Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 46

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 46
210 HEIMILISBLAÐIÐ Fyrir húsmæður. Kartöflur. Við islendingax notum mikið kartöflur, en þó aðallega sem uppbót með öðrum mat, svo sem kjöti og fiski, en við getum notað þær mikið meir og þá einnig sem alveg sjálfstæða rétti, i mörg- um myndum. Kartöflur eru allt í senn næringarrlkar, hollar og ljúffengar, einnig með ódýrari mat sem völ er á. Við suðu á kartöflum er það mjög nauðsyn- legt, að sjóða þær aldrei I of miklu vatni, því það þvæst allt af talsvert af næringarsöltum úr þeim og þá breytist efnasamsetningin og þær missa talsvert, hvað næringargildi snertir. Einnig ættu sem flestir að borða þær með hýð- inu, því þannig eru, þær hpllastar. Það er nátt- úrlega ekki allt af gott, en á rneðan kartöflur eru nýjar og eitthvað fram eftir vetri ætti það að vera vel hægt, því þá er hýðið ekki svo þykkt. Það er bezt að bursta kartöflur, áður en þær eru soðnar, með nokkuð stífum bursta, og sjóða þær svo með hýðinu í litlu vatni eða við gufu. Moðsuða hefir verið talsvert notuð við kartöf!- ur, en hún er skaðleg vegna þess, að fjörefnin eyðileggjast svo mikið'við hina lö.ngu suðu. Hér á eftir fylgja nokkrar kartöfluuppskriftir. Ofnsteiktar kartöflur. Þegar kartöflur eru steiklar í ofni, verður fyrst að velja þær sem líkastar að stærð, pvo þær síð- an vel og bursta, þurrka þær og raða þeim -i ofnplötu, strá slðan dálitlu af fínu salti yfir þær, og steíkja þær síðan i vel heitum ofni i allt að 45 mín. Það' er betra að snúa þeun við eínu sinni til tvisvar á plötunni svo þær steikist jafnar. Ofnsteiktar kartöflur eru, allt af borðaðar meó hýðiíiu og bræddu eða hrærðu smjöri og þá sem sjálfstæður réttur, en það má einnig borða þær þannig með kjöt- og fiskréttum. Kartöflurönd. 600 gr. soðnar kartöflur. 75—100 gr. smjörlíki, 4—6 egg, svo litið salt og laukur. Kartöflurnar eru saxaðar i söxunaxvél, smjör- líkið er brætt og hrært samam við þær, siðan er ein og ein eggjarauða hrærð saman við, svo lítið salt látið í og laukurinn rifinn á rifjárni Og látinn í eftir smekk, það má einnig saxa lauk- inn með kartöflunum. Siðast eru stífþeyttar eggjahvíturnar lálnar í. Þetta kartöfludeig er látið í randmót, sem áð- ur hefir verið vel smurt og stráð með brauð- mylsnu. Röndin er soðin i vatnsbaði, þ. e. a. s. ofan í vatni i 1-A—3A klst. Þá er röndinni hvolft á fat og brætt smjör og brúnaðar gulrætur (brún- aðar eins og kartöflur) bornar með. iiins er ágætt að bera eitthvað annað soðið grænmeti með eða grænmeti i jafningi. Þessi réttur er mjög ljúffengur og hollur. Kartöflugratín. 500 gr. soðnar kartöf lur, 25 gr. smjör- liki, 20 gr. h,eilhveiti, salt, saxaöuv laukur, % líter jurtaseyði, 20 gr. rif- inn ostur, brauðmylsna. Hýðið er tekið af kartöflunum og pær skorn- ar i sneiðar og lagðar í gratinmót, sem áður hef- ir verið smurt að innan og stráð með tviböku- mylsnu. Yfir ka,rtöflurnar er stráð rifnurh osti og söxuðum lauk. Hveitið er hrært út með jurta- seyðinu og því helt yfir kartöflurnar. Brauo- mylsnu stráð yfir. Mótiö er bakað í ofni, ekki mjög heitum, í 20 mln. borið heitt fram og borðað þannig. Heitt kartöflusalat. Vz kg. soðnar kartöflur, 1 laukur, 35 gr. smjörlíki, sa.lt, svol. sykur, sítrðnusafi eða edik, svol. vatn. Lauku.rinn er skorinn I þunnar sneiðar og soð- inn dálitla, stund í smjörlíkinu og svo sem % kaffibolla af vatni, þá er salt, svol. sykur, edik eða sem betra er sítrónusafi látið saman við, eft- ir smekk. Siðast eru kartöflurnar, sem áður hafa verið skornar niður I sneiðar, hitaðar þar í litla stund. Þetta, kartöflusa.lat er ágætt bæði með fiski, og kjötréttum og einnig ágætt með s,alt- ,eða kryddsíld. Kartöfluvínarbrauð. 500 gr. kartöflur (soðnar), 500 gr. hyeiti, 400 gr. smjörlíki, sultutau. Kartöflurnar eru saxaðar í söxunarvél, síðan er hveitinu og smjörlíkinu hnoðað saman við og deigið flatt út i lengju. Á miðjar lengjurnar er svo rjóðrað sultutaui og raðirnar lagðar yfir, svo þær nemi næstum sarnan á miðri lengjunni. Ofan á þessar vinarbrauðslengjur má svo bera egg eða þeyttar eggjahvítur eða annað. Lengjurnar bak- aðar ljósbrúnar við góðan hita^ 1 stað hvita hveit- isins er ágætt að nota heilh,veiti, og eru kart- öfluvínarbrau.ð sérstaklega ljúffeng úr því.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.