Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 8
6 HEIMILISBLAÐIÐ félst. Kepier mjög um þetta sviplega frá- fall vinar síns og velgerðarmanns. En nú virtist sem Kepler lægi opin leið til mikillar hamingju. Rúðólfur keisari nefndi hann þegar í stað til að taka við starfi og stöðu velgerðamanns síns; en samt voru launin færð talsvert niður eða í 500 gyllini (eða. flórínur). Skyldi hann nú heita keisaralegur stærðfræðingur og stjörnu- meistari. Athuganir Brahes yfir 35 ára skeið voru honum nú fengnar til umbóta eftir fánýt mótmæli af hálfu erfingja Brahes; hugðu þeir þær minjar verðmæt- ari en þar voru. Var nú Kepler falið það vandasama starf að fullgera stjörnutöflur þær, sem Brahe átti af hendi að inna.; hafði Brahe nefnt þær Rúðólfstöflur af þakklátssemi við keisarann. En fyrsta verk Keplers, var þó það, að vinna keisara eið að því, að hann skyldi vera keisara hollur og trúr í öllu því, er að stjörnuspám lyti, því að á þeim hafði hann mikla trú og mætur. Samdi Kepler þá rit um undirstöðuatriði stjörnuspáfræð- innar (Prag 1602). Lýsir hann því yfir þar, að það sé áform sitt með ri,tinu að tína úr og varðveita þau sannleiksgullkorn, sem hann hyggi þar megi finna, og held- ur því fram, meðal annars, að stjörnurn- ar geti ráðið hvötum manna, þegar þær standi í ákveðnu sambandi sín á milli. Eins og fyrr er sagt, þá var trú manna á áhrif stjarnanna. römm og rík; var Kepl- er önnum kafinn við að búa hinar svo nefndu stundasjár (Horoskop) eða verk- færi til að sjá stöðu himintunglanna á fæð- ingarstundu manna. Tignir menn og þjóðhöfðingjar leituðu til Keplers í þessum efnum, eigi síður en aðrir, svo sem þeir keisari og Wallenstein hershöfðingi og fjöldi annara minni höfð- ingja. Kepler tileinkaði keisara ritgerð um hina »miklu samstillingu reikistjarnannav; árið 1603. Og árið eftir birti hann opin- berlega athuganir sinar á afarskærri stjörnu, er kom skyndilega í ljós. 30. sept. 1604 og sást síðan í 17 mánuði (Prag 1606). Stjarna þessi birtist í stjörnumarki því, er S 1 a n g a nefnist. Kepler hneigðist að þeirri skoðun Brahes, að slíkir hnettir yrðu til úr þokukenndu efni í Vetrarbrautinni. Um sömu mundir veitti hann eftirtekt merkilegri samstill- i.ngu hinna þriggja reikistjarna: Marz, Júpíters og Satúrnusar, og þóttist geta af því ráðið að mikil undur væru í aðsigi. En þótt Kepler væri nú löngum að nýju að fást við þennan spásagnarhégóma með ýmsu móti, af því að allir trúðu, háir og lágir og heimtuðu, svo að eigi varð með öllu undan komist, þá sló hann þó eigi slöku við þá vísindagrein, sem átti að verða að- alviðfangsefni hans um dagana. Hlutverk hans var hvorki meira né minna en það, að setja á stofn nýja stjörnufræði, þar sem náttúrlegar orsakir kæmu í staðinn fyrir gerræðislegar getgátur. Hann fór nú að gefa sig við ljósfræði og birti einkar merkilega ritgerð um það efni, byggða á eigin athugunum og komst þar mjög nærri hinu sanna. eðli geislabrotsins (1604); en þótt hann fyndi eigi það lögmál til fulls, þá tókst honum að kanna augað með sundurliðun. I sama riti gerir hann grein fyrir, hversu reikna megi út. myrkva á sól og tungli og stendur sú aðferð hans óhögguð enn. Seinna ritaði hann aðra bók um ljós- fræði og lagði þar grundvöll þeirrar vís- indagreinar (Ágsborg, 1611). Þar er, með- al annars, greinileg lýsing á því, hversu stjörnukíki skuli búa til, enda þótt hann smíðaði engan sjálfur. Og aðferð finnur hann til að fylgja rás geisla í gegnum kúpt og íhvolf gler og sömuleiðis veitti hann brunadeplinum í stækkunarglerinu athygli. En þessar uppgötvanir hans eins og hverfa fyrir þeirri uppgötvun hans frá sama tíma, sem hann birtir í ritipu: »Nýja stjörnufræðin eða-Minnisrit um jarðstjörn- una Marz« (Prag 1609). Það rit va.r í fyrstu byggt á athugunum Tyge Bra’nes; hafði hann lengi verið að glíma við að gera sér rétta grein fyrir gangi þeirrar ja.rð-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.