Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 44

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 44
208 HEIMILISBLAÐIÐ hafði nú snúið við honum bakinu. Því hér var maður sem vissi allt. »Nafn mitt er Wilkinson«, sagði fjár- málamaðurinn, Frederick Connor Wilkin- son, er handtökuskipunin áreiðanlega á mitt nafn. Hefir yður ekki skjátlast? Og fyrir hvað er ég kærður?« »Þarf ég að segja yður það, hr. Wilkin- son«. »Napóleon fjármálanna« þrýsti höndun- um að gagnaugum sínum. »Lögreglan trúir þá ekki, að kopar hafi fundizt í Valida-dalnum?« sagði hann lág- u,m rómi. »Lögreglan er sannfærð um, að aldrei hefir verið kopar í Valida-dalnum«, sagði leynilögreglumaðurinn. Wilkinson lokaði augunum. Það átti aö fletta ofan af ho«um sem svikara. Hver gat hegningin orðið. Minn,st tveggja ára fangelsi. Tvö heil ár innan þröngra veggja. Útsýnið grár steinveggur. Ekki framar mjúkar sængur, engir tyrkneskir vindling- ar, ekkert af þeim þægindum, sem hann hafði vanið sig á. Hann varð að fá vitneskju, um allan sannleikann. Bezt að vita fulla vissu sína. »Stendur nokkuð í kærunni um þátttöku mína í nýlega mynduðu norðurkanadisku koparhlutafélagi?« spurði hann. »Ég get sagt yður, að ekki er erfitt að fá fullt tilefni til handtöku yðar«, sagði lögregluþjónninn. Wilkinson kreppti hnef- ann og opnaði hann aftur. Honum fannst þetta óskiljanlegt. Hvernig hafði hann kom- ið upp um sig? Hann varð að átta sig, en þessi þruma úr heiðskíru lofti, hafði lam- að hann um stund. Hvers vegna var hann nú að minnast á þetta kanadiska félag, ef til vill hafði hann nú bent þarna á eitt, sem lögreglan vissi ekki um áður. En taugar hans voru ekki eins sterkar, eins og þær höfðu verið fyrri. »Nafn mitt ætti að vera næg sönnun«, sagði hann. Það var ný tilraun til undan- komu, »Þetta félag er ekki hið fyrsta, sem ég hefi stofnað. Nafn mitt er í mörgum öðrum hlutafélögum. Spyrjist fyrir í kaup- höll Lundúnaborgar. Spyrjið eftir F. C. Wilkinson«. Aftur kom ógnandi glampi i augu lög- regluþjónsins. Æðarnar á enni hans, komu í ljós. Hann hleypti brúnum. Svo leit út sem raddbreyting fjármálamannsins, hefði gert honum gramt í geði. »Við hó'fum nægilegar upplýsingar«, sagði hann stuttaralega. »Við vitum allt um viðskipti yðar, um samninga yðar, já, sannarlega, höfum við lengi haft augun á yður«. »Jæja, fyrst þér ekki trúið heiðarleika mínum«, sagði Wilkinson, »þá ættuð þér að líta á listann yfir stjórnarmeðlimi fé- laganna«. »Þeir eru keyptir«, sagði lögregluþjónn- inn,. »Og sérfræðingar, sem hafa gefið skýrsl- ur?« »Þeim hefir verið mútað«. »Það verðið þér að geta sannað«, sagði Wilkinson. En hann fann, að það var of greinilegt, hve orð hans voru innantóm. Hann fann að öll stóryrði heimsins myndu ekki geta bjargað honum. En stöðugt fannst honum það leyndardómur, að lögreglan skyldi hafa uppgötvað hvernig í öllu lá. »Ég hefi sannanir«, sagði lögregluþjónn- inn, um leið og hann tók hrúgu af skjöi-_ um upp úr vasa sínum, og leit lauslega yfir þau. »Hér eru sannanir fyrir yfirsjón- um yðar«. Veitingaþjónninn, sem hafði mókt bak við afgreiðsluborðið vaknaði nú aftur. Fyr- ir utan dyrnar heyrðust raddir og fótatak. ' Nú fyrst tók Wilkinson eftir því að lög- regluþjónninn hafði næstum hrópað sein- ustu orðin. Og ef fleiri kæmu nú inn á krána — — — »Jæja«, hvíslaði hann. »Það er raunar satt, en ég bið yður að hafa ekki svona hátt«. Lögregluþjónninn virtist vei'ða rólegri

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.