Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 9
HEIMILISBLAÐIÐ 7 stjörnu með aðferðum hinna fornu stjörnu- meistara. Eru þær aðferðir flóknari en svo. að þeim verði lýst hér. — Þetta rit sitt til- einkaði Kepler Rúðólfi keisara. Eins. og sjá má af sögu Kóperniks, þá hafði það verið talið sjálfsagt allt til þessa, að brautir jarðstjarnanna væru réttir hringir (sirkilhringir). En með því að fylgja Marz 7 sinnum á braut sinni, þá komst Kepler að þeirri niðurstöðu, að braut hans er ekki réttur hringur, heldur spor- baiigur. Af þessu ályktaði hann, svo, að braut hverrar jarðstjörnu myndi sporbaug- ur vera og væri þá sólin í öðrum bruna- depli þess sporbaugs. Hafði hann þá með því fundið fyrsta lögmálið, sem við hann er kennt síðan,: Braut hverrar jarðstjörnu er sporbaug- ur og sólin er í öðrum brunadepli braut- arinnar. Af þessu leiðir þá aftur, að jarðstjörn- urnar eru ýmist násælis (í sólnánd) eða fjarsælis (í sólfirð). Þegar Kepler var nú búinn að finna hina sönnu lögun, Marzbrautarinnar og lengd hennar, þá fann hann hið annað lög- mál, sem við hann, er kennt: Geirar þeir, sem línan, sem tengir sam- an sólina og stjörnuna (radius vektor), hleypur yfir á jafnlöngum tíma,, eru jafn- stórir. Af þessu má álykta, að þegar stjarnan er næst sólu, þá er hraði hennar mestur, en minnhir að því skapi, sem hún fjar- lægist sólu. Þessá tvenn lög snerta hverja einstaka jarðstjörnu. Eftir langa og árangurslausa viðureign, sleppti. Kepler að lokum aðferð Brahes og annarra fyrri stjörnufræðinga til að fylgja Marz á brautinni. En í þess stað bar hann saman 7 gagnstefnur þessarar stjörnu, en gagnstefnur hei.tir það, er stjarnan og sól- in eru í somu línu, hvor gegnt annari. Framh. Þ6tt þú ætlir að kynnast hinum æðsta, sann- leika verðurðu að byrja á stafrófinu. Fortíé — Kútíð — Framtíð. Mamma — dóttir — dótturdóttir Amma — mamma — dóttir. Það er dálítið gaman, að bera saman þessa þrenna þrjá kvenkyns ættliði, og ekki ófróðlegt, að rekja ofurlítið sambandið milii þeirra, og þýðingu þeirra hvers fyrir annan. Fortíðin er móðir Nútíðar, og Nútíðin er móðir Framtíðar; en Framtíðin er blend- ingur af Fortíð og Nútíð, mömmu sinní og ömmu. Og þá má ekki. gieyma Föðurn- um og Afanum. En hver er hann? Það er Andinn, Tíðarandinn, sá Andinn, sem mest ræður og stýrir ráðandi hugsunum, orð- um og gerðum kynslóðanna. Ofan á, innan um og saman við meðfætt ýmislega blandað eðliseinkenni og hæfi- leika föður og móður, verðum við öll fyrir meiri eða minni áhrifum af daglegu ytra dæmi foreldra eða uppalenda, og annara meðlifenda, eða af þeim höfuð Anda, sem þeu1 láta stjórnast af; og af því drögun; við allir eitthvert dám. En. næstum því á hverri stund, ber allt af eitthvað nýrra við og hefir sín áhrif. Viðburðir og viðhorf breytast, og vfðfangsefni þá líka, og reka hvert annað. Því að ekkert stendur í stað, Og »mönnum miðar, annað hvort aftur á bak, ellegar nokkuð á leið«. Vér Nútíðarbörn öll, erum ]iv; cannköll- uð dótturbörn Fortiða.r, og berum í oss og á oss einkenni hennar og svip, enda þótt móðirin, Nútíðin, eigi, meira í oss, einkum þó hinum yngri, og Nútíðarandinn hæst- ráðandi. En hver er nú sá andi? Ég get ekki svarað því ákveðið nú; en Framtíðin gerir það. Því að andarnir eru margir, og berjast um völdin svo, að varla má milli sjá óðar en líður. En andastefnurnar eru þó ekki nema aðallega tvær, eins og Helgi Péturss segir réttilega,: önnur er lífstefna, h.in hel- stefna. Þessar tvær aðalstefnur brjótast um í Nútíðinni og berjast um hana, eins og þær hafa allt af gert í allri fortíð. Og

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.