð á herðar hans, og sagt í skipandi róm: »Verið hér kyrr. Eg er úr leynilögregl- unni«. Wilkinson snarsnerist og leit á andlit ókunna mannsins. Það'var hinn sami, sem hafið elt hann allan daginn. »Ég er frá Scotland Yard«, sagði mað- urinn. Hinir rauðu vangar Wilkinsons folnuðu lítið eitt. Það var eins og hjarta hans, hopp- aði yfir einn hjartslátt og færi svo að hamra meira en nokkru sinni fyrr. Það var ómögulegt, óhugsandi. »Hvað á þetta að þýða«, sagði hann svo rólega, sem honum var unnt. »Yður hlýt- ur að skjátlast«. Lögregluþjónninn benti með höföinu á fjarlægasta. hornið í salnum. »Komið með«, sagði hann. Wilkinson langaði til þess að rífa sig lausan og hlaupa leiðar sinnar, en hann sá að hyggilegast, væri að hlýða. Hann fylgdist með. Lögregluþjónninn ba-uð Wil- kinson að setjast. á stól cg tók sér því næst sæti á öðrum stól. Hin sérkennilegu, ljósu augu hans, sem nú horfðu. í augu Wilkin- son leiftruðu af sigurhrósi. »Eg náði yður þó«, sagði liann lágt. Veitingaþjónninn, sem hafði virt. fyrir sér þetta atvik, sneri aftur á sinn stað bak við söluborðið. tJti á götunni heyrðust raddir, hlátrar og fótatak þeirra, er fram hjá gengu. Fótatakið hljóðnaði og kyrrðin varð Wil- kinson þung og ógnandi. »Hvað viljið þér mér?« spurði hann ’nik- andi. Andlit lögregluþjónsins varð sviplaust eins, og áður. »Það vitið þér áreiðanlega bezt sjálfur«. »Hvað á þetta að þýða? I guðs bænum segið mér, hvað um er að vera. Ég verð þó að fá tækifæri, til þess að verja mig«. »Þér getið varið yður fyrir réttinum. Ég hefi aðeins fyrirskipun um að taka yður fasta,n«. »Taka mig fastan fyrir hvað?« »Ég hef handtökuskipunina i vasanum ásamt heimild frá frönsku lögTe.glunni«. Síðasti roðinn fjaraði brott af vöngum Wilkinsons. Hann varð öskugrár. Hið ótrú- lega hafði skeð. Oft hafði hann komizt í hann krappan, t. d. með olíuhlutabréfin frá Síam, og fiskiverksmiðjurnar við Kalahari- fljótið. En nú, einmitt nú er hann haföi lokið við mesta dirfskubragð á athafna- braut sinni, hafði eitthvað orðið 1 ólagi. Heppnin, sem allt af hafði fylgt honum,

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.