Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 7
HEIMILISBLAÐIÐ 5 helztu stjornufræðinga þeirra tíma, Tyge Brahe í Danmörku og Galijeo Galilei á Italíu, og kom honum það siðar að góðu haldi, að því er Brahe snerti. — En þenn- an bækling sinn felldi Kepler síðar sjálf- ur úr gildi og þótti allt slíkt spásagnar- vingl auvirðilegt. II. Nú fer alvara lífsins að færast nær Kepler. —- Hann átti ekki að eyða æf- inni til að skemmta lægstu fýsnum hjátrúa alþýðu með lognum stjörnu- spárn og spaklega, uppspunnum skröksög- um. Hann var enn sem ófágaður gimsteinn; Drottinn átti eftir að fága hann með marg- víslegum þrengingum til þess að hann gæti ljómað honum einum til dýrðar. — Skömmu eftir það er Kepler fluttist til Gratz, þá hét hann aðalsfrú einni frá Stei,- ermark eiginorði; átti hún arfsvon, mikla. Hún hafði eigi nema þrjá um tvítugt, en hafði þó giftzt áður, en skilið við manninn. Frændum koaiunnar þótti Kepler bresta glögg skilríki fyrir því að hann væri af aðalsbergi brotinn, svo að jafnræði væri með þeim; varð hann þá að fara heim til Weil og útvega skilríkin; samþykktu þeir þá ráðahaginn og var brúðkaup þeirra hald- ið 25. apríl 1597. Frúin hans hét. Barbara von Mulech. Ári, síðar tók Ferdínand erkihertogi í Steiermark við stjórn erfðalanda sinna. Skipaði hann þá svo fyrir, að allir lúthersk- ir prestár og prófessorar skyldu vera, land- rækir, eða, taka kaþólska trú að öðrum kosti. Kepler hvarf þá óðara burt til landa- mæra Ungverjaiands, því að heldur kaus hann að ílýja land en gjörast trúskifting- ur. En Kristmunkar nokkrir urðu honum vinveittir í þessu útlegðarstandi hans og fengu því á leið komið, að hann var kall- aður heim aftur og settur í embætti sitt. En þá brá svo við, að allir nemendurnir hlupu úr skólanum; tóku þá aðalsmenn í Steiermark að mögla yfir því, að þeir yrðu að halda uppi kennara, sem enginn læri- sveinn vildi, þýðast. Taldi Kepler sér þá vænlegasta ráðið að leita fyrir sér um starf annarsstaðar. — Kepler fór þá fyrst heim til ættlands síns. En þá var þess krafist þar, að hann gengi skilmálalaust að ströngum trúarfoir- mála, sem prófessorarnir í Tubingen höfðu sett. En Kepler vildi ekki og féll hann þá í ónáð kirkjunnar. Nú átti Kepler úr vöndu að ráða og fól hann þá Drottni málefni sitt. En í þeim sömu svifum barst honum bréf frá Tyge Brahe, bréfvini sínum; bauð Brahe hon- um þar stöðu við stjörnuathugunarstöð sína, þá er reist hafði verið nálægt borg- inni Prag í Bæheimi. Átti Kepler að hjálpa til að semja nýjar stjörnuskrár eða stjörnu- töflur; hafði Rúðólfur keisari II. falio Brahe það verk á hendur; áttu þær að bera nafn keisara og vera reiknaðar út bæði eftir gamla og nýja sólkerfinu. Tók Kepl- er þessu boði, en sótti þó Brahe heim áð- ur og dvaldi hjá honum fjóra mánuði. Það mátti ekki seinna vera að Kepler byðist þessi kostur, því að 7. ágúst 1600, barst honum ákveðin skipun umi, að hann skyldi hafa sig á burt úr Gratz. — Og er hann hafði selt eignir konu sinnar á leigu, þá flutti hann til Prag með fjöl- skyldu sina 30. sept. 1600. Ekki fór að öllu vel á með þeim Kepler og Brahe í fyrstu, því að Brahe var hroka- fullur og ofsafenginn í skapi, þótt góðgjarn væri í aðra, röndina. Kepler var líka eink- ar bráðgeðja að eðlisfari, svo að hér sló tveimur hörðum steinum saman; jók það mjög á þennan geðbrest, Kepler, að hann hafði lengi gengið með hitasótt, sem or- sakaðist af áhyggjum fyrir fjárþröng og óstjórn á heimili hans, því að kona hans kunni ekki að fara laglega með lítið. Þeir Brahe áttu nú saman eina snarþa deilu, en að henni lokinni slökuðu báðir til og síðan varð sambúð þeirra hin ástúð- legasta. En þeir áttu ekki lengi saman að búa. Brahe dó sviplega 24. okt. 1601 og

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.